Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1955, Blaðsíða 15
LESBOK MORGU NBLAÐSIIS S 643 um leið mikil áhrif á blóðrásina og blóðþrýsting. Hann hefir einnig stjóm á meltingarfærunum. Ef viss hluti hans er skerð'ur í tilrauna- dýri, þá verður það svo gráðugt, að það etur miklu meira en það hefir gott af. Sé annar hluti skerð- ur, missir það algerlega matarlyst og veslast upp. Heilakjarninn hefir áhrif á við- brögð líkamans, eða stjórnar þeim, og hann sér um að stæhng vöðv- anna haldist. En hann ræður einn- ig miklu um svefninn. Ef hann sýk- ist eða verður fyrir skemmdum, þá fylgir algert svefnlevsi. Hann hefir einnig úrslitaþýðingu fyrir viðkomu allra dýra, því ef hann skemmist, þá er skepnan ófrjó. Þetta er aðeins ágrip af því, sem vísindamenn þykjast nu hafa upp- götvað viðvíkjandí þessu liffærí. Sumir segja að áfengisneyzla lami starfsemi heilakjarnans, og því komi fram hjá ölvuðum mönn- um öll þau sjúkdómseinkenni, sem hér hefir verið frá sagt. Mœnusótfin ' AIÝLEGA er komin út í Banda- ríkjunum bók, sem nefnist „Better Health for Your Children", og' er eftir kunnan lækni í New York, dr. I. Newton Kugelmass. Segir hann þar, að það sé aðeins á færi inna beztu og' æfðustu lækna að þekkja mænuveiki á byrjunar- stigi. Það líða 5—20 dagar frá því menn taka veikina og' þangað til liún gerir vart við sig', og einkennin eru hiti, höfuðverkur, særindi í hálsi, ógleði, iðraverkir, stirðleiki í hálsi og' verkir í útlimum. En þessi einkenni koma ekki öll fram samtímis. Og þótt einhverra þess- ara einkenna gæti, þá er ekki víst að þau stafi af mænuveiki, því að Sl otaáöaur I í c I I í I ( I I I l I ( 3 ( 3 c JÓN var orðinn gamall, cn þá var hann ailt í einu gerður að hringjara við þorpskirkjuna. — Þetta urðu konu hans fagnaðar tiðindi, og hún mátti til með að segja nágrönnum sinum frá þessu. — Hafið þið heyrt um góðu atvinnuna, sem hann Jón mínn laefir fengið? — Nei, var svarað, hvaða at- vinna er það? — Hann er orðinn hringjari, sagði konan og ljómaði af gleði. — Hvað faer hann fyrir það? — Ó, þetta er beztu kjör, sagði konan. Hann fær fimm pund á ári og ókeypis gröf. Tveir gamlir Skotar’ satu sam- an og reyktu. Að lokum sagði annar: — Það er ekki orðin mikil ánægja að þvi að reykja nu á dögum. — Hvað kemur til? spurði hinn. — Ef maður reykir sína eigin pípu, þá er það' allt of dýrt, en ef maður fær pípu kunningja síns þá er hún stífluð, svo að maður nær engum reyk úr henni. Farandsalar í Skotlandi voru að stofna með sér félag, og mark- mið' þess var að afnema þjórfé. Andrew Mclntyre var á stofn- fundinum, en lét sér fátt um finnast. Seinast sneri fundar- stjóri sér beint til hans og sagði: — Auðvitað verður þú með. Félagsgjaldið er ekki nema einn skildingur á ári. — Einn skildingur á ári! hróp- aðí Andrew. — Nei, þá vil ég heldur gefa þjórfé. ★ ★ ★ Menn voru að halda upp á af-. mæíi Burns og þar var heldur mikill gleðskapur. Þar drakk Jón hélzti mikið og kam ekki heim fyrr en undir morgun. En konan mátti ómögulega vita um, að hann hefði fengið sér svona rækilega í staupinu. Hann lædd- ist því ihn í svefnherbergið og afklæddi sig með mestu hægð. Og þegar því var lokið helt hann að allt hefði gengið vel og lagð- ist upp í rúmið'. En honum brá þegar konan ávarpaði hann: — Æ, Jón, fyrst þú fórst nú svona laglega að' þessu, þá er það synd og skömm að þú skulir fara með höfuðfatið upp í rúmið. l t alveg eins getur verið um almennt kvef eða aðra vírussjúkdóma að ræða. Meðan mænusóttarfaraldur geis- ar, eru allar mæður mjög hræddar ef börn þeirra verða eitthvað iasin, og halda að um mænusótt sé að ræða. En læknirinn gefur þeim tvö heilræði til þess að reyna að ganga úr skugga um hvort svo sé: Látið barnið setja hökuna niður í bringu. Látið það kyssa á hnéð á sér. Ef það getur hvort tveggja, þá eru mestar líkur til þess að það hafi ekki mænusótt. En ef það á eitthvað bágt með þetta, þá er sjálfsagt að vitja læknis undir eins. Dr. John F. Gummere, íorstjori „William Penn Charter School“ í Fíla- delfíu, helt nýlega ræðu um sérmennt- un og komst þá þannig að orði: „Ef scrfræðingur táknar mann, sem veit meira og meira um minna og minna, þangað til hann veit allt umsvoað segja ekkert, þá er um marga nútíma náms- menn að segja að þeir vita æ minna og minna um meira og meira, þangað til þeir vita bókstaflega ekki neitt um nokkurn skapaðan hlut.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.