Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS C35 Finnbogi J. Arndal: Minnst horfins vinar indamaður, sem nokkuru sinni hefði ferðazt um jörðina. Til heiðurs við Humboldt hafa menn kennt við hann fjöll, tinda, skriðjökla, vötn og merkur, borgir, fylki og götur, svo að varla verður tölu á komið. Við hann er t. d. kenndur Humboldt-straumurinn við Perúströnd. Hann naut mikils heiðurs á efri árum sem inn mikli vísindaöldung- ur Norðurálfunnar. Frægir menn frá ýmsum löndum og álfum gerðu sér þá ferð til Þýzkalands að heim- sækja hann. En þrátt fyrir frægð og margs konar sóma, sem honum var sýndur, var hann alltaf hóg- vær og lítiliátur og barst ekki á. Gengur sú saga, að Prússadrottn- ing hafi einu sinni verið á útreið sér til skemmtunar og sá þá gaml- an karl vera að höggva grjót við veginn. Hún aumkaðist yfir hann og sendi þjón sinn með ölmusu til hans. En þetta var þá Alexander Humboldt sem sat þar og var að rannsaka einhvern stein. Keisarar og konungar höfðu sæmt hann æðstu heiðursmerkjum, en hann lét sjaldan sjá sig með slíkt „gling- ur4', sem hann kallaði svo. Hann andaðist 6. marz 1859 og hafði verið ókvæntur alla æfi. Út- för hans var gerð með mikilli við- höfn að boði Vilhjálms prins, er seinna varð Vilhjálmur I. keisari. Fór útförin fram í Tegel og hvílir hann þar í blómagarði. <^^)®®®G^J Vinnukonan var aS bera morgunverð á borð oec virtist vera í ágaetu skapi. — Það liggur sérstaklega vel á þér í dag, sagði húsmóðirin. Hver er or- sökin? — Ég fór á dansleik í gærkvöldi og trúlofaðist ungum manni. — Má ég óska til hamingju. Hvað heitir sá lukkulegi? — Ekki veit ég það, sagði stúlkan. Maður getur ekki byrjað á því að verá með hnýsnisspumingar. Fagur varstu, fákur minn, fyrst er sá ég leika þína, ungur þá og ótaminn aðdáun þú vaktir mina. Sterkan búkinn stirndi á, stóðsins varstu höíuðprýði, faxið mikið, fjörleg brá, fimur vel í hverju stríði. Fallegt var þitt fótatak, fremst í hópnum jafnan varstu vöðva mikið var þitt bak, vel þitt höfuð jafnan baTstu. Fimm vetra þú fanginn varst, fjötrum agans köldum bundinn, hnarreistur þá hlekki barst, hrygg þó væri frjálsa lundin. Hlýðni þin og hreysti og vit huga mínum færði gleði, námfús varstu á starf og strit, stökk og tölt þar mestu réði. Blessað mjúka bakið þitt bezt og hægast varð mér sæti, orka þín var yndi mitt, aldrei steigstu höllum fæti. Mér er vel í minni fest, myrka þá er fórum vegi réðstu för, það reyndist bezt, ratvísi þín brást mér eigi. Man ég þegar mjög á reið mig úr þungum vanda leystir. Snjórinn hlóðst á langa leið, ljós þá varð mér öll þín hreysti. Hafði ég þá hest og vagn hlaðinn björg í eftirdragi, eyddist hestsins orkumagn erfitt varð um mína hagi. Fyrir vagninn, fákur minn, festi ég þig í raunum mínum, í því starfi ótaminn, — illt gat leátt af kröftum þinum. Eins og hefðir alia stund, æft það starf, sem nú var hafið, drógstu vagninn, ljúfri lund, léiðir þungör gegn um kafið. Þú skildir, vinur, vanda minn, og vildir þreyttan bróður hvíla, hljóðan skildi ég huga þinn. — Hér var langt á milli býla. Aðeins þetta eina sinn orku þína svona reyndi. — Vildi spara vininn minn, vilja hans og krafta treindi. Fyrir örlög æði liörð u-ðum við þó brátt að skilja. 1 ‘fnframt skal sú játning gjörð: Ég lield móti beggja vilja. Annars manns þú ástúð hlauzt r.lli, það mér sannri gleði. Fékkst hjá honum fagurt haust, forlög góð þeim sporum réði. Lengi mun ég minnast þín, mæti þjónn og tryggi vinur. Hljómar enn í eyrum min eins og Ijóð þinn hófadynur. Vatnsormur IfATNASKRÍMSL eru víðtr en í Lagarfljóti og Lock Ness. Og bau eru enn að gera vart við sig. í tímaritinu „The Icelandic-Canad- ian“ stendur eftirfarandi: Okanagan vatnið í British Col- umbia er mjög fagurt og eins landslag umhverfis bað, en þar er einnig, að bví er munnmæli herma, mjög hræðilegt skrímsl, sem nefn- ist Ogopogo. Fyrir skömmu sáu 25 menn Ogo- pogo. Fólk þetta sat að tedrvkkju í veitingahúsi á vatnsbakkanum. Það segir að skrímslið hafi komið upp tæplega 30 fet frá Iandi og verið þar nokkrar mínútur. Það skaut þremur krvppum upp úr vatninu og sást stundum undir kryppumar. Hausinn var hnöttótt- ur, en trantur fram úr, og það var silfurgrátt að lit

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.