Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Blaðsíða 1
Kanada Veiðimenn í Eftir Björn Magnússon, Keewatin, Ontario ¥¥ÖFUNDUR þessarar greinar, Björn Magnússon, er fæddur á Grímsstöðum á Grímsstaðaholti í Reykjavík 5. júlí 1876. í>ar bjuggu þá foreldrar hans, Magnús Þorkelsson og Vigdís Guðmundsdóttir vaktara Giss- urarsonar í Grjóta. Var Björn áttunda barn þeirra. Magnús stundaði sjó- mennsku, gerði út sitt eigið skip, og var talinn dugnaðarmaður. Hann hefir og verið í miklu áliti eins og sjá má á því, að er niðurjöfnunarnefnd var kosin hér í fyrsta skipti 1872, þá fekk hann næst flest atkvæði. Sat hann í niðurjöfnunarnefnd fram til ársins 1877. Þá fór hann úr bænum og fluttist að Auðnum á Vatnsleysuströnd, því að þar þóttist hann betur settur með út- gerð sína. Þarna bjuggu þau hjónin svo fram til 1885. En þá brann íbúðar- húsið á Auðnum og brann Magnús þar inni. Segir svo frá því í ísafold: „Aðfaranótt laugardags 3. okt. varð það hryggilega slys á Auðnum á Vatns- leysuströnd, að Magnús Þorkelsson, merkur bóndi, áður á Grímsstöðum við Reykjavík, brann þar inni í íbúðarhúsi sínu og húsið til kaldra kola. Hann var að bjarga úr brunanum ásamt öðrum, en komst ekki út. Annað fólk hans bjargaðist óskemmt, því nær klæðlaust, og stendur nú uppi svo að segja bert og bjargarlaust, 10 menn fullorðnir og 4 börn. Húsmóðirin, kona Björn og Magnús sonur hans. Magnúsar sál., var fjarverandi með syni sínum einum og sonarbarni, sem hún hafði á fóstri hjá sér“. Þegar þannig var komið brá Vigdís á það ráð að fara til Ameríku ásamt 5 börnum sínum, Guðrúnu, Þorkeli, Grími, Ingibjörgu og Birni, er þá var 11 ára. Þrjú elztu börnin voru þá gift, Guðmundur, Margrét sem átti Sigurð í Knarranesi og Vigdís sem átti Guð- mund Þórarinsson í Vorhúsum (þau fóru seinna til Ameríku). Vigdís eldri andaðist í Grunnavatnsbyggð 17. des. 1908, og var þá um hálfáttrætt. Björn Magnússon hefir átt heima í Kanada síðan hann fór vestur og hefir aðallega stundað smíðar og veiði- mennsku. Og vegna veiðimennskunnar hefir hann kynnzt vel óbyggðunum norður i landi, dýralífi þar og gróður- fari. Hefir hann og verið mikill áhuga- maður um skógrækt, bæði í Kanada og á íslandi. Hann verður áttræður í sum- ar, ef honum endist aldur. Þótt margt hafi verið sagt frá kjör- um íslendinga vestan hafs, hefir eng- inn lýst veiðimennsku þeirra fyr, og mun því mörgum þykja frásögn þessi harla fróðleg. I. ÞÁTTUR TVENNS KONAR VEIÐIMENN yFIHLEITT skiija fáir til fullnustu líf og atvinnu veiðimannsins, enda fer það að vonum. Margir álíta hanp blóð- þyrstan og gráðugan varg, sem tæplega sé gæddur neinum mann- legum tilfinningum. Þeir halda, að hans mesta ánægja sé í því fólgin að drepa og eyðileggja ðll villt dýr eyðimarkanna og skóganna, að hann stundi atvinnu sína aðallega einmitt í þessu skyni, aðallega til þess að svala blóðþorsta sínum. Það skilst aftur á móti fáum, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.