Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 3
pr LBSBðK MORGUNBLAÐSINS ^ ra hennar, sem upp frá því beina leið að ósi. Sumarið 1867 gerðist Lárus Þ. Blöndal sýslumaður Dalamanna og settist að á Staðarfelli. Kona hans var Kristín Ásgeirsdóttir frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Til þessara hjóna fluttist Gróa á vinnuhjúaskildaga 1870 og er með þeim tvö ár hin næstu. Madama Kristín var dverghög á allan saum svo að orð fór af um Dali og þá ekki síður í Húnaþingi, éftir að húft var flutt að Kornsá. Veittist Gróu nú hinn bezti kostur á að auka við vegnesti sitt frá Kross- nesi, enda lék henni allt í höndum, sem skærum og nál mátti við koma, þá er hún fór frá Staðarfelli, en þaðan fluttist hún ekki ein síns liðs. Meðal . vinnumanna Lárusar sýsiUmanns á Staðarfelli, þegar Gpóa kom þar, var Valentínus Oddsson, þá 28 ára. Móðurafi hans var Pétur, sonur Péturs Oddssonar i Höskuldsey, en í þeirrí ætt voru margir kunnir afla- og sæfara- menn. Móðuramfna Valentínusar var Valgerður Eínarsdóttir á Kóngsbakka í Helgafellssveit, ein kynsælasta formóðir á Snæfells- nesi á 19. öld, en börn hennar voru 22. Gróa og Valentínus felldu hugi saman og fluttust heítbundin til Hrappseyjar vorið 1872. Degi fyrir gamlársdag þetta ár, voru þau vígð saman í Dagverðarnes- kirk]u. Hin næshj ár eru þau ým- ist í Hrappsey eða Fagurey, en þaðah flytja þau til Stykkiahólms vorið 1877 með Ödd son sinft eiftan bama þá ársgamlan. Var þá 24 iveruhúsum fleira í Hólminum en verið hafði rösklega aldarfjórðungi áður, þá er Bjarni afi Gróu féll frá í Hnausakofatómthúsi. Gróa og Valentinus voru nú komin í þaftn afangastað, sem þau yfirgáfu ekki upp frá þvi Fyrsta árið sitt í Hólm- umn* voni þau í sambýli ineð madömu Guðrúnu Sveinbjarnar- dóttur, en hún var eitt af hinum mörgu börnum Sveinbjarnar Egils- sonar rektors. Madama Guðrún var í þann tíð ekki einungis fremsta hannyrðakona á Vestur- landi, heldur sennilega á öllu ís- landi. Eru enn varðveitt handverk eftir hana, sem votta um fádæma leikni og listsmekk. Gróa tók nú til óspilltra mála í Hólminum og gerðist ekki einungis saumakona þorpsins heldur jafn- framt flestra nærliggjandi sveita. Hjá henni voru í læri næstu þrjá áratugi fleiri og færri stúlkur úr þrem sýslum og báru meistara sín- um vitni um víða vegu, þá er ár liðu. IV. Á Þorláksmessu á sumri 1879 fæddist Gróu og Valentínusi dótt- ir, er nefnd var Málmfríður. Sum- arið fyrir höfðu tóttarbrot þau, sem eítir stóðu af Hnausakofa- tómthúsi, verið jöfnuð við jörðu, en upp reis á sama stað kirkja sú i Stykkishólmi, sem enn stendur þar. Sveinn, bróðir Björns Jóns- sonar ráðherra, stjórnaði smíðinni, en aðrar framkvæmdir annaðist Daníel Thorlacius. Fimmtán árum síðar fluttist séra Sigurður Gunn- arsson til Stykkishólms, og á veg- um hans Magnús Þórarinsson, Austfirðingur að ætt, móðurbróð- ir Gunnars Gunnarssonar skálds. Hann fór ekki erindisleysu til Stykkishólms, því að hann festi sér þar unga og glæsilega stúlku, Jór- unni, dóttur Daníels Thorlaciusar Magnús ílentist elíki f Hólminum að þessu sinni, og engan grunaði, að koma hans þangað ætti eftir að valda örlagaskilum í lífi Málmfrið- ar Valentínusdóttur. Snemma lærði Málmfríður sauma hiá móður sinni og þótti kippa i kynið. Þær mæðgur munu *kki hafá litið alla hluti í saftia Ijósi og stundura tekið í hnúka hja þeim, þá er þeim sinnaðist, því að báðar voru geðríkar og fastar fyrir, ef þær neyttu kappa. Þegar Málmfríður var lögveðja, hugðist hún hleypa heimdraganum, en móðir hennar sparn gegn og vildi hana ekki heiman fara. Hafði Málmfríður fá orð um og umsvif engin, en gekk á fund Lárusar H. Bjaraason sýslumanns pg innti eft- ir, hvort hún hefði ekki aldur til að vista sig, þar sem henni litist Fékk hún greið svör híjá Lárusi og hafði von bráðar rájiiS.- sig. .vestur í Rauðseyjar. Reyndist .hún haan- hleypa við öll störf . og viídu hana í vist til sín miklu fleiri en fengu. Þá er hún kom aftur úr eyj.ura, dvaldist hún um hríð. með foreldr- um sínum, en árið 1902 gerist hún vinnukona hjá Oddi bróður sínum, sem þá var kvæntur pg setztur .að í Teitsbæ. Þetta sama ,ár fluttiíd, til Stykkishólms norðan af Langanesi Magnúfl Þórarinsson og Jónpui Thoriacius. Hafði haruij keypt skipaeign Bjarna Jóhannssonar og hugði til mikillar útgerðgr og at- hafna. Með Magnúsi komu vinnu- hju að norðan, og meöal þeirra var ungur maður, Hálfdán Eiríksscm að nafni, ættaður a| Langánes- ströndum. Hálfu öðru ári síðar, eða 29. desember 1903, giftust Málm- fríður og Hálfdán, og bjuggu í Stykkishólmi rösklega fjörutíu ár. V. T . . .. . : Tveir axatugir tuttugustu. aídaf eru liðnir og yfir í |íöf ðahverfi.. í Stykkishólmi eru að Íeik'. hama^ bai'nabarnabörn Guðiinftu og Bjarna í Hnausakoíatómthú&i. Málmfríður og Hálfdán . eiga sjö syni, sumir eru svo vaxnir úr grasi, að þeir eru horfnir áð heiman. Barnagáski Höfðhverfinga er und- irförulslaus. Anna í Höfða*) er ‘)Ðó(Ur Gudmundax hroður Stg- urðar Þóiólfssouar skoiSstjórá, Þör* gerðar Sigurðardóttur. Hán--varð-síðár koöa Sigurðar WagnúEsoíiax" kenmra, en lézt árið 1939,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.