Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Side 2
198 LESBÖK MORGtJNBLAÐSINS Konungsríki varð að lýðve/di Hvers vegna Danakonungur er ekki lengur konungur íslands EGAR ólafur konungur inn helgi sendi Þórarin Nefjólfs- son með þau skilaboð til íslendinga, „að hann vill vera yðar drottinn, ef þér viljið vera hans þegnar“, þá varaði Einar Þveræingur menn við og sagði: „En þótt konungur sá sé góður maður, sem ég trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er konungaskipti verður, að þeir eru ójafnir, sumir góðir, en sumir illir“. Þetta hafa íslendingar mátt sanna, alla þá stund er þeir voru konungsþegnar, allt frá 1262 til 1944. Þó mun það allra mál, að inir þrír seinustu konungar hafi verið góðir, og muna elztu menn þé alla. Kristján 9. kom hingað til íslands 1874, fyrstur allra konunga. og færði íslendingum stjórnar* skrána, er markaði timamót i sögu þjóðarinnar. Varð hann fyrir það ástsæll af alþjóð. Og í hans stjórn- artíð fór þjóðin að rétta úr kútn- um. Árið 1904 fengum vér innlenda stjórn, og þar með var markað annað nýtt tímabil í sögu þjóðar- innar. Konungur andaðist 29. jan. 1906, og var það timanna tákn, að fregnin um fráfall hans barst nær samstundis til Reykjavíkur með loftskeyti. Einangrun íslands var þá lokið. Friðrik konungur 8. kom hingað til lands 1907. Ferðaðist hann um Suðurlandsundirlendið, en heim- sótti einnig ísafjörð, Akureyri og Seyðisfjörð og gat sér hvarvetna vinsældir fyrir ljúfmennsku og alúð. í þeirri ferð helt hann ræðu og talaði um „löndin sín tvö“ og yljaði sú setning íslendingum um hjartarætur, því að fram að þeím tífna hafði því verið haldið fram, að ísland værí óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Fyrsta daginn sem konungur var hér á landi (30. júlí) gaf hann út konunglega aug- lýsingu um skipun nefndar alþing- ismanna og ríkisdagsmanna „til þess að undirbúa ráðstafanir til nýrrar löggjafar um stjómskipu- lega stöðu íslands í veldi Dana- konungs". Þetta var in svokallaða Sambandslaganefnd, en c?kki tókst henni að ráða málinu til lykta, og stóð í sama farinu alla stjórnartíð Friðriks 8. En hann andaðist 15. maí 1912 og vorð mörgum harm- dauði. Þ4 kom til ríkis Kristján 10., en t.veimur árum seinna hófst heims- styrjöldin fyrri. Losnaði þá mjög um tengsl íslands og Danmerkur. íslendingar urðu þá að sjá um síg sjálfir. En þetta leiddi til þess, að árið 1913. þegar heimsstyrjöWinni vav lokið. var gerður samningur milli íslands og Danmerkur, og var ísland þar viðurkennt frjálst og fullvalda ríki. En Danakonungur skyldi vera konungur íslands jafn- framt, og Danir fara með utanrik- ísmál í umboði íslands. Danir skyldu hafa með höndum land- helgisgæzlu hér, þar til fslendingar gæti tekið hana í sínar hendur. Hæstiréttur Dana skylui vera æðsti dómstóll í íslenzkum málum, þang- að til íslendingar settu sér æðsta dómstól í landinu sjálfu. Ríkisborg- arai'éttur skyldi vera gagnkvæmur. Samningur þessi giltí til 1940, en þá gat hvor aðilji krafizt endur- skoðuw, og værj nýr sáfflrúngur þá ekki gerður innan þriggja ára, gat hvor aðili samþykkt að sam- bandssamningurinn væri úr gildi fallinn. Árið 1921 komu konungshjónin til íslands og var þeim þar vel fagnað. í þessari ferð opnaði kon- ungur rafmagnsstöðina hjá Elliða- ánum. Aftur heimsóttu þau ísland 1926. Var þá haldinn fundur í ríkis- ráði íslands og var konungur í for- sæti. Sigldu konungshjónin svo héðan norður um land til Seyðis- fjarðar og komu við á nokkrum stöðum. í þessari ferð lagði kon- ungur hornstein Landspítalans. Enn komu konungshjónin til ís- lands á Alþingishátxðina 1930, og setti konungur þá Aiþing á Þing- velli og er það eina skiptið, sem slíkt hefir skeð. Þá var vorhugur í þjóðixmi, eins og fram kom í loka- ræðu Tiyggva Þórhallssonar for- sætisráðherra á hátíðinni: „Ég hygg að við íslendingar munum finna til meiri máttar í sjálfum okkur, ör við nú heíjum nýa þús- und ára sögu íslands“. 1 fjórða sinn komu konungshjón- in til Islands sumarið 1936. Ferð- uðust þau þá um Suðurland, og landveg frá Akranesi norður að Mývatni, og var þeim hvarvetna tekið með miklum virktum og fögnuði. í þessari seinustu ferð sinni til íslands lagði konungur hornsteininn að raímagnsstöðinni hjá Ljósafossi. Nú leið og beið. Sambúð íslend- inga og Dana batnaði með hverju

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.