Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 6
122 LESBÓK MQRGUNfci-AÐSINS JWTTFlfprjipncr Hinai líri^m evum afréðu Bretar að revna að koma í veg fyrir að annað eins slvs kæmi fvrir aftur. Og 1714 sam- þvkkti þingið hin svonefndu Önnu- lög (kenrd við önnu drottningu) og í 15. gr. þeirra laga var heitið 20.000 Sterlingspunda verðlaunum (það samsverar um 2 milljónum Sterlingspundíi nú) hverjum þeim, er gæti. fundið ráð til þess að reikna út lengdargráðu á sjó. Og þetta ráð var tímamælir, er svo væri nákvæmur. að honum skakk- aði ekki meira en 3 sekúndum á sólarhring. - Þá- hafði engum enn komið til huear að hæ?t væri að húa til svo nákvæman tím»mæli. Menn höfðu þá ekki aðra tímamæla en stunda- glös, eða klukkur þær, sem áður var lýet. Nefnd var skipuð til þess að taka viC uppfinmngum og greiða verð- launin, ef einhver sk>Tldi vinna til þeirra. Ekki voru það menn af Verri endanum, sem í nefndina voru skioaðir. Það var vfirflota- foringi Breta, fiármálaráðherrann, forseti neðri deildar þingsins, for- seti v-ísindafélacrsins. helzti stiörnu- fræðingur landsins, ýmsir flotafor- ingiar og prófessorar í stærðfræði. Nefnd þessi hlaut nafnið Lengdar- gráðunefnd og hún starfaði i rúm hundrað ár, eða frá 1714 til 1828. Hún varð þegar í upphafi „bitbein allra svikahrappa, skýaglópa, öfga- manna og vitfirringa“, eins og sagt var, þvi afi marga langaði í verð- launin En sá, sem leysti bessa þraut af höndum, var ungur trésmiðssonur í Yorkshire og gat, sér fvrir það auð fjár op ódauðlega frægð, en einnig heiðurinn af hví að hafa fyrstu.r manna la?t grundvöll að öryggi skipa á úthöfum. •k JOHN HARPJSON hét hann og var fæddur 1693, Þegar hann var 22 ára hafði hann smíðað fyrstu klukkuna eftir fyrirsögn, en upp úr því fór hann að fara sínar eigin götur. Árið 1726 hafði honum tek- izt að smíða klukku, sem gekk svo rétt, að ekki munaði nema einni sekúndu á mánuði. Þetta var nú betri árangur en krafizt hafði verið vegna verðlaunanna. En þessi klukka gat ekki komið til greina. Þetta var stór standklukka, með löngum dingli og lóðum. En fraeg- ur hollenzkur vísindamaður, Christ -ian Huygens, hafði áður sýnt fram á, að slíkar klukkur væri alveg gagnsiausar á hafi úti, nema blæa- logn væri, því að veltingur á skipi mundi trufla gang þeirra gjörsam- lega. Árið 1735 smíðaði Harrison fyrstu klukkuna, er komið gat til mála að notuð væri á sjó. Hún var ekki með dingli og hún var örugg gegn hitabreytingum og hreyfingar höfðu ekki áhrif á hana. En þetta tvennt, hitabreytingar og hreyfing, hefur löngum reynzt klukkum hættulegast. Fyrir þetta varð klukka bessi ið mesta ferlíki og vóg ekki minna en 72 pund. Samt lét nefndin setia hana í skip og fara revnsluför frá London til Lissabon. Ekki reyndist hún svo nákvæm sem til var skilið, en nefndin veitti Harrison 500 Sterlingspunda styrk til þess að halda áfram tilraunum sínum. Aðra klukkuna gerði Harrison 1739, en það fór á sömu leið með hana. Síðan vann hann í 17 ár að þriðiu klukkunni. Var það enn all- mikil vél, er hún var tilbúin, enda var Harrison ekki ánægður með hana. Og nú hafði líka komið á þverbrestir í samvinnu hans við nefndina. Sérstaklega var það út af því, að nefndin helt nú að bezta ráðið til þess að reikna út lengdar- gi-áðu væri að fylgjast með tungl- inu. Lagði nefndin því mikið kapp á að fá sem nákvæmastar tungl- töflur. Og vegna þess að í nefnd- inni voru eintóm stórmenni, en John Harrlson var „svo sem ekki neitt", þá var hér ójafn leikur. Harrison þóttist hafa fullnægt skil- yrðum nefndarinnar, en nefndin skellti skollevrum við því. Þá vendi Harrison kvæði sínu í kross. Hann hætti við hinár stóru klukkur og tók nú að smíða fjórðu klukkuna, sigurverkið, sem er frægasta úr veraldar. Því að þessi klukka var ekki annað en stórt úr, um fimm þumlungar í þvermál. Það var knúð áfram af fjöður og óróa, en um óróann sagði hertog- inn af Worcester: „Þessi hugvit- samlega snilli, að láta tönn grípa í aðra tönn og skila henni af sér á nákvæmlega réttum tíma til þess að geta gripið í þá næstu, er næsta óskiljanleg." ★ ÞAÐ var í apríl 1761 að Harrison krafðist þess að sigurverk sitt væri reynt um borð í skipi. Nefndin varð við því og valdi til þess herskipið „Deptford“. Það lét í haf frá Spit- head inn 18. nóvember 1761 og skyldi fyrst siglt til Madeira. Sonur Harrisons var með skipinu til eftir- lits. Á nfunda degi eftir að látið var úr hðfn, reiknuðu yfirmenn skips- ins út stöðu þess samkvæmt sinní aðferð og taldist hún vera 13 gráð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.