Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Blaðsíða 4
21G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svo með öllu illt, að ekki boði nokk- uð gott“. segir forn íslenzkur máls- háttur. Þegar skógarnir brunnu, brann einnig jarðvegurinn niður í bera klettana. Var það sérstaklega í klettabeltinu fvrir austan Mani- tobaslétturnar og fyrir norðan vötnin, skáhallt í norðvestur alla leið til Stóra-Bjarnarvatns (Great Bear Lake) og þaðan norður að íshafi. Hafa á þessum svæðum íundizt ýmsir málmar, svo sem ‘platína, gull, silfur, blý, kopar, zink, lithium, nikkel, járn og jafn- vel radium. Veiðimaðurinn hefir verið leiðar- vísir að fundi slíkra málma. Hann hefir fundið og flutt til mannheima fjölda sýnishorna, sem hann hefir ekki þekkt til fulls, þótt sérkenni steinsins drægi að sér athygli hans. Hafa svo sýnishornin verið skoðuð af sérfræðingum í þeirri grein og það þá oft komið í ljós, að um ríkar námur var að ræða. Hefir þetta vakið enn nýja löngun veiðimannsins til frekari fram- kvæmda. Hefir hann þá stundum hætt að mestu leyti við veiði- mennskuna og lagt sig einvörðungu eftir námaleit og aflað sér all- víðtækrar þekkingar á þessu sviði, þótt ólærður væri. Veiðimennskan hefir því orðið hjáverkastarf, að- eins til lífsframdráttar. Veiðimað- urinn hefir smátt og smátt aflað sér hagnýtrar þekkingar í því að þekkja það grjót, sem málma hefir að geyma. Varð honum sú rann- sókn óþrjótandi verkefni. Hann leitar, finnur og les í bók náttúr- unnar, alveg eins og hann gerði við rannsókn skógargróðursins. Því meira sem hann lærir, því ákafari verður þorsti hans eftir meiri þekkingu. Á löngum vetrar- kvöldum situr hann við ljóstýruna í kofa sínum og les um jarðmynd- un og jarðbreytingar. Hann les um mismunandi herzlu grjóts og af- stöðu jarðlaganna hvers til ann- ars. Nótt eftir nótt vakir hann stundum við það að mylja og mola grjót í því skyni, að þar megi finn- ast verðmæt efni. Og þótt hann sé ekki og verði aldrei viðurkenndur steinfræðingur, þá er hann samt trúr lærisveinn náttúrunnar og vinnur verk sitt með áhuga og ósérplægni. Hann er því nauðsvn- legur hlekkur, þótt lítill sé, í fram- tíðarmenningunni. Hann er nokk- urs konar áttaviti í málmaleit landsins. Hefir hann stundum lagt sig í h'fshættu og soltið heilu hungri við þessi áhugastörf sín. Hann hef- ir farið á mis við þægindi og skemmtanir, og þegar hann hefir gefið sér tíma til þess að veiða dýr, hefir það verið aðeins nauðsynja vegna, til þess að hann gæti satt hungur sitt. Hann er að leita að fólgnum fjársjóðum, er seinna meir verða til þess að lokka menn í heilum hópum út í óbyggðirnar og breyta þeim í blómlegar byggð- ir eða borgir og bæi eins og t. d. Dawson City og fleiri. Þótt veiðimaðurinn verði aldrei viðurkenndur í sögu landsins og þótt enginn skoði hann sem sér- fræðing, þótt hann verði aldrei kostaður af opinberu fé eins og þeir, sem á eftir honum koma, þá er það samt víst, að eins og her- foringinn fær hrós fyrir unninn bardaga, sem þeir menn unnu í raun og veru, er aldrei voru nafn- greindir, eins var það veiðimaður- inn í mörgum tilfellum, sem sig- urinn vann, er öðrum var eignaður. í þessu sambandi má sérstaklega benda á landaleit, fund á ám og vötnum, þar sem veiðimaðurinn hefir fyrstur rutt brautina, en aðr- ir menn, sem af landsfé voru kost- aðir, hlotið heiður og háa stöðu og nefnt staðina í virðingarskyni við þá, er að för þeirra stóðu. Tökum til dæmis Borden Land, er Vil- hjálmur Stefánsson fann, en Bord- en var þar alls ekki. Það ber oft við, að sá, sem fyrst finnur ar eða vötn eða einstigi yfir fjöll, hefir verið veiðimaður, ,en það gleymist og einhver annar kemur til sögunnar miklu seinna og hlýtur heiður fyrir það að háfa verið sá, er fyrstur fann. Hér má benda á staðhæfingu Vilhjálms Stefánssonar, sem segir, að óþekkt- ur íri hafi fytstur manna fuhdið Ameríku, löngu fyrir daga Léjfs Eiríkssonar. . ) Það er ekki tilgangur minn ipeð þessum línum að krefjast .viður- kenningar fyrir framliðna vei’ði* menn, sem flestir eru.gleymdir óg voru lítt kunnir meðan þeir )if$u, heldur vildi ég reyna að sýna fram á, hvar veiðimaðurinn át,ti méð . , . ' .. . rettu sæti 1 menningarsogu þessa lands. .... Eg hefi bent a tvennt, sem veiði- maðurinn lætur sér ann,t um ,að læra: Það er eðli. og gróðrarskil- yrði skóganna, og það, hvar séu málmar í jörð fólgnir.^ . . i Þriðja atriðið í fróðleiksfýán veiðimannsins pr það að kynna sér eðliseinkenni dýranna, þekkja háttalag hverrar dýrategundát, kynnast hugsunarháttum þeirra og aðferðum. Veiðimaður, sem skyn ber á þessi atriði, hlýtur að verða heppinn. . . . . Veiðimennskan er afar mikið undir því komin að vita, hvar leita skuh dýranna og hvernig hægast sé að komast að þeim, hvernig bezt sé að ginna þau og lokka. Ef mað- ur veit þetta til hlítar, þá er þrauú- in unnin. Hann fer þá út í skóginn og slátrar dýrinu, alyeg eins. og bóndinn fer út í fjósið og sækir þangað grip til slátrunar. Veiði- maðurinn þarf alls ekki að stæra sig af þessu verki fremur en bónd- inn, þegar hann sker kind eða slátr- ar kú. Kunni hann að skjóta og hafi stöðugt og gott vald á byssunni, þá verður veiðimennskan engin skemmtun, heldur aðeins nauðsyn- legt verk sér og sínum til bjarg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.