Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 153 Regndansinn (Málverk eftir Indíána). stéttin, sem fer með alla helga gripi, fylgist með tímatalinu til þess að sjá um að hátíðir sé haldn- ar í réttan tíma, flytja bænir og dansa. Svo er sú stétt manna, sem tekur á sig guðagerfi; hún á líka að sjá um að hátíðir sé haldnar í réttan tíma, en aðalhátíð hennar er um miðsvetrarleytið og nefnist Shalako. Svo er læknastéttin, sem á að sjá um heilsu manna og held- ur eina hátíð á ári til þess að heilsufar haldist gott. Þetta eru þrjár helztu stéttirnar og sú fjórða er hermannastéttin. Prestastéttin er göfugust, en skiítist þó í tvo flokka eftir virðingum. Oft er sami' maður í öllum þremur fyrstnefndu stéttunum. Prestarnir eru helgir menn, og ein aðalskylda þeirra er, að þeir mega aldrei reiðast. Þeir dæma um galdramál, en hafa þó ekkert framkvæmdavald. Næst prestastéttinni kemur goða- stéttin, eða þeir menn, sem taka á sig gerfi goðanna. Þeir eru í mestu áliti. Þeir eru kallaðir „kachina“, og úr þeirra hópi eru svo valdir „kachina“-prestar og eru æðstir í hinum yfirnáttúrlega heimi. ♦♦♦ HJÓNABAND og hjónaskilnaður er talið einkamál. Ef pilti lízt á stúlku, fer hann heim til iöður hennar og biður hennar. Hún er þá látin svara fyrir sig sjálf, og taki hún bónorðinu, eru þau látin hátta saman og morgunin eftir þvær hún höfuð piltsins. Eftir fjóra daga fer hún í beztu föt sin og færir móður hans stóra körfu fulla af hveiti. Þetta er öll við- höfnin og það vekur ekkert umtal, þau eru orðin hjón og það er allt og sumt. Ef þeim kemur svo ekki saman, þá er auðvelt að skiija. Vilji konan losna við mann sinn, ber hmi muni hans út fyrir dyr. Og þegar hann kemur heim, ser hann hvermg konnð er, tekur muni sína og fer heim til móður sinnar. Hér er það móðurættin, sem ríkir á heimilunum. Amman og systur hennar, dætur hennar og dætur þeirra, eiga húsið og matarforð- ann. Þær eru allar um eitt mál, og það breytir engu þótt einhver þeirra taki bónda sinn á heimilið. Hann ræður engu þar. Mágar hans, þótt giftir sé í aðrar ættir, eru kvaddir til skrafs og ráðagerða, en ekki hann. Aftur á móti fer hann heim til móður sinnar, ef þar skal ráðið einhverjum ráðum, og þar á hann athvarf ef illa fer, ef konan skilur við hann eða deyr. Hann hefur alltaf meiri réttindi á heirn- ih móður sinnar, eða systur, held- ur en hann hefur á sínu eigin heimih, þangað til börn hans eru uppkomin, en þá fær hann þar nokkur aukin rettindi sem faðir. ♦♦♦ ÁÐUR en hvítir menn komu til Ameríku höfðu Indíánar í Mexikó og á sléttunum í Bandaríkjunum komizt upp á að brugga áfenga drykki úr jurtum. Það gerðu Zuni- menn aldrei. Þeir fyrirlitu þann sið, að menn skyldi svifta sig ráði og rænu. Þess vegna hafa þeir og komizt hja því boh, sem vnski hefur leitt yfir aðra þjóðflokka Indíána. Þeir sáu þegar hvernig það fór með nágrannaþjóðflokkaíia,' og' þá ákváðu öldungar Zuni, að enginn maður af þeirra kyni skýldi látk þann drykk inn fyrir sínar varir. Því boðorði heíur verið fylgt, e'kki vegna þess að það væri lagaboð, heldur vegna hins að það er heilræði. i'ilIlJÍV.' 'ii’ i ♦♦♦ DANSINN þeirra Zuni-manna er ekki til þess að koma sér í tryll- ing, eins og er hjá flestum öðrum frumstæðum þjóðum. Dansinum fylgir alvara, með honum ætla þeir sér að ná sambandi við náttúru- öflin. Dansinn er hægur, en þeir stiga þungt til jarðar allir i senn og þyrla upp ryki, sem verður að skýum og úr skýunum kemur regn. Ef þa rignir undir eins, eru þeir glaðir, því að þá vita þeir að fram- ferði þeirra er guðunum þóknan- legt. Það er staðfesting á því að dansinn hafi náð tilgangi sínum. Stundum dansa þeir líka til þess að örva gróður jarðar, og það gera þeir með því að láta fótatakið ber- ast alla leið að innsta kjarna jarð- arinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.