Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ggl og væri þar nú 14 bæir í eyði. — Harðindi þessi komu auðvitað sárast niður á fátæklingum, og í þeirra tölu var séra Jón á Desjar- mýri. Þá um vorið stráfelldi hann öll kúgildi kirkjunnar, auk alls fén- aðar síns og konu sinnar. Liðu þau hjónin og heimilisfólk þeirra ið sár- asta hungur, og nokkur börn þeirra dóu úr harðrétti. í fardögum flosnuðu þau upp. Var viðskilnaður prests ekki glæsilegur. Öll kúgildi kirkjunnar fallin og peningum hennar eytt, en staðurinn niður- níddur, því að prestur hafði neyðst til að rífa trjávið úr húsum og hafa til eldsneytis. Mátti því heíta að allt vaeri þar í auðn er hacn fór. Lofaði hann þó að endurgreiða kirkjunni allt, „nær guð gæfi sér aftur peninga“, en menn tóku hæfi- lega mikið mark á því loforði, því að presti þptti ekki sýnt um að bjarga sér. Séra Jón flýði vestur í Skafta- fellssýslu til föður síns þá um vor- ið. En um sumarið andaðist Brynj- ólfur biskup, og fell þá skuldar- krafa hans niður, því að ekkert var af séra Jóni að hafa. Aldrei gat hann heldur greitt skuld sína við Desjarmýrarkirkju og gekk þó á því um 40 ár, að reynt væri að inn- heimta þá skuld hjá honum. Árið 1717 segir Jón biskup Vídalín að ekki muni nein von til þess framar að fá þessa skuld greidda, því að séra Jón sé, að sinni ætlan, öreiga maður. aá Árið eftir að séra Jón kom suður, andaðist séra Sigmundur faðir iians. Vildu þá margir sóknarmenn íá séra Jón í hans stað. Var þá kom- inn nýr biskup í Skálholt, Þórður Þorláksson, og mun honum ekki hafa verið um þetta gefið, því að í einhverju stímabraki stóð um það. En þær lyktir urðu á, að séra Ketill Halldórsson á Þykkvabæar- klaustri fekk Ása, en séra Jón Þykkvabæarklaustur, og fluttist þá þangað. Fekk hann veitingarbréf fyrir því prestakalli 1677 (en séra Ketill fekk ekki veitingarbréf fyrir Ásum fyr en 1679). PRESTUR LENDIR í MÁLAFERLUM Skömmu eftir að séra Jón kom að Þykkvabæarklaustri lenti hann í erjum miklum. „Hann var bæði skarpur og ófeilinn, altamur að hræra í veráldlegum málum“, segjr um hann i Prestasögum Sighvats Gr. Borgfirðings. En frá þessum deilum skal ekki sagt hér, enda urðu þær séra Jóni til lítils sóma. Ekki fara þó sögur af því að hann hafi átt í brösum við Þórð biskup Þorláksson, sem kom til Skálholts- stpls .1674, nema út af skuldinni við Desjarmýrarkirkju. Sennilega hef- ur biskup haft talsvert álit á séra Jóni fyrir gáfur og andríki, því.að hann var einn af þeim prestum, er skipaðir voru af prestastefnu á Al- þingi 1687, til þess að flytja bæn af prédikunarstóli í kirkjunni á Þingvöllum, gegn yfirgangi Tyrkja. Þórður biskup andaðist 1697 og ári seinna tók Jón Vídalín við biskups- tign. Segir ekki af viðskiftum hans og séra Jóns fyr en árið 1712. Þá var séra Jóni stefnt fyrir presta- rétt á Alþingi. Sakargiftirnar á hendur honum voru tvær. Önnur var sú, að hann hefði veitt Ólafi Ólafssyni, fyrrum presti í Eyvindarhólum, opinbera aflausn í heimildarleysi. Hin var sú, að hann hefði neitað að taka vinnukonu sína til altaris og skrif- að henni ósæmilegt bréf. Vinnu- kona þessi hét Rannveig Sigurðar- dóttir. Segir prestur í bréfinu til hennar, að hann geti ekki tekið hana til altaris vegna „hvatskeyt- legs launhvarfs kviðþykktar henn- ar“, og' að hann og fleiri hafi grun- að að hún hafi „farið óskáplega með sín efni“. Dróttar prestur því þannig beinlínis að henni að hún hafi alið barn í laumi og fyrirfarið því. Rannveig vildi ekki liggja und- ir þessu og sneri sér til sýslumanns -ins, Ólafs Einarssonar, og fekk að synja fyrir þennan áburð með eiði. Þá kom og þetta mál fyrir Einar prófast Bjarnason á Prestbakka, og helt hann rannsókn í þv'í á Þykkva- bæarklaustri. Síðan boðaði harin til prestastefnu á Núpstað vorið'1712, en prestar þeir, er þar komu, neit- uðu að gera nokkra ályktan í mál- inu. Stefndi prófastur þá málinu til Alþingisprestastefnu, og jáfn- framt kærði hann prestana fyrir það að þeir hefði ekki viljað dæma með sér, „en sumir ætluðu þó, að Einar mundi bera á prestana van- skörungsskap sjálfs sín“, eins og gömul heimild segir. BISKUP NEITAR PÁLI BEYER UM AÐ SITJA PRESTADÖM Það var venja að stiftamtmaður sæti í prestarétti á Alþingi, ásamt biskupi, eða hefði þar fulltrúa sinn. Nú var stiftamtmaður Kristján Ulrik Guldenlöwe (1684—1719), en hann kom aldrei til íslands, og var Oddur lögmaður Sigurðsson full- trúi hans. Amtmaðurinn, Kristján Múller, var ekki heldur hér á landi, fór alfarinn heðan 1707, en setti Pál Beyer fulltrúa sinn. Nú þegar mál séra Jóns Sig- mundssonar kom fyrir, var OdduJ' lögmaður ekki á þingi, en Páll Beyer bauðst til þess að sitja í prestarétti fyrir hans hönd. Það vildi biskup ekki, kvað hann ekki hafa neitt umboð frá stiftamtmanni til þess að sitja þennan rétt, og vísaði honum frá. Mun Páli hafa gramist það mjög. Dómur prestastefnunnar varð sá, að séra Jón skyldi ekki mega gegna neinum prestsverkum í kalli sínu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.