Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1956, Qupperneq 12
208
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Einar Bogason frá Hringsdal:
Hetjudnuði Úlufs Thorluciusur dunsko
i < V"
0LAFUR riddari Thorlacius
Þórðarson í Hlíðarhúsum í
Rcvkjavík Sighvatssonar, fæddur
1762, var kaupmaður á Bíldudal
frá 1790—1815 að hann dó. Kona
hans var Guðrún Oddsdóttir
Hjaltalín lögréttumanns á Reyðará.
Hjón þessi voru talin ágætishjón.
Ólafur var talinn auðugasti kaup-
maður á landinu. Þau hjón áttu
tvo sonu, Árna og Ólaf. Báðir eru
þeir bræður fæddir á Bíldudal,
Árni 1802 en Ólafur 1804. Eftir
andlát Ólafs riddara föður þeirra
erfðu þeir bræður- verslunarstöð-
ina á Bíldudal og í Stykkishólmi,
því Höitersverslun í Stykkishólmi
hafði Ólafur faðir þeirra keypt
1807. og setti Boga yngri sagnfræð-
ingþar verslunarstjóra og var hann
þar verslunarstjóri til 1827, að
Árni Thorlacius tók við henni.
Árið 1823 kemur Ólafur Thor-
lacius, bróðir Árna frá Stykkis-
hólmi, sem kaupmaður til Bíldu-
dals og er þá giftur Helgu Sig-
mundsdóttur frá Akureyjum, son-
ardóttur Magnúsar Ketils6onar
sýslumanns í Búðardal, sem var
systursonur Skúla fógeta. Á
Bildudal var hann kaupmaður í 3
ár. Fluttist hann þá 1826 að Fremri-
Hvestu í Daláhreppi og bjó þar í
5 ár. Þaðan fluttust þau hjón að
Fagradal á Skarðsströnd, og
bjuggu þar til þess er Ólafur dó
1837. Um það leyti sem Ólafur
fluttist í Fremri-Hvestu keypti
Þorleifur skipstjóri Jónsson frá
Suðureyri, af ætt Sellátrabræðra,
Bíldudalsverslun af þeim bræðr-
um. Var Þorleifur giítur Guðrúnu
ekkju Ólafs riddara og moður
þeirra bræðra, Árna og Ólafs. Bjó
Þorleifur með Guðrúnu, sem kaup-
maður á Bíldudal þar til hún dó
1838.
Þau Ólafur og Helga áttu sam-
an fjóra syni:
1. Ólaf eldra Thorlacius, fæddan
á Bíldudal 8. jan. 1824.
2. Kristján Thorlacius, fæddan í
Fremri-Hvestu 1827.
3. Ólaf yngra Thorlacius, fædd-
an í Fremri-Hvestu 1829.
4. Þorleif Thorlacius, fæddan í
Fagradal 1833.
5. Árna Thorlacius, fæddan í
Fagradal 1834.
Eftir að Ólafur Thorlacius maður
Helgu dó, fluttist hún frá Fagradal
til Bíldudals með 3 syni sína, Krist-
ján, Ólaf yngra og Þorleif. Árni
yngsti sonurinn, var tekinn í fóstur
af Árna Thorlaciusi í Stykkishólmi,
þar sem hann dvaldist þar til
hann var 15 ára. Sigldi hann þá til
útlanda. Fór hann í útsiglingar og
hefir ekki spurzt til hans síðan.
Eins og að ofan er sagt dó Guð-
rún Hjaltalín, kona Þorleifs kaup-
manns 1838. Árið eftir, 1839, giftist
svo Þorleifur Helgu Sigmundsdótt-
ur, sem þá var með 3 sonum sín-
um flutt til Bíldudals. Munu þeir
hafa alizt upp hjá móður sinni og
stjúpa þar til þeir voru orðnir full-
veðja menn. Ólafur bjó í Dufans-
dal og var hreppstjóri. Dó af af-
leiðingum voðaskots 1879. Kristján
varð hreppstjóri og bjó í Fremri-
Hvestu, d. 1882. Þorleifur varð
bójidi, bjó lengst. á Bakka í Dala-
hreppi. d. 1882. Ólafur var fyrst
giftur Stemunni Ólafsdóttur J’als-
&onar prests i Otrardal cg siðan
systur hennar Filippíu. Kristján
var giftur Kristínu Guðbrandsdótt-
ur kammeráðs í Feigsdal og Þor-
leilur Jóhönnu systur hennar.
Bræður þessir eiga marga afkom-
endur. Margt af því er myndar-
fólk. Þau Þorleifur og Helga
bjuggu saman sem kaupmannshjón
á Bíldudal 16 ár, því árið 1855
fluttust þau frá Bíldudal að eignar-
jörð sinni, Suðureyri, en fluttust
svo þaðan aftur 1862 að Litlevri,
þar sem þau bjuggu þau fáu ár, sem
þau áttu etfir ólifað. Hún dó 1865
en hann 1866. Þau áttu 3 börn.
1. Jón Th. Johnsen, óðalsbónda að
Suðureyri, f. á Bíldudal 1839, giftur
Þórdísi Jónsdóttur frá Steinanesi.
Johnsen eins og hann var oftast
kallaður, var afrendur maður að
afli og að mörgu leyti merkis-
maður.
2. Valgerði Þorleifsdóttur, f. á
Bíldudal 1844, d. 10. maí 1909, gifta
Stefáni snikkara Benediktssyni
prests frá Selárdal og
3. Guðrúnu Þorleifsdóttur, fædd
á Bíldudal 1841, gift Pctri Stefáns-
syni frá Ballará.
Að framan er þess getið að Ólaf-
ur eldri, sonur Ólafs Thorlaciusar
og Helgu Sigmundsdóttur, sé fædd-
ur á Bildudal 8. jan. 1824. Eftir
það er ekki unnt að sjá hvar hann
hafi verið, því hann er hvorki á
heimili foreldra sinna í Fremri-
Hvestu eða í Fagradal, þar til hann
er talinn í manntalinu 1840 til
heimílis á Bíldudal hjá móður sinni
og Þorleiíi stjúpa sínum, 16 ára
gamall og svo aítur 1845 ógiftur
stýrimaður a Bildudal. Árið 1850
er hann giftur, þá 26 ára, a Bildu-