Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 627 „Við hittum á leiðinni 32 ríðandi menn með einn kerruhest í taumi, en af þeim höfðu 8 lausan hest bundinn aftan í vagninn, tveir trússahest, einn tvo lausa hesta, þrír 1 nautgrip og einn 2 naut- gripi aftan í. 22 menn hittum við ríðandi með 2 kerrur í taumi og af þeim höfðu 5 lausan hest aftan í og einn tvo hesta. Átta sáum við með 3 kerrur í lest; hafði einn þeirra 3 lausa hesta þar aftan í. Fjórir voru með fjórar kerrur i lest, einn hafði lausan hest aftan í og annar 2. Tvisvar rákumst við á 5 kerrur í lest og 2 lausir hestar þar aftan í annari vagnarununni. Á þessu sést að flestir, sem við mættum, voru ríðandi með kerru- hest í taumi og varahest hnýttan í vagninn. Það þarf þá einn mann, 3 hestá og kerru til þess að koma 600—800 pundum á milli Reykja- víkur og austursveita.“ Ennfremur segja þeir: „Við mættum þremur með naut aftan í kerru, og einn hafði tvö. Einn var ríðandi með hest í taumi og naut bundið í taglið á þeim hesti. Annar rak lausan hest með naut í taglinu. í einni hersingunni reið unglingspiltur með naut bund- ið i taglið a reiðskjótanum. Loks voru nokkrir samferðamenn, sem ráku fjögur naut á undan sér.“ Nefndinni leizt ekki á þessa um- ferðarmenningu og fordæmir har'ð- lega taglhnýtingarnar. Og svo segir hún: „Hér heíir farið stórfé i flutningabrautir og aðra vagn- færa vegi, og virðist nefndinni sém ^í’i-þingi og stjóm hafi sézt yfir í því, að ætla sveitarmönnum að finna upp tilsagnarlaust flutninga- tæki við sitt hæfi. — Hér hafa bændur allir luralegar og fjáðra- lausar tvíhjóla kerrur til flutninga, ríða sjálfir og téyma kerruhestana. Óg hér er það leyft, serri hvergi líðst í öðmm löndum. að hnýta vagnhestunum í lest e:ns og klyíja- hestum og þar aftan í lausum hest- um eða nautum“. TAFLIÐ SNÝST VIÐ Nefndin fullyrðir að þessar kerrulestir valdi langmestum far- artálma á vegunum, fyrir alla aðra umferð. Þó fremsti hestur sé látinn víkja, þá haldi hinir áfram á miðj- um vegi. „Kerrulestirnar eru sá siðurinn, sem umfram allt þarf að afnema, ef unnt er“. Þeir segja þó að allir hafi reynt að hliðra til fyrir bílnum umyrða- laust, nema einn maður í Flóanum og hann hefði kallað byrstur á eft- ir þeim; „Burt með bifreiðarnar". Merkur maður í Ölfusi hefði sagt að Árnesingum væri mjög illa við bílana og vildu margir banna þeim allar leiðir. En nefndin var ekki’ á því, eins og sést á framansögðu, og hún komst einnig að þeirri niðurstöðu að vagnalestirnar skemmdu vegina miklu meira heldur en bílarnir. Þetta ferðalag nefndarinnar og skýrslan um það reið baggamuninn í þinginu. Eftir það var enginn, sem vildi banna bílana. En þing- maður Árnesinga (Sigurður Sig- urðsson) vildi þó styðja kröfur þeirra. Lagði hann til, ,að á tíma- bilunum 20. júní— 10. júlí og 20. sept. 20. okt. mættu bifreiðir ekki vera á veginum frá Reykjavík austur yfir Hellisheiði, nema á nóttunni og svo tvo daga í viku, miðvikudaga og sunnudaga. Sú til- laga hlaut ekki atkvæði neins þingr manns, nema hans sjálfs. Þó voru sumtr mjög vantrúaðir á gagnsemi bifreiða. Einn af merkustu þlng- mönnum sagðh „Eg, skal skjóta því hér inn, að eg álít að bifreiðarnar geti aldrei orðið nein framtíðar flutningatæki, sem að almennings notum yrði hé'r á landi“. En bílarnir vöru ekki bannaðlr'. Þeír- fór-u- stgur-för sína um- landið. Og brátt kora annað hljoð í strokkinn. Þá var þess krafizt að vegir yrði lagðir sem allra víðast um öll héruð, svo að þessi nýu flutningatæki gæti komið sem flestum að gagni. t—'d®®®^»' Fjarlcsgðir í geimnum AF öllum þeim milljónum vetrar- brauta, sem fundizt hafa nú á seinni árum með bættum sjónaukum, er Andromeda-vetrarbrautin næst þeirri vetrarbraut, sem vér erum L Hún er svo langt í burtu, að menn sem hafa skarpasta sjón, geta aðeins greint hana sem örlítinn glætudepil á himinhvolfinu, og þó því aðeins að þeir viti hvar hún er. Fyrir tveimur árum komust vísinda- menn að þejrri niðurstöðu, að fjar- lægðin frá jörðu til Andromeda mundi vera um 1.500.000 ljósár, en ,það er helmingi lengra heldur en menn höfðu áður talið. Nú hafa stjörnufræðingar, sem starfa við Wilson og Palomar stjörnurann- sóknarstöðvarnar í Bandaríkjunum, komizt að nýrri niðurstöðu um hver fjarlægðin muni vera. Þeir hafa rann- sakað gaumgæfilega myndir, sem tekn- ar hafa verið af Andromeda með 200 þumlunga stjörnusjánni á Palomar, og komizt að þeirri niðurstöðu, að vegar- lengdin þan^að frá jörðinrji, muni vera 2.300.000 ljósár. Fins og. allir vita. er eitt ljósár sú végarlengd, sem ljósið getur farið á einu ári, en það fer 300.000 km á sek- úndu. Vilji menn nú vita hve margir km eru til Andromeda, þá er fyrst að finna hve margar sekúndur eru j ári, margfalda þá tóiu með 300.000 og margfalda síðan útkomuna með 2.300,000. Haft er eítir fraegum rithófundi, er hann kom úr heimsókn í dýragarð: —*- Menmrmr hafa lært eitthvað af flestum dýrum. Örninn- hefur kennt þeim að fljúga, krabbinn hefur kennt þeim að nota brynvarnir, kolkrabbinn hefur- kennt þerm-að nota reykjarhulu, höggoTOurinn hafur- kennt þeim að njcsne AÞdúfunm einni hafa þeir ekk- ert laart.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.