Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12» hvnrttvpppjndrnttning og kóngur í því ríki. Hún kanrt svör við öllum levndar- dómum, er í senn orðheppin og skotviss. stórgeðja og stjórnsöm, en mildJ ijUirtajÐg ofan á þetta bæt- ist, al5 4tún er ikáld hverfisins. Við Silfurgötu er líka barnahópur, en yfir honum er engin reisn, þar er herinn höfy.ðíatus, þar á enginn orð- skeyti á v*ör og þar er ekkert skáld. Fyrir rpér er þ>að sama og utan- landsreisa komast um stund úr andrúmslpfti Silfurgötunnar og yf- ir OHöfðahverfi. Og dag nokkurn, þegar maðUr, ér þangað kominn eius og útJéndingur, heyrist sungið við raust: Látið akki’ illa litlu flón, ieikinn stillíð sanna: Guðmundur, Héðinn, Gunnar, Jón, Grómundur, Kalli’ og Svanna. Þetta ;-þétti yndisleg vísa, og barst fjarr en varði í öll hverfi þorpsins og var sungin eða kveðin, ýmist á sléða eða skíðum, eða á jullu úti á höfn. Fyrir atbeina Kalla er ég leidd- ur í hús Málmfríðar og Hálfdáns. Yfir útidyrum er fjöl útskorin, og þar les ég nafnið Gróustaðir. Um mig allan seitlar respektarkennd, ég hneigi höfuð og geng inn. Þar er saumavél stígin, ýmist ótt eða settlega, og fatið hreyft af fimvísi eins ag saumur á að leggjast. Kringum .Málmfríði er dvngja af fatnaði, gömlum en hreinum. Það á að.húa til minni flík úr stærri, sníða og bæta eða koma nýjum dúk í buxur eða jakka. Hún tekur mér og Kalla syni sínum glaðlega, en hjólið snýst á vélinni og þarf að snúast, svo að hún segir okkur að grípa spil eða gera okkur annað til yndis. Allir í þorpinu vita, að Málmfríður kann ekki að segja nei, þegar til hennar er komið með eitthvað, sem þarf að fara í vél eða undir skæraburð. Hjólið snýst lang- an dag, oft eftir sólsetur og fyrr Málmfriður Valentinusdóttir en birtir á austurhimni. Málm- fríður á gaddasvipu á hina óttalegu skepnu, jólaköttinn. Fyrir hennar atbeina gistir hann miklu færri heimili en ella. Ung andlit dylja ekki svip gleði og sigurs yfír því að vera komin í ný föt upp úr gömlum af pabba eða afa. VI. Maímorgun bjartan og heitan ár- ið 1931 stíg ég á land á Siglufirði fvrsta sinni. Ég er farþegi á „Drottningunni' og á leið til Evja- fjarðar. Ég ráfa um og kem ekki auga á neinn, sem ég þekki. En svo kemur Kalli eins og af himnum ofan, heiðrænn og þelhlýr, senn vaxinn maður, og ætlar að fara að læra að stíga ölduna. Hann hafði veríð í Menntaskóla Akurevrar um veturinn. — Ég goggaði fisk og dró línu á Pálma frá Hrísey um sumarið, ýmist vestur á Skaga- grunni, úti á Grímseyjarnöfum eða austur á Skjálfanda. Kalli gerði slíkt hið sama á sínum Siglufjarð- arbát. — Árin líða og ungir menn horfa geiglausir til framtíðar. En svo bregður sumri, og það er dökkni í skýjum. Ég geng suður Þingholtsstræti órór í huga og hnípinn. Kalli liggur í rúmi sínu á efri hæð Farsóttarhússins. Yfir honum er ekki haustdrungi, hann er léttur í skapi og kvikur í tali rétt eins og hann væri að halda af stað í róður í sumarljóma norð- ur á Nafir. — Síðan nokkrar heim- sóknarferðir að Vífilsstöðum. Einn dag stendur maður svo niður á hafnarbakka. Spihð fer í gang, bóman sveiflast út fyrir borðstokk- inn, krók er fest í taugaraugu og upp lyftist kista sveipuð íslenzkum fána. Ég reyni að verjast viðkvæmn isviprum. Þessi varð þá hinzta sigling þess manns, af kyni hinna fornu sæfaramanna í Höskuldsey, er ég hafði trúað að mundi stýra dýrstum knerri og stærstum undir fána íslands. — Grómundur, sonur Málmfríðar, gistir einnig Vífilsstaðahæli og er allur eigi miklu síðar en Karl. Þannig eru blóm hennar kurluð niður í hásumartíð. Hún fékkst ekki til um mikinn harm, steig að- eins fastar á fótafjölina og nálin tifaði tíðar. VII. Haust eitt er ég fluttur í Hafn- arfjörð. Málmfríður er þá setzt þar að og býr í húsi gegnt mér handan við götuna. Enn á margur leið til hennar með gamla flík og efni í nýtt fat, enn hefur hún ekki lært að synja náunganum né hirða um prísa og enn dynja svipuhögg á skrokk jólakattar. Hálfáttræð tekur hún daginn snemma sem ung væri, hleypur við fót, ef hún bregður sér út og snýst fjaslaus og óskelfd við voveiflegum tíðindum. — Árla morguns stendur hún up<p frá vél- inni og ætlar út erinda, fellur á eggsléttu gólfinu, svo að brákast mjöðm. Leiðin liggur í Landspítal- ann. Að morgni þess 5. febr. síðastl. hringir síminn. Mér er sagt, að hjartað hafi bilað. Hjólið snýst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.