Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Side 2
150 '
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
andi uppdráttarsýki, stafandi af
geislaverkunum frá vetnis- og öðr-
um kjarnorku-sprengingum,
Þið segið nú, kæru áheyrendur,
e. t. v. sem svo, að úr því um svo
ójafna kosti sé að velja, þurfi varla
að kvíða. Engum óbrjáluðum
manni detti í hug að kjósa alls-
herjar eyðingu fremur en friðinn.
Og þetta hafa auðvitað ýmsir sagt.
En: Finnst ykkur í raun og veru
sem létt hafi þungum steini af
brjósti heimsins við tilkomu vetn-
isspréngjunnar? Kannist þið ekk-
ert við, að stórveldi hafi dylgjað
neitt dólgslega með kjarnorkuvopn
sín allra síðustu árin? Finnst ykkur
það mjög ótrúlegt, að jafnvel ein-
ber vitundin um vetnissprengjur í
fórum óvinveittra stórvelda geti
nagað rætur Yggdrasils — lífsmeið
ar þjóðanna — mannkynsins? Ekki
svo sem að Ratatosk vanti heldur
hér til að bera á milli óvildarorð-
in, ala á tortryggni, öfund, ótta —
hættulegustu ófriðarkveikjunni,
sem til er. Já, hver veit, hvað nag-
andi vitundin imi vetnissprengjur
i ovildarríkis umráðum getur
veiklað og sýkt sálir þjóðanna? Og
hver veit, hverju sálsjúkur og
svefnlaus maður, kannski di’ukk-
inn af áfengi eða svefnlyfjum eða
eiturnautnameðölum, kann að taka
upp á — enda þótt þjóðarleiðtogi
eigi að heita —, þegar örlögin hafa
ieitt skipið, sem hann á að stýra,
svo sem í úfna röst eða eyjaklasa
með grynningum og sterkum sjáv-
arfallastraumi? — Svo að ekki sé
minnst á margvíslega mistaka-
hættu...
Tilvist vetníssprengj unnar feiur
i sér svo yfirtaks-hræðilega ógnun
við þjóðir og einstaklinga, mann-
kynið alit. að allsgáður maður
lilýtur að sjá í hendi sér, að nú er
ekki nema um tvennt að gera:
Duga — eða — deyja ella ...
[Hér er felldur niður kafli]
Raunverulega er aðeins um tvo
kosti að velja fyrir mannkynið:
Gereyðingu — eða — afdráttar-
laust afturhvarf frá rfkjandi Hel-
stefnu. Gereyðingin er svo yfir-
vofandi — þó að vitanléga geti
nokkur dregizt á langinn — og þá
væntanlega samfara andlegri visn-
un eða trénun þjóðanna —, að ekki
þarf að láta sér detta í hug, að
nein málamiðlun komi að haldi, —
enda er hin yfirvofandi gereyð-
ingarhætta bein og óhjákvæmileg
afleiðing hinnar ríkjandi stefnu —
ekki einungis né sérstaklega í
stjórnmálum, heldur í viðhorfi
mannkynsins við lífinu yfirleitt.
Ekki svo að skilja, að menn séu
endilega verri í sér en áður var,
— þó að sú andlega afmenntun,
sem ég vék að áðan,* sé auðvitað
óumræðileg skemmd á mönnum og
þjóðum, lífi þeirra og afkomu, og
auki að sama skapi hina hnatt-
rænu hættu okkar daga.
Það, sem gerir að verkum. að
ekki er um neina von að ræða fvr-
ir mannkyninu. nema snúið sé ger-
samlega frá rikjandi stefnu og önn-
ur, henni óskyld, upp tekin, er ekki
beinlínis það. að mennirnir hal'i
versnað, heldur hitt, að þróunar-
ferli mannkynssögunnar er þar
komið, að það lífernissjónarmið —
sjónarmið manndýrsins, gæti mað-
ur sagt —, sera fram að þessu hefir
verið. fyrst: sjálísagt og óhjá-
kvæmilegt; síðan seinustu árþús
undin: óheppilegt og truflandi; það
er nú orðið aigerlega banvænt —
vegna þess sem sé, að það getur
alls ekki samræmst þeirri háþróun
vísinda og tækni, sem orðin er
hlutskipti mannkynsins og hefir
verið svo ákaflega eftirsótt og
dýrkuð undir nafninu „framfar-
irnar“. Þetta eðli „framiaranna“ i
háþróun er síður en svo neitt ilit
i sjálfu sér. „Þetta hlaut að koma.“
En — þá er þessu þróunarstigi er
náð, er mannkynið komið að tima-
mótum í sögu sinni. Hið ríkiandi
* 1 kaflanum, sexn úr var felldur.
lífemíssjónarmið er þé orðið úrelt
Og þá vís dauðí framundan, ef á
því stendur að hafna því gersam-
lega og taka upp annað, sem á við
hin gerbreyttu lífsskilyrði...
Mannkyn, sem myndað hefir sér
svo fullkomin vísindi og svo full-
komna tækni, að það er m. a. orðið
fært um að stari'a með sjáifum
undirstöðukröftum hinnar sýnilegu
tilveru, — slíkt mannkyn hefir
fengið í hendur þann eld, sem það
er ekki færara um að fara með en
óvita barn venjulegan eld, — nema
— nema — nema það hafi gengist
til allshugar hlýðni við æðsta boð-
orð lífsins — kærleikann. Og m.a.s.
dugar það varla til, út af fyrir
sig. Því á þessu háþróunarstigi
menningarinnaa- er stjóm raannfé-
iaganna og viðskipti þeirra inn-
byrðis svo margþætt, viðkvæm,
flókin og vandasöm, að mannlegir
sáiarkraftar hrökkva skaramt til að
ráða fram úr því: Allt rekst hvað
á annars horn — allt lendir í
ósundurgreíðanlegri flækju —
vandamálin verða svo stór, að ofur-
efíi verður jafnt mannlegum
skapsmunum sem mannlegum vits-
munum, — nema æðri stjórnar
njóti við. Maðurinn verður. úr þvi
þessu stigi þróunarferils hans er
náð, að njóta guðiegrar upplýsing-
ar og guðiegrar handleiðslu og
guðlegrar iíísmagnanar i ríkara.
almennara, afdi'áttarlausara mæli
en nokkuru sinni fyrr í sögu sinni
— i stað þess að hann hefir, eins
og óvita krakki, hrifizt svo af leik-
föngum sinum þægindatækninni og
ofbeldistækninm,, að hann heiir
slegið aiveg slöku við samband sitt
við Guð — skapara, viðhaldara.
stjórnara, fullkomnara alls —
Hann, sem er Faðir alls. !ífs-
ins er, og hefir kunngert það mann-
kyninu í lífi og dauða. upprisu og
heilags anda áhrifum bezta og
fuilkomnasta mannsins, sem fæðst
hefir á þessari jörð; svo og að
meimirnir verði að igera að nota