Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 11
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS samt. Ula ætlaði okkur að ganga að kveikja á olíuvélinni, því að bæði voru fingur okkar stirðir af kulda, og svo var olían orðin þykk af kulda. Þetta tókst samt og við drukkum heitt súkkulaði á eftir frosna matnum. Svo lögðum við okkur til hvfldar og sofnuðum brátt. En við vorum hvað eftir annað að vakna við háa hvellí, eins og hleypt hefði verið af fallbyssu. Það voru brestirnir í ísnum, vegna kuldans. Þessir brestir eru allt af mestir í grimmu frosti, en heyrast varla þegar þýðviðri er. ----O----- Þetta er sagan af „Iandnáminu" á þessum mikla jaka, sem sxðan hefir verið kallaður „ísey Fletch- ers“. Hún var mikið hsérri heldur en rekísinn umhverfis og allt öðru vísi útlits, yfirleitt slétt, en með einstaka hæðum. En rekísinn allt um kring lá í hrönnum, hver hronnin við aðra eins langt og auga eygði, og sums staðar opnar vakir milli þeirra. Mælingar á jak- anum sýndu, að hann var 150 feta þykkur. Vatnsból fundu þeir þar næg, þar sem leysingavatn hafði safnazt saman í dældum. Varð að bora eftir því og það þðtti þeim einkennilegt að fyrst spýttist vatn- ið upp um holuna með miklum krafti, eins og þeir hefði opnað goshver. En þetta stafaði af því að ísinn þrengdi að vatninu á báða bóga, svo að það var orðið saman þjappað. Bráðlega fluttu fiugvélar alls- konar farangur til þeirra. Þar á meðal voru flekahús, sem þeir settu saman og myndaðist þarna bráðum ofurlítið þorp af húsum og tjöldum. Tveir snjópiógar voru fluttir þangað og með þeim gerðu þeir tvær flugbrautír, svo að nú gátu allár flugvélar lenf þarna. Svo bættust við fleiri ménn og komu með alls konar vísiridaáhöld méð sér til veðurathugana, sjávarmæl- inga, rannsókna á ísnum, mæling strauma, þrýsting rekíssins við rendur jakans og ótal margs ann- ars. Jakinn var á hringferð og miðaði honum eitthvað 2% km. á sóiarhring. Snúningur jarðar hafði nokkur áhrif á stefnu hans, en svo gat hann borizt út af sinni réttu leið vegna vinda og töldu þeir að vindar mundu hafa meiri áhrif á hreyfingar hans heldur en straum- arnir. Sjávarmælingar sýndu víð- ast hvar um 12.000 feta dýpi og sléttan botn. En þó kom fyrir að þeir rákust á neðansjávarfjðll, sem voru allt að 7000 feta há. Þeir fundu einnig heljar mikla gjá á sjávarbotni og rak jakann ajö sinn- um yfir hana. Þar voru þverhnýpt- ir hamraveggir allt að 4000 feta háir. Þeir urðu yfirleitt lítt varir við strauma í hafinu, en annað merki- legra uppgötvuðu þeir. Það var hlýtt lag af sjó, sem byrjaði í 400 feta dýpi og var um 150 feta djúpt. Þama var sjórinn 2 stigum hlýrri heldur en fyrir ofan og neðan, og vita menn enga skýringu á þessu, að svo komnu. Til þess* að rannsaka jakarrn, grófu þeir 52 fet niður í hann og á þeirri leið rákust þeir á 54 lög af jarðefnum. Sum iögin voru sýni- lega ieir, sem leysingavatn hafði borið fram, önnur áfok og í þeim vottaði fyrir iaufum og stilkum. Sýnilegt var og að skriður höfðu hlaupið fram á jakann áður en hann losnaði frá Ellesmere-ey, því að sums staðar vox*u hrúgur af sandi og smásteinum. Auk þéss var þarna stórgrýti á stöku stað. Voru björgin í óreglulegum röðum, líkt og jötn'ar héfði verið að hlaða þar túngarða. Mðrg af þessum bjðrg- um vega margar smálestir. Þegar kom fram í júní gerði frostlaust véður og sólbráð & dag- f íslenzk tanga töfrum stráð, tigm í orðsins söngvahljómi, hueans innri srevmir elóð. i bér rætast öil vor ráð. Þú ert landsins sæmd og sómi, sigurvald um isaslóð. íslenzk tunera, arfur dýr, anðans mikli töfrasjóður, saman tengir þejrna í þjóð, Andi í listum orðsins býr, Iandsins barna líf og hróður, lýðsins forna hetjug-lóð. tslenzk tunga, áhrif þin enginn velt hve lengi streyma, hugans lind frá sál um sál. Þú ert eignin mesta min, leiðir mig um huliðsheima, heimsins bezta tungumál. Armar. inn. Urðu þeir þá varir við mikið af rækjum í vökunum meðfram eynni. Annars urðu þeir iítið varir við dýralíf og sáu aldrei hvíta- birni, refi, seli né hvali. Þó kom það fyrir að þeir sáu slóðir eftir bjarndýr og refi á jakanum. En þegar snjóinn tók að leysa, fannst þar ræfili af læmingja og fisk- ræksni. Og á einum stað komu þá upp úr ísnum hreindýrshorn. Hefir hreindýr það sjálfsagt hlaupið út á jakann meðan hann var landfast- ur, og orðið þar til. Jakann rak skammt frá norður- pólnum og hafði hann stefnu á Ellesmere-ey, svo að menn bjugg- ust jafnvel við að hann mundi stranda þar. En svo varð þó ekki. Hann fór fram hjá eynni og hefir riú hafið nýa hringferð um fs- hafíð, og í þeirri ferð verður hann sex eða sjð ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.