Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 1
41. tbL JHnirpiJiIrI&fe ins Sunnudagur 13. nóvember 1955 XXX. árg. Prestur í stríði við hiskupa gRYNJÓLFUR biskup Sveinsson var allra manna raunbeztur og reyndi að koma mörgum fátækum piltum til manns, ef hann taldi þá efnilega og gáfaða. Einn af þeim var Jón, sonur sérr Sigmundar Guðmundssonar prests að Ásum í Meðallandsþingum. Virðist svo sem séra Sigmundur hafi verið svo fá- tækur, að hann hafi ekki haft efni á því að kosta son sinn í skóla. En þá tók Brynjólfur biskup piltinn að sér og lét hann fá ókeypis skólavist og uppihald í Skálholti um þrjá vetur. Mun Jón hafa útskrifazt vorið 1659. Um þessar mundir var svo ástatt að Magnúsi prófasti Péturssvni á Kirkjubæarklaustri (síðar á Hörgs- landi) hafði verið bannað að pré- dika vegna drykkiuskapar hneiksl- is, og lá við sjálft að hann yrði sviftur kióli og kalli. En meðan á þessu máli stóð þurfti að setia þar aðstoðarprest. Valdi Brvnjólfur biskup Jón Sigmundsson til þess og vígði hann nýbakaðan stúdent sum -arið 1659. Var það annað vinar- bragð hans í garð Jóns. Þarna var Jón svo aðstoðarprestur í þrjú ár og mun hafa haft lítil laun. En á prestastefnu, sem haldin var að Eiðum 1663 réð Brynjólfur biskup því, að Jón Sigmundsson skyldi taka að sér Eiðaprestakall og þjóna jafnframt Mjóafjarðarsókn þannig að hann messaði þar þriðja hvern sunnudag á sumrin, en eftir hent- ugleikum á vetrum.* Jafnframt lofaði biskup Jóni því, að „ef hann léti þetta vel af komast og hagaði sér skikkanlega í lifnaði og lær- dómi“, þá skyldi hann brátt fá betra brauð. Var þetta með sam- þykki prófastsins, Vigfúsar Árna- sonar á Hofi. Hann byggði og Jóni hálfa jörðina Eiða, sem var eign hans, en hinn helminginn átti Guð- rún systir hans, er var gift séra Eiríki Ketilssyni í Vallanesi. SÉRA JÓN DÆMDUR FRÁ PRESTSKAP Settist séra Jón nú að á Eiðum. Staðfesti hann svo ráð sitt þá um veturinn og kvæntist Ragnhildi eldri, dóttur séra Eiríks í Vallanesi. Hún var ekkja, hafði áður verið gift Sigurði Einarssyni frá Njarð- vík, og er sagt að þau hafi átt mörg börn. Um sumarið eftir ól Ragn- * Allt fór í ólestri hjá séra Jóni um þjónustu í Mjóafirði, og fengu þeir sér brátt annan prest. hildur manni sínum barn, og var ekki liðinn hæfilegur tími frá brúðkaupinu. Varðaði það þá em- bættismissi, ef prestar eignuðust börn með konum sínum of snemma. Kom þetta mál fyrir héraðspresta- stefnu, og var séra Jón dæmdur til þess að missa prestskapinn. í þessum raunum sínum minnt- ist hann þess hvílík stoð og stytta Brynjólfur biskup hafði jafnan verið sér, og tók það því til bragðs að fara suður í Skálholt og leita á náðir hans. Biskup tók honum vel og Ijúfmannlega og var fús til þess að veita honum liðsinni. Skrifaði biskup fyrir hann náðunarbeiðni til konungs og ráðlagði honum að fara sjálfur með hana suður að Bessa- stöðum og biðja höfuðsmanninn að koma henni á framfæri. Jafnframt skyldi hann biðja höfuðsmann að veita sér leyfi til þess að gegna prestverkum þangað til svar kon- ungs kæmi. En biskup lét ekki við þessar ráðleggingar sitja, heldur skrifaði hann höfuðsmanni með- mælabréf fyrir Jón, og lánaði hon- um síðan 50 ríkisdali. Mun það fé hafa átt að vera til þess gera höf- uðsmann hlynntari Jóni í tillögum sínum og liðveizlu. Fór og svo, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.