Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 7
LESBÓ.K MORGUNBLAÐSIN? 155 allt og hætti að umgangast stúlk- una.“ Þetta einfalda ráð dugði, en ekkert orð var sagt og engin illindi urðu út af þessu. ♦♦♦ i ÞEGAR einhver deyr vekur það auðvitað sorg og söknuð hjá Zuni- mönnum eins og annars staðar, En þeir revna að draga úr því eins og hægt er. og útfararsiðir eru þar rnjög fábrotnir. Hér er þó hætta á ferðum, því að inn framliðni, hvort sem það er karl eða kona, leitast við að fá maka sinn til sín. Ef makinn syrgir mjög, er hættan enn meiri. Hans er því vandlega gætt og í fjóra daga verður hann að vera einangraður og má ekki tala við neinn mann, en hann á að ganga á hverjum degi út fyrir þorpið og dreifa þar dökku mjöli með vinstri hendi „til þess að af- stýra hættunni“ og skilja algjör- lega á milli sín og ins framliðna. Og þá er sorgartíminn liðinn, hinn framliðni er horfinn og gleymdur. Sjálfsmorð eru óþekkt meðal Zuni-manna. Ef þeim er sagt frá því að slíkt sé algengt meðal hvítra manna, þá brosa þeir. Það eru skrítnir siðir, sem þessir hvítu menn hafa, en þessi siður er þó kátlegastur af öllu! ♦♦♦ ZUNI-MENN álíta ekki tilveruna baráttu milli góðra og vondra aíla. í þeirra augum eiga yfirnáttúrleg völd ekkert sökótt við mennina. Þau eru mönnum lík. Ef menn hafa gaman af dansi, þá hafa goðin einnig yndi af honum. Þess vegna taka þeir á sig goðagerfi, er þeir ganga í dans. og á þann hátt þykj- ast þeir láta goðin sjálf taka þátt í dansinum. Galdur er ekki talinn frá hinum illa, en hann er hættu- legur þeim, sem með fara, vegna þess að þeir geta ekki látið af hon- um að sjálfsdáðum. Galdurinn hef- ur náð valdi á þeim, og sá er ekki maður sem er öðrum eða einhverju háður. Zuni-menn hta ekki á tilveruna sem kapphlaup milli lífs og dauða. Lífið er alltaf til, og dauðinn er alltaf til. Dauðinn er ekki endalok lífsins. Lífið heldur áfram enda- laust. Og það er um að gera að það sé í samræmi \nð alheimslífið. Þeir telja guðina ekki neina harðstjóra, heldur segja þeir í bænum símirn til þeirra: „Við skulum vera eitt.“ Þeir biðja um að andi guðs sé í sér, og þegar þeir sé sameinaðir, þá hljóti al11 r.ð fara -vel. Þeir beygja sig ekki fyrir stjórn guðs, fremur en ma: na, en þeir vilja hafa samvinini yið hann. »*>sxr>o Kussn var vel synd A ÁRINir som k ifi fiérði miklar stór- rigninuar í Queensland í Ástralíu og urðu sums staóar af stórflóð, sem ollu miklu tjóni. Bóndi nokkur, sem C. O’Doanel! beitir, bjó á árbakka, og flæddi ái.i ; fír allt land hans, eyði- lagði akra, sópaði burt jarðvegi og gerði aðrar skráveifur. Meðal annars lenti ein af kúnum hans í flóðinu. Það var svört belja, tvævetur. Hún synti rösklega og barst með straumnum yfir ána, en þar voru háir bakkar, svo að hún komst ekki á land. Hrakti hana svo undan straumi niður alla á og á haf út. Bjóst bóndi ekki við því að sjá hana nokkuru sinni framar, því að þarna er fullt af hákörlum alveg upp að flæðarmáli. Það var svo sem auðvitað að þeir mundu gera sér gott af kúnni. Um 43 km. út af strönd Queensland er skerjagarður mikill, sem nefnist „Great Barrier Reef“ og eru þar nokkrar smáeyar umkringdar kóralla- rifum, Ein þeirra heitir Lindemann ey og er grösug og græn. Og nú skeði það á þessari ey, daginn eftir að kussa lenti í flóðinu, að hún skilar sér þar 6 land. Hafði hún þá synt alla þessa vegarlengtL Var hún að vísu mjög þreytt, en ekkert sé á henni að öðru leytL til GISLA JÓNSSONAR GÍSLI JÓNSSON, ritstjóri 'l'íma- rits ÞjóðræknLsfélagsins, átti 30 ára afmæli 9. íebr. s. !. Þá sendi skáldkonan honum þetta kvæði. Gísli hefir um langt skeið verið einn af mestu frömuðum ís- lenzkrar menningar vestan hafs, ritar manna bezt og er skáld. Hann er bróðir Einars Páls Jóns- sonar ritstjóra Lögbergs, ★ Dríf eg draumfley tnltt í dögun austur hlaðlð hjývlðri og helllaóskum! — Hrein rnjöll hjúpar fold en heiðrikt yfir. Legg ég Ijóðabréf hjá luktum dyrum: „Velja vinir þér vordags kveðjur! Fjarlægt frændaliff fagnar með þér! Skíni röðull skært svo skelfist Þorri! — Endist aftanskin unz ársól ljómar!“ Þér varð létt til ljóðs og listrænt jafnan. Svlfi söngrödd þín var sælt að hlýða. — Hugur hrifinn flaug „hefm á Þórsmörk“, eða eirðarlaus „út í Máney". Vitja vinir þín í vöku og draumi mætan merkisdag minninganna. Þakka Ijóð og lag á langri vegferð. — Endist aftanskin unz ársól lýsir! JAKOBÍNA JOHNSON Saattle, Washington.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.