Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 12
624 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS u-* Jarðýturnar, sem sukku í Mjóafirði við ísafjarðardjúp, náðust báðar (26. og 27.) Tryggð hefir verið sala á 36 millj. kr. skuldabréfa til handa húsnæðis- málasjóði. 2470 umsóknir um bygging- arlán hafa þegar borizt og byrjað er að veita lán úr sjóðnum (27.) Hátölurum og heyrnartækjum hefir verið komið fyrir í Fríkirkjunni í Reykjavík (27.) Kyndill, nýtt olíuflutningaskip, sem h.f. Shell lét smíða í Hollandi, kom til landsins. Það er 778 smál., og á að vera í flutningum milli hafna innan lands (28.) Nýa Faxaflóabátnum var hleypt aí stokkunum í Svíþjóð. Skipið á að heita Akraborg (29.) Vinnuhæli fyrir öryrkja er í þann veginn að taka til starfa í Reykja- vík (30.) MENN OG MÁLEFNI Turen Gúnes, tyrkneskur þingmaður og framsögumaður laganefndar Ev- rópuráðsins í landhelgismálinu, kom hingað til þess að kynna sér sjónarmið íslendinga og kröfur (1.) Guðmundur Ólafs lögfræðingur hefir verið ráðinn bankastjóri Iðnbankans (1.) Liverpool opnaði fyrstu sjálfsaf- greiðslu-verslun í Reykj^vík (1.) Bæarstjórnarkosningar fóru fram í Kópavogi og var kjörsókn mikil. Óháð- ir, sem vilja að þorpið sameinist Reykjavík, fengu fjóra menn kosna, Sjálfstæðismenn 2 og Framsókn 1 (4.) Knut Vang, ritstjóri Dagblaðsins í Færeyum kom hingað í kynnisför (5.) Sjö hjúkrunarkonur voru braut- skráðar frá Hjúkrunarkvennaskólan- um (8.) Umferðarmálanefnd Reykjavíkur hefir fengið sérstakan framkvæmda- stjóra, Valgarð Briem, og lögfræðing, Ásgeir Þór Ásgeirsson, sér til aðstoð- ar (8.) Sameiginlegt Stúdentafélag Hún- vetninga og Skagfirðinga var stofn- að (12.) Jón Leifs var kjörinn formaður Bandalags íslenzkra listamanna (12.) Haldið 40. ársþing Guðspekifélags 1 sjómannsins eftir Sigurjón Ólafsson. — Móðir lista- mannsins afhjúpaði það. íslands. Grétar Fells var endurkjörinn forseti þess (12.) Ameríski rithöfundurinn og Nobels- verðlaunamaðurinn William Faulkner kom hingað í heimsókn (13.) Magnús Jochumsson var kosinn for- seti félagsins Alliance francaise (14.) Afhjúpaður var í Fossvogs kirkju- garði minnisvarði um þá, sem látizt hafa í flugslysum (16.) Verslunarskóli íslands átti 50 ára af- mæli. í tilefni af því var hann sett- ur í Þjóðleikhúsinu með mikilli við- höfn og ýmis hátíðahöld fóru fram i sambandi við afmælið (16.) Fiskveiðahlutafélagið Alliance átti 50 ára afmæli, og er nú elzta togara- félagið hér á landi (18.) Menntaskóli Akureyrar var settur að Möðruvöllum til minningar um að nú voru 75 ár liðin síðan Möðruvalla- skóli var settur i fyrsta sinn (16.) Sendiherra ítalíu, Paolo Vita Finzi, afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt (19.) Brezkur þingmaður, D. M. F. Vane, kom hingað í boði félagsins Anglia og flutti fyrirlestur um brezka þing- ið (20.) 50 ár eru liðin síðan Hvítárbakka- skólinn var stofnaður (22.) Háskólinn var settur og innrituðust 173 nýir stúdentar (23.) Minnismerki, er nefnist Sjómaður- inn og er eftir Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara, var afhjúpað í Dvalarheim- ili aldraðra sjómanna (23.) Byggingarfélag verkamanna hefir látið gera líkneskju af Héðni Valde- marssyni og var hún afhjúpuð á barnaleikvelli við Hringbraut (23.) Iðnþing íslendinga, ið 17. í röðinni, var háð í Reykjavík (25.) Jón Magnússon fréttastjóri Útvarps- ins hefir verið sæmdur riddarakrossi Dannebrogsorðunnar (25.) í tilefni af 100 ára afmæli Þorvald- ar próf. Thoroddsen í sumar, ákvað Menntamálaráð að láta gera eirmynd af honum eftir gibsmynd, er Ríkarður Jónsson hafði gert. Þessi afsteypa var nú afhent Náttúrugripasafni (26.) Halldór Jónasson frá Hrauntúni hef- ir gefið Dvalarheimili aldraðra sjó- manna 50 binda bókasafn (26.) Héraðsfundur presta og safnaðarfull- trúa í Vestur Skaftafellssýslu var hald- inn á Síðu (27.) Ludvig C. Braathen skipa- og flug- vélaeigandi kom hingað í kynnisför. Aður en hann færi til Noregs aftur gat

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.