Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 2
r 630 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón kom aftur frá Bessastöðum með leyfi til þess að gegna embætti sínu þangað til svar konungs kæmi. Og sjálfsagt hafa 50 ríkisdalirnir orðið eftir á Bessastöðum, því að þegar Jón kom aftur til Skálholts, var hann svo snauður að hann varð að fá 10 ríkisdali til viðbótar að láni hjá biskupi. Reið Jón austur síðan og var nú allt kyrrt um hríð. Ráð biskups dugðu vel. Árið 1670 kom svar frá konungi og veitti hann séra Jóni fulla uppreist. En það bréf kostaði 20 ríkisdali og greiddi biskup þá fyrir hönd séra Jóns. Hafði hann þá að visu ekki greitt biskupi skuld sina, þótt hann héti skilum þá um vorið. Fór bisk- up nú að ganga eftir sinu og lófaði séra Jón öllu góðu, en efndir urðu engar, enda var prestur blafatæk- ur. PRESTUR FÆR DESJARMYKI OG DEILIR VIÐ BISKUP Séra Ketill Eiríksson, mágur séra Jóns, helt nú Desjarmýri. Vildi hann komast þaðan, og samdist svo lun með þeim mágunum, að þeir skyldi hafa brauðaskifti vorið 1671. Voru sóknarmenn séra Ketils þessu samþykkir og óskuðu þess skrif- lega að fá séra Jón fyrir prest, því að margir þeirra hefði heyrt hann og líkað vel kenningar hans og ræðuflutningur. Biskup var nú þyngri fyrir en áður, þar sem Jón átti í hlut, og kvaðst ekki mundu láta hann fá veitingarbréf fyrir Desjarmýri, nema því aðeins að hann greiddi sér skuld sína. Út af þessu varð það, að séra Jón lofaði að láta biskup fá 5 hundruð í jörð- inni GilsárvelH fyrir 50 rdl. Þenn- an jarðarhluta hafði átt Sigurður Einarsson fyrri maður Ragnhildar konu séra Jóns og taldi hann að hún hefði erft hann. En þegar til átti að taka, gat séra Jón ekki gefið biskupi afsal fyrir jarðarhlutanum, ^ því að Einar digri í Njarðvik, faðir Sigurðar, þóttist hafa eignarhald á honum. Mislíkaði nú biskupi mjög. En þá tók Jón það til bragðs að kaupa hálfa jörðina Hvalvík af ekkju nokkurri og láta biskup fá hana upp í skuld sína. En sá var gallinn hér á, að Jón hafði ekki borgað ekkjunni neitt og varð það úr, að biskup greiddi henni jarðar- verðið, er henni lá mest á. Út af þessu fóru nokkur bréf milli þeirra biskups og Jóns og var Jón inn borginmannlegasti fyrst í stað, og átti það ekki við biskup, enda mun honum hafa samað þetta mest vegna þess, að hann þóttist ekki eiga það að séra Jóni að hann sýndi sér prettvísi og refjar óg bætti því á, að vera hortugur í þokkabót. Ritaði biskup honum þá langt bréf 167ö, minnti harni á öll viðskifti þeirra frá því er Jþn kom í skóla qg spurði hann hvort honum fynd- ist það sæmilegt að breyta við sig eins og hann hefði gert. En ef hon- um fyndist það kvaðst biskup mundu láta prestastefnu leggja dóm á mál þeirra. — Um sama leyti skrifar hann umboðsmanni sínum, Pétri Einarssyni í Gagnstöð (hann var sonur Einars í Njarðvík) og kveðst ætla að stefna séra Jóni fyrir strákapör ,,er mér þykir eng- um ærlegum manni sóma, auk heldur presti“. Biður hann þó Pét- ur að reyna enn að ganga eftir skuldinni. Við þetta glúpnaði séra Jón. — Skrifaði hann biskupi nú mjög hógvært bréf og bað hann afsök- unar á framferði sínu. Kveðst hann ekki hafa annað fram að færa sér til málsbótar en íátækt sína og mikla ómegð. Höfðu þau Ragnhild- ur eignazt nokkur börn, en líklega hafa börn hennar af fyrra hjóna- bandi einnig verið hja þeim. Hann ber sig líka upp undan harðindum og bágindum þar eystra, og var það von, því að veturinn 1673 hafði verið inn harðasti á Austurlandi. Hófust þar stórhríðar viku fyrir vetur og kynngdi látlaust niður snjó fram til hátíða. Á aðfanga- dagskvöld jóla fell snjóflóð á prest- setrið Klyppstað í Loðmundarfirði og beið presturinn bana. Það var séra Þorvarður Árnason, faðir Árna prófasts á Þingvöllum, merk- ur maður. Á nýársdag var bhnd- bylur og veturinn upp þaðan af- taka harður. Hafís kom á góu fyrir norðan og austan og lá við land fram til þings. Vorið var ærið hart með snjóum og kuldum, gras- spretta brást um sumarið og afli var lítill eða enginn. Og svo var sumarið vætusamt, að hvorki nýtt- ist hey né eldiviður. HALLÆRIÐ 1674 Þó átti eftir að versna enn, þvi að árið 1674 vax hallærisar nyrðra og eystra. Segir svo frá því í ann- álurn: — Þessi vetur. var þungur með miklum frostum fyrir norðan og austan, en hey höfðu ónýtzt suni- arið fyrir af sifelldum votviðrum. Af því var það,'að peningafelJi gerði mildnn, og því næst hungur og manndauða. Strádó niður bæði fé og menn. Á bak páskum hófst þó manndauðinn mest. Var talið að 1100 hefði sálazt í Þingeyarþingi, en 1400 í Múlasýslu. Auk þess varð úti á heiðum margt fólk, sem var á flótta undan harðindunum. Lögð- ust þá margir bæir í eyði og hart- nær heilar sveitir. Vorið var í harð- asta lagi og gengu frost og fjúk fram til fardaga. Klaki fór ekki úr jörð það sumar, grasvöxtur mjög lítill og sumarið þurrt. Þá komu engir nefndarmenn úr Austfjörð- um til Alþingis fyrir harðindum, og vegna hestleysis varð ekki kom- ið þangað sakamanni úr Þingevar- sýslu. HeimiHsfastur maður í Vopnafirði skýrði svo frá, að í tveimur sóknum þar hefði dáið 230 manneskjur úr fátækt og hungri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.