Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
HEILINN
GREIN þessi er útdráttur úr bók,
er nefnist „Man’s Emerging Mind“
og er eftir Norman J. Berrill pró-
fessor við McGill háskólann í
Bandarík j unum.
JJEILINN í manninum er furðu-
lega stór, um þrjú pund að
meðaltali nú á dögum, eða um
1400 teningssentimetrar að rúm-
máli, eins og venjulega er talið.
En stærð heilans eða þyngd hans
er ekki öruggur mælikvarði á
gáfur manna. Heilinn í Cuvier var
rúmlega 1800 teningssentimetrar,
eða nær pundi þyngri en venjulegt
er. En heilinn í Anatole France
var aðeins 1100 teningssentimetrar,
hálfu pundi léttari en meðaltal, og
var þó Anatole France einn af
skarpgáfuðustu mönnum. Það er
erfitt að dæma um hvor heilinn
var betri í þessum tveimur mönn-
um, því að þeir voru svo ólíkir.
Cuvier hafði miklu betra minni,
og það er enginn efi á því að minn-
ingar þurfa sitt rúm eins og hvað
annað sem geymt er.
I nýfæddu barni er heilinn tæp-
lega stærri en 400 tensm. Það er
dálítið einkennilegt, að sama þunga
hefir heilinn í fábjánum, þar sem
hann hefir ekki náð að þroskast.
Þetta er og hér um bil stærðin á
heila chimpanze-apans, en chimp-
anzinn er þó ekki fábjáni. Hann
er fullþroska, en takmörkuð líf-
tegund, en fábjáni er aftur á móti
óþroskuð fullkomnari líftegund.
Heilinn og skilningarvitin er svo
nátengd, að þar verður varla gert
upp á milli, enda eru stöðvar
skilningarvitanna í heilanum.
Þegar hundur rekst á eitthvað,
sem hann kannast ekki við, byrjar
hann á að þefa að því hátt og lágt.
í OKKUR
Hann leggur mest upp úr þefnum.
Allar minningar hundsins, sem og
flestra spendýra, eru bundnar við
þef og þá reynslu, sem hann hefir
haft af honum og þær minningar,
sem' þef fylgja. Og samanborið við
hundinn er þefsk^njan vor lítils
virði. Nefið á oss gegnir aðallega
þeirri skyldu að draga andann. En
hjá dýrunum eru þefskynjunar-
frumur mestur hluti heilans og
geyma minningar um alls konar
þef.
Ef barn eða cimpanzi rekst á ein-
hvern hlut, sem það kannast ekki
við, þá er það áreiðanlega seinasta
viðbragð þess að þefa að honum.
Barnið byrjar á því að taka hlut-
inn upp, þreifa á honum og skoða
hann í krók og kring. Með fingr-
unum finnur það hvort hann er
harður og hvernig hann er í lag-
inu, en litinn og litbrigðin skoðar
það með augunum. Það byrjar sem
sé á því að beita tilfinning og
sjón.
Hjá oss mönnunum og chimpanz-
anum er það sjónin, sem mestu
ræður. Sjónfrumurnar eru því stór
hluti heilans, en þefskynjunar
frumurnar örlítill og óverulegur
hluti hans. Chimpanzinn hefir góða
sjón og hann er manninum máske
fremri í því að greina liti og form,
enda eru þær heilastöðvar hans
engu minni en í manninum. Að
þessu leyti erum við chimpanzinn
því eins, og eg hygg að þetta sanni,
að hjá sameiginlegum forfeðrum
okkar hafi sjónskynjan að mestu
útrýmt þefskynjan um þær mund-
ir er þeir yfirgáfu skógana og fóru
að lifa á bersvæði. Þá var þeim
þefnæmið ekki jafn nauðsynlegt og
sjónin og upp frá því hefir birtan
161
þroskað heilastöðvar sjónarinnúr á
kostnað þefskynjunarinnar.
Ef þú horfist í augu við chimp-
anza muntu taka eftir því, að bæði
augun hreyfast eins hjá báðum.
Það er ónáttúrlegt, óhepniiegt og
oftast nær ómögulegt að hreyfa
augun sitt á hvað. Allar hrevfíng-
ar augnanna hafa sama ma,'kmið,
að nema sem skýrasta mynd af því,
sem fyrir þau ber, og til þess að
þetta megi takast eru vöðvarnir,
sem augunum stjórna, á sífelldri
sameiginlegri hreyfingu. Vér beit-
um augunum líkt og leitarljósum
að ákveðnum stað, hvort sem hann
er á hreyfingu, fjarri eða nærri.
Myndin af þessu festist í huganum
og þar getum vér framkallað hana
aftur og rennum þá augunum til
um leið. Þetta sést bezt á því, að
ef maður lokar augunum og hugs-
ar sér þríhyrning, þá finnur maður
að augun renna til ósjálfrátt til
þess að ná myndinni af öllum horn-
unum. Við þetta bætum vér svo öll-
um þeim minningum, sem vér höf-
um um hlutinn frá snertingu. Það
er náið samband milli þeirra heila-
stöðva er geyma minningu um
snertingu og sjón, og þetta á alveg
eins við apann og manninn.
En til eru fleiri heilastöðvar en
þær, er þessu ráða. Þar eru stöðvar
sem stjórna öllum hreyfingum lík-
amans. Þar eru stöðvar fyrir allar
geðshræringar og þjáningar. Og
þar eru stöðvar fyrir bragð og
heyrn. Allt þetta myndar eina sam-
fellda heild í sambandi við heila-
stöðvar áþreifingar og sjónar.
Vér mennirnir erum þó frábrugðn
ir dýrunum í því hvernig vér lít-
um á heiminn. Vér erum svo háð-
ir ljósi og rúmi, að vér vitum ekki
hvar nema skal staðar. Þess vegna
er í oss þráin til þess að ferðast
um himingeiminn og horfa á bak-
svipinn á tunglinu. Og þetta getur
aðeins skeð hjá þeim, sem hafa
lagt þefskynjanina niður, svo að