Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 2
^ 118 * V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t 14 ágúst 1850, d. 28. des. 1910. Hún haíði þá gengið tíl feðra sinna fyrr en ég leit ljóa, svo að ekki var að undra, þótt ég væri lítt við- miðunarvís, þá er Gróu bar á góma hjá fullorðnum. Tveimur árum síðar horfir létta- snáði tíðum á mynd, er prýðir stofuvegg á bæ einum í landnámi Auðar djúpúðgu. Hún er forkost- ugleg að litagerð, saumuð með meistaralegu handbragði. Móðir dillar syni á hné sér. Ög þar sem ég stend eitt sinn fyrir framan mæðginin, spyr Herdís húsmóðir- in, hvort ég þekki Málmfríði saumakonu í Hólminum. Jú, hana þekkti ég. „En þú hefur náttúrlega ekki heyrt talað um hana Gróu?“ Víst hafði ég það, allir í Hólminum kánnast við hana, varð mér á orði. .,Ég var hjá henni vetrartíma og lærði að sauma“, sagði Herdís og var sem léttri straumkviku brigði fyrir í svipnum. Ég leit enn á myndina ......... Haustið eftir sátu Skógstrend- mgar í stofu ömmu minnar yfir svörtu kaffi með tári L „Þau eru orðin göraul þessi“, maelti einn bóndinn um leið og hann greip handfýlli i axlarfat granna síns. „Gdmul, víst eru þau gömul, þau eru að klifa á þriðja tugnum. Hún sveik aldrei saumstungan hennar Gróu.“ Sumardag standa ungir menn í ,krús“, haka og hjabka og moka sveittir upp í kerru. Suður og nið*- umndan blasir sváitin graen og sléttlend, en híð efra Stekkjar* brekkan með hvítum tjöldum og stórum skúr. Þar gengur um bekki fögur kona og hárprúð, komin yfir miðjan aldur. Hún er að létta sér upp frá saumaskapnum í Reykja- \dk. Þeir að sunnan segja, að hún saumi kvenna bezt. Þegar dagur er liðinn, labbar maður með hvítan lant ian í ákúi; og snikir sér kaffL Þ4 berst tahð oftar en sjaldnar norður yfir fjall og ma í Hóim. Hún hafði verið þar ung, setið í dyngju hjá Gróu og lært að sauma.----- Hið auða spjald barnsins skipar smámsaman myndreiti úr sögu konu, sem alhr í þorpinu ætluðust til að maður þekkti, ef á góma bar nafnið Gróa. II. Af Skólahólnum í Hólminum sér enn yfir mikinn hluta þorpsins. Við stöndum þar góðviðrisdag einn sumarið 1840. Hvað getur að líta? Sex torfbæi ásamt tveim kaup- mannshúsum úr timbri og tilheyr- andi verzlunar- og pakkhúsum. Lengra er landnámi í Stykkishólmi ekki komið. Minnsti bærinn blasir við okkur. Hann heitir Hnausa- kofatómthús. Þar býr þá Guðfinna, dóttir sé'ra Jóns Hjaltalíns á Breiða- bólsstað, kona fimmtug, og maður hennar, Bjarni Jónsson frá Hnaus- um, áttræður, og orðinn kararmaður. Bjarni frá Hnaueum hefur þá í langan aldur komið við sögu á Snæfellsnesi og með ýmsum haetti. Hjá honum fann Ásgrímur Helinaprestur síðustu galdraskræð- una undir Jökli, sem taiið er, að varðveitt hafi veríð til nytja. Báðir voru þá búsettir í Einarslóni. Ás- grímur kom skræðu þessari undir pott sinn í Lóní og reis af ævilöng óvinátta milii Bjarna og prests. Jafnframt var þá sleginn sá neisti, er óvildinm olii milii Ásgríras Hellnaprests og Jóns Espóiíns. En þótt Bjarni missti af teiknabók sínni, va*- honum ekki ðil kunn- átta úr minni, því að ekki þótti aldasla, þá er hann gamali maður gat seitt tíl sin í sæng hina vaénu prestsdóttur frá Bréiðabólsstað gegn vilja foreldra hennar og stærsta og voldugasta frændagarðs á Snæfellsnesi. Bjarni. deyr 22. marz 1841, og kveður þá síðasti fuiltrúi forneskj* unnar undír JðklL Áratug siðar setrt GÍ8ÍÍ Konráðssoa að í Breíða- firði, og eru þá enn á allra vörum sögur af Bjarna frá Hnausum. Þar komst því í feitt hnífur þess manns, er undi öUum verr lágkúru hvers- dagsviðburða, en mat hins vegar flestum betur fjölþrif og víxlspor náungans, svo að af mætti gera sögu. Hnausa-Bjarna þáttur Gísla Kon- ráðssonar er glöggt dæmi þess, hversu honum lét að semja reifara, þar sem hann notar munnmæla- sögur um Bjarna sem stiklur til þess að skila honum til okkar yfir ána sem magnaðri þjóðsagnaveru. Löngu eftir að Bjami er allur og Hnausakofatómthús niður brotið, en eftir stendur tóftin, dreymir jómfrú Margréti Kolbeinsen (son- ardóttir Jóns Kolbeinssonar kaup- manns), að hún er þar komin. Allt í einu hvérfa henni veggirnir og hún þykist stödd í kirkju og krjúpa fyrir framan altari. III. Víkur nú sögu tíl Eyrarsveitar. Hálfan annan áratug eftir miðja nítjándu öld búa þá að Neðri-Lá hjónin Margrét Lárusdóttir og Öavíð Bjamason. Þau höfðu kynnzt í Krossnesi, er þau Voru vinnuhjú hjá Kristíne Thorsteinsson, ekkju Árna sýslumanns. Þau flytjast það- ah hjón ásamt kornbami, er ber nafnið Gróa. Að Neðri-Lá flyzt einnig Guðfinna, föðuramma Gróu, en ekkja Bjarna frá Hnaus- um. Líða nú ár frara, unz Gróa et vaxin örðin, að hún missir foréldra sína svö til á sama árinu, en áður var gengin Guðfinha amma Éenn- ar. Kristine sýslumannsekkja í Krössnesi er þá enn á lífi liðlega sextug, og ræðst þá Gróa tii henrt- ar vinnukona. Sýslumannsfrúin var hannyrðakona mikil, og verður dvöl Gróu í Krossnesi benni dýr- mætur skóli. Vorið eftir. að ekkja Árna sýsiumanns fellur frá, eða 1870, yíirgei'ur Gróa fæðingar- ög æskusveit sína og á þangað ekki afturkvæmt. Bíða hennar nú á nassta leyti þau stxaumhvörf í lífi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.