Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
157
Fleiðurs-
’élagar
i'arðar:
Sigurður
Kristjáns-
»on, Ragnar
áárusson,
Birgir
Kjaran og
Valdimar
Dlafsson
Níu ára drengur í Reykjavík var að
leika sér að því að bregða um háls
sér enda á þvottastagi, sem hekk nið-
ur af hússvölum, og varð þetta til þess
að hann hengdist í staginu og var lát-
inn er að var komið (24.)
BÍLSLYS
Fjögurra ára drengur varð fyrir bíl
í Reykjavik og meiddist mikið á fæti
(12.)
Harður bílaárekstur varð í Keflavík
og slasaðist einn maður (5.)
Strætisvagn og fólksbíll rákust á í
miðbænum í Reykjavík og skemmdust
báðir mikið, en fólk sakaði ekki (18.)
Maður á reiðhjóli varð fyrir bíl í
Reykjavík og meiddist mikið (19.)
Sjö ára drengur í Reykjavík varð
fyrir bíl og meiddist á fæti (22.)
Öldruð kona varð fyrir bíl í Reykja-
vík og lærbrotnaði (26.)
9. Frú Kristbjörg Jónsdóttir, Súg-
andafirði.
12. Páll Friðfinnsson, Dalvík.
12. Ólafur Bjarnason starfsm. Ríkis-
prentsmiðjunnar, Reykjavík.
12. Sara Benediktsdóttir, Hótel
Stokkseyri.
14. Frú Karólína Sveinsdóttir, Rvík.
14. Frú Jóhanna Helgadóttir, Minni
Völlum, Landi.
16. Guðlaugur Hansson fyrrv. bæar-
fulltrúi, Vestmanneyum.
23. Þórður Bjarnason kaupmaður frá
Reykhólum.
23. Grímur Einarsson verslunarm. frá
Borg á Mýrum.
25. Magnús Þorkelsson, húsasmíða-
meistari, Reykjavík.
28. J. Bjarni Pétursson, verksmiðju-
eigandi, Reykjavik.
SLYSFARIR
Tveir ungir menn, Jon Erlendsson
26 ára og Jón Ólafsson 21 árs, hurfu
í Keflavík (1.) Þrátt fyrir míkla leit
fundust þeir ekki og ætla menn að þeir
muni hafa farið út á sjó á bátkænu og
drukknað (2.)
V.b. Frosti frá Vestmanneyum varð
að hleypa á land á Rangársandi í of-
viðrinu mikla inn 1. Menn björguðust
(3.), og báturinn náðist út lítt skemmd-
ur seinna i mánuðinum.
Snjóflóð fell skammt frá Örlygshöfn
og kom á dráttarvél, sem var á ferð
eftir veginum. Þrír menn voru á drátt-
arvélinni og fóru á kaf i snjóflóðið,
en gátu grafið sig upp úr því og voru
ómeiddir (5.)
V.b. Hólmaborg frá Eskifirði lagði á
stað til Englands til þess að fá sér nýa
vél, lenti í ofviðrinu í byrjun mánað-
arins og hvarf. Var hans leitað af flug-
vélum og skipum í viku, en fannst
ekki. Á bátnum voru fjórir menn, Jens
Jensen skipstjóri, Vilhelm sonur hans
og Sigurður Jónasson, allir frá Eski-
firði, en fjórði maðurinn, Herbert
Þórðarson stýrimaður, var frá Nes-
kaupstað (9.)
Herflugvél frá Keflavíkurflugvelli
týndist og fórust með henni þrír
menn (10.)
Lítil flugvél fórst á Holtavörðuheiði.
Flugmaðurinn, Sveinn Eiríksson, beið
bana. Hann var starfsmaður hjá Flug-
félagi íslands (14.)
ELDSVOÐAR
Bærinn Sakka í Svarfaðardal brann
til kaldra kola og varð litlu bjargað
af innanstokksmunum (2.)
Eldur kom upp um nótt í v.b. Stjörnu,
er lá við bryggju í Hafnarfirði. Menn
sem sváfu um borð, björguðust, en einn
brenndist nokkuð á hendi. Allmiklar
skemmdir urðu á bátnum (2.)
Eldur kom upp í bænum Vindhæli
í Skagafirði, og urðu þar miklar
skemmdir en bóndinn brendist á andliti
og höndum (10.)
Brann íbúðarhús á Svaríhóli í Geira-
dal. Fólk bjargaðist, en engu varð
bjargað áf innanstokksmunum (18.)
Bærinn Blikalón á Melrakkasléttu
brann til kaldra kola um miðjan dag.
I Kreml
þegar Petur
Thorsteins-
son aíhenti
ambassa-
dör skilríki
sín. í miðju
sitja hann
og Voroslii-
lov forseti
Raðstjórn-
arrikjanna