Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 16
IX LESBÓK MORGUNBLAÐSEN S BRIDGE * 9 8 2, ¥ Á * Á G 7 5 * Á 9 8 4 2 A 10 7 4 ¥ G 6 5 3 2 ♦ 94 * G 6 3 AÁKDG65 ¥ K D 4 ♦ K 8 2 * 10 S sagði alslemm í spaða og V sló út LK. Saenhafi hefir 12 slagi vissa og 13. slaeinn getur hann fengið. ef hann „svínar" tigli. En hann borði ekki að eiga undir því og helt að hann mundi geta tromnað einn tígul. Hann tók því HÁ og síðan tvo slaei á tromn. Þar nsest tók hann á H K og H D, en fleveði þar i tíglum. Þá tók hann slagi á T Á og T K og síðan kom lágtígull og var trompaður í borði, — en A trompaði hærra og spiiið var tapað. S gat unnið á þann hátt, að trompa lauf í öðrum slag, slá svo út tveimur trompum, taka slag á H Á og tromoa lauf aftur. Síðan átti hann að slá út HK og trompa hann í borði, slá út laufi og trompa. Þetta var óhætt, vegna þess að hann vissi að seinasta tromnið var hjá A. Svo slær hann út trompi og þá er spilið unnið, því að L9 er frí og í hana fer tígull af hendi. A 3 ¥ 10 9 8 7 ♦ D 10 6 3 * K D 7 5 N V A S VTGFÚS ÞÓRARINSSON kanselliráð og sýslumaður, faðir Biama skálds Thorarensens, bjó að HHðarenda í Fljótshlíð. Sagt er að dóttur hans, er vér hyggjum Kristínu, hafi dreymt eitt sinn, að hann gengi úr stofu sinni til smiðju, sem hann gerði oft, því hann var hagur maður, og heyrðist hann hefja upp versið: „Nú vel í Herrans nafni“, og syngja fagur- legar en að vana, en hann var söng- maður góður, rétta síðan út höndina og syndist henni lýsa um héraðið. Hún saeði honum drauminn, en hann brosti við og mælti: „Er það svo, barn mitt?“ — Fáum dögum s*ðar, er var inn 13. dagur aorilis (1819), gekk hann til smiðju, og segja þá sumir að hann gengi út um skammt og mælti við mann einn, að gott væri þá veður fyrir Vestmannevinga. og hniei þá niður, en aðrir að hann felli á steðjann og and- aðist hann og hafði þá þrjá um sextugan. — (Árb. Esp.) ÞJÓÐSÖGITRNAR Ég minnist sunnlenzks kaunamanns, sem einn sumartíma var hjá foreldrum mínum. þegar ég var ofurlítill drengur. Ég minntist einu sinni £ grannleysi, svo hann heyrði, á Jón heitinn Ámason landsbókavörð. „Nú, þú átt við hann Jón, sem mesta svívirðing hefur gert íslenzkri alþýðu?" sagði kaupamaður- inn. — Ég var ekki svo fróður að vita, að sá Jón, sem ég hafði minnzt á, hefði gert íslenzkri alþýðu neina sví- virðing. „Er það ekki hann Þjóðsögu- Jón, sem þú ert að tala um?“ — „Jú, það er hann Jón Árnason, sem gaf út þióðsögurnar,“ sagði ég. — „Veiztu þá ekki drengur," sagði kaupamaðurinn, „að sá bölvaður samsetningur var tind- ur saman og prentaður bara til þess að sýna, hvað íslenzk alþýða sé vitlaus og gera henni til skammar, eins og þessa höfðingja og lærðu menn löngum langar til.“ (Einar H. Kvaran). SKRUGGITR SEM vf.drAttitboðar í suðaustan og útsunnanáttum á haustin og tíðlega á vetrum heyrast einstaka sinnum skruggur. Kalla menn það boði góðan vetur, heyrist það fyrir nýár, en vondan ef síðar. (Sóknarlýs. Sauðlauksdals 1840). MÝRA-BRODDGÖLTUR — Svo kallast Þetta dýr, en á máli vísinda nefnist það Echidna. Það er um 40 cm. langt og með volduga brodda sér til vamar. Trýnið er sivalt og engar tennur hefir það. Heimkynni þess em i inum miklu skógum í Ástralíu, Tasmaníu og Nýu Gíneu. Það er aðeins á ferli um nætur. Er það mjög einkennilegt bæði um útlit og lifnaðarháttu. Ekki elur það llif- andi afkvæmi, sem önnur dýr, heldur verpur eggi og ungar þvi út í kviðpoka, sem á þvi er. Þegar ungi er skriðinn úr egginu, lifir hann á því að sleikja hör- und móðurinnar inni í kviðpokanum, og seitlar þá úr þvi mjólk, en dýrið heflr enga spena. — Dýr það, sem sést hér á myndinnl, er nýlega komið tll dýra- garðsins í Kaupmannahöfn og þykir metfé.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.