Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 6
634 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því hyllti hann frelsi einstaklings- ins og frelsi mannsandans til þess að leita sér þekkingar. Síðan ferðaðist hann mikið um Evrópu. Þá langaði hann til að ferðast um hnöttinn í vísindalegum erindagerðum, en gat ekki fengið neinn til þess að leggja fram fé til slíks leiðangurs. Að lokum fekk hann þó fé hjá Spánarkonungi til þess að fara vísindalegan leiðangur um Suður-Ameríku. Með honum fór franskur grasafraeðingur, Aimé Bonpland. Þeir lögðu á stað frá Evrópu 1799, og var það þó ekki glæsilegt, því að Napóleonsstyrj- öldin var hafin og Englendingar höfðu lagt hafnbann á meginland- ið. Þeir sluppu þó fram hjá varð- skipum Englendinga og komust að lokum til Venezuela. Næstu fimm árin voru þeir á ferðalagi um Suður-Ameríku. Þar rannsakaði Alexander fljótið Orin- oco og efri hluta Amazon-dalsins. Hann kleif fjallið Chimborazo, kynnti sér fommenningu Inka í Perú og komst að þeirri niður- stöðu, að Indíánar væri komnir af Asíuþjóðum. Sérstaka athygli vakti fjallgang- an, því að segja má að þetta hafi verið í fyrsta skipti að menn freist- uðu þess að ganga á háfjöll. Chim- borazo-fjallið er í Equador, og var þá talið hæsta fjall í heimi. Alex- ander réðist til uppgöngunnar í júní 1802 og var við þriðja mann. Leiðin lá eftir snarbröttum eggj- um milli gljúfra, og veður var óhagstætt, ýmist þoka eða stórhríð, því að þeir voru þarna á rigninga- tímanum. En er þeir komu þreyttir og dasaðir upp undir eggjar fjalls- ins, birti skyndilega og yfir sér sáu þeir inn mikla og tignarlega koll fjallsins. Þá færðist nýtt fjör í þá og þeir heldu ótrauðir áfrám. Ekki komust þeir þó upp á hátindinn, því að fyrir þéim varð sþrunga, 400 feta djúp og 60 fet á breidd, og hvergi hægt að komast yfir hana. En þá voru þeir komnir í 19.285 feta hæð, og svo hátt hafði enginn maður komizt áður. Þessi fjallganga varð til þess að ýta undir aðra, og hún varð blátt áfram til þess að Englendingar gerðu út fjallgöngu leiðangur til Himalaja 30 árum seinna. Þegar Alexander heyrði frá bví sagt, að fjöllin í Asíu væri miklu hærri heldur en Chimborazo, þá skrifaði hann: „Fram að þessum tíma hef ég miklazt af því að vera sá maður, er komizt hefði á hæsta tind jarðar. Þess vegna varð ég Öfundsjúkur þegar ég heyrði hve hátt Englend- ingar hefði komizt“. Hann var þá sextugur að aldri, en hann lét það ekki aftra sér frá að fara til Asíu og kynnast Himalaja-fjÖllum af eigin raun. ★ Hvar sem hann ferðaðist sáfnaði hann steinum, steingjörvingum og jurtum. f Suður-Ameríku safnaði hann 6000 jurtategundum og þar af voru 3500 ókunnar áður. Og eng- inn maður lýsti með meiri vand- virkni né nákvæmni því sem fyrir bar og árangrinum af rannsóknum sínum. Um ferðalagið í Suður- Ameríku skrifaði hann 30 stór bindi. í stuttu máli er ekki hægt að segja frá öllu því, sem hann af- kastaði á vísindasviðinu, en talið er að hann hafi verið brautryðj- andi í veðurfræði, landafræði og mannfræði. Hann rannsakaði fyrstur manna hver væri orsök fellibylja í hitabeltinu, og hvernig stæði á stórfelldum veðrabrigðum í háloftunum. Hann uppgötvaði að segulmagn jarðar fór minnkandi eftir því sem nær dró miðjarðar- línu. Hann gerði ýtarlegár rann- sóknir á eldfjöllum. Hann leiðrétti landakort Suður-Ameríku og stakk upp á' því að grafinn yrði skurður í gegnum Panama efðið, einmitt á þeim stað, sem sá skurður er nú. Árið 1804 sneri hann heim til Evrópi' aftur, komst að nýu í gegn um hr \bannsgirðingar Breta, og komst til Parísar með allt það, er hann hafði safnað á ferðalaginu. Varð hann brátt mjög frægur af þessari för. Prússakonungur vildi ekki að hann væri í París og fekk hann til þess að hverfa aftur til Berlínar, með því að veita honum upphefð og leyfi til þess að ferðast hvenær sem honum sýndist. Lengsta ferðalag hans var það, er hann fór fyrir Rússakéisara árið 1829 austur um alla Asíu. Komst hann þá alla leið austur að landa- mærum Kína og var þar fagnað af fulltrúum keisarans sem öðrum Marco Polo. f þessu ferðalagi fann hann demantnámu í Úral, en varð annars ekki mikið ágéngt vegna þess að rússneskir embættismenn höfuðsátu hann alltaf. Þó var það eftir tillögum hans, að rússneska stjórnin kom upp veðurathugana- stöðvum þvert yfir Síberíu. Meðan hann var í Þýzkalandi var hann gerður að yfirumsjónar- manni námareksturs. Það bar þann árangur, að afköstin í námunum jukust um helming. Hann fann og upp sérstakan lampa handa námu- mönnum, og stofnaði sérstakan skóla fyrir þá. Á þessum árum varð hann og inn fyrsti „speleologist“, en svo eru þeir vísindamenn kall- aðir, sem fást við rannsóknir á hellum og neðanjarðar göngum. ★ Á efri árum sínum ritaði Alex- ander fimm binda bók, sem nefnist „Kosmos". Þar dregur hann saman rannsóknir sínar og hugmyndir um heiminn. Hann segir að allur heim- urinn sé ein samstillt heild, en ekki kaupphlaup inna hæfustu til þess að koma sér áfram. Það var alls ekki í samræmi við kenningar Dar- wins, síðar méir, en þó sagði Dar- win að hann væri inn mesti vís-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.