Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 1
10. tbl. XXXI. árg. Sunnudagur 11. marz 1956 Séra BjÖrn 0, Björnsson: Hverjum vetnissprengjan glymur Kaíli úr stólræðu, sem flutt var í dómkirkjunni í Reykjavík ^ SÍÐUSTU árum hefir himin- tungl nokkurt verið að færast upp fyrir sjóndeildarhringinn hér á jörð og er tekið að vofa yfir höfði þjóða líkt og sverð í þræði. Hætt er við, að enn hækki það og að svo fari, að héðan af, svo langt sem dagar vestrænnar menningar ná, verði lífinu hér á jörð — eink- um í Norðurálfu, Norður-Ameríku og Austur-Asíu — lifað undir æg- ishjálmi þessa tákns, sem ekkert fordæmi á sér í mannkynssögunni og er svo kröftum hlaðið, að jafn- vel vitundin einber um tilveru þess — möguleikann á, að kraftar þess verði leystir úr læðingi — hlýtur að hafa óumræðilega mikil áhrif á mannkynið allt — áhrif, er enginn getur haft hugmynd um, hversu víða muni dreifa sér, hversu djúpt læsast, og valda óút- reiknanlegustu afleiðingum í ófyr- irsjáanlegustu efnum. Feiknstafur þessi er nefndur vetnissprengjan. Svo er nú komið, að eyðingar- tæki mannanna til notkunar í stvrj- öld eru orðin með þeim kröftum, að ekki er við annað samanber- andi en ranghverfu sköpunarkraft- anna sjálfra — ef svo mætti að orði kveða —, enda náskylt þeim að því undanteknu, að andann vantar — nema ef vera skyldi, að fjandinn væri þar í andans stað. Er þess skemmzt að minnast, að blöð og útvarp hafa ekki um annað fjallað fremur, síðustu árin, í fréttum sínum, en vetnissprengj- una og þýðingu hennar fyrir ríki og þjóðir, einstaklinga og mann- kynið allt, gervallt lífið á jafnvel öllu yfirborði jarðar. Tæki þetta er slíkt, að dómi forystumanna ríkjanna og vísindanna, að úr því svo er komið, að það er til orðið Björn O. Björnsson í þeim mæli, sem fyrirsjáanlegur er eftir fáein ár — að óbreyttri þróunarstefnunni — þá sé ekki um að gera fyrir ríkin, stórveldin, nema annað af tvennu: Halda friði eða — að öðrum kosti — verði ger- eydd flest eða öll helztu menning- arsvæði heimsins, en líklegast allt líf á jörðinni undirlagt afskræm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.