Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 2
r 262 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Pappas, hár og grannur maður með sinabera og sólbrenda handleggi. Hann heilsaði okkur innilega með handabandi. „How jou do“, sagði hann. „I am jou welcome". „Okkur er mikil ánægja að hitta yður“, sagði eg. „Og Katina sagði að við gætum fengið mat hérna, og það viljum við gjarna með því móti að borga hann“. Það kom á manninn þessi svip- ur, er kemur á alla menn þegar þeir skilja elcki hvað við þá er sagt. „One wait little, please“, sagði hann og dró Georg afsíðis með sér og talaði eitthvað við hann í lágum hljóðum. Georg flýtti sér svo til okkar. „Alexander komst í kynni við nokkra ameríska liðþjálfa, sern voru hér í borgarastyrjöldinni. Hann Iærði nokkur ensk orð hjá þcim, en kona hans og dóttir halda að hann kunni ensku reiprennandi, og eru mjög montnar af því. Nú er hann í klípu. En hann biður ykk- ur að gera svo vel að þiggja mat hjá sér og tala við sig ensku undir borðum og látast skilja allt sem hann segir“. Eg kinkaði kolli til Alexanders og var þá sem þungu fargi væri létt af honum. Og eg sagði eit,t- hvað um hvað húsið væri snoturt og garðurinn fallegur. „Attention right face left face about face column right to tlie rear attentiou", svaraði liann. Vjð brost- um og kinkuðum kolli. „Einmitt það sem eg vildi sagt hafa“, sagði Jean. „Range J00 mortars rifles gren- ades ammo roger dodgor“, svaraði Alexander með áherslu og þær Katina og Maria kona hans göptu aí undrun út af þessari málakunn- attu Iians., Þetta varð half vandræðaleg máltíð, en þó in skemxntilegasta. Við sátum undir stóru fíkjutré og borðbúnaðurinn var gamall og slitinn, en borðdúkurinn var tand- urhreinn og snjóhvítur. Og þarna voru bornir fram inir gómsætustu réttir. „Þetta er kóngamáltíð“, sagði ég við Alexander. „On the double kid“, svai’aði hann og kinkaði kolli. Við ætluðum að borga, en Alex- ander varð á svipinn eins og eg hefði rétt að honum eiturnöðru með gapandi gini. Hann fylgdi okkur síðan þangað sem bíllinn okkar var. „Nú er blekkingunni lokið“, sagði hann við Georg. „En borgun get eg ekki þegið. Það getur verið að eg hafi ekki lært mikið í ensku hjá amerísku liðsforingjunum. en eg lærði margt annað af þeim, og eg er mjög þakklátur fyrir það“. Þær Katina og Maria komu á eftir okkur með öjl ósköp af ávöxt- um og grænmeti og hveitbrauðs- hleif í þokkabót. Þær ruddu þessu inn í bílinn og ekki var við kom- andi að þær vildu taka borgun fyrir. ,Við þáðum matinn til þess að geta borgað blómin“, stundi Jean, „en nú hafa þau kornið okkur í enn meiri vandræði“. Gcorg brosti. „Það er mælt að enginn geti leikið á Grikki í viðskiftum“, sagði hann, „og enginn tekur þeim fram um gestrisnu". — 0 — Við urðum að fara til Aþenu aft- ur og ókum svo annan veg norður í land. Komum við þá til Levádhia. Þarna var áður véfréttin, sem kennd var við Trophonius. Nú cr þar veitingahús. Við báðum um heitan mat. Borðið okkar stóð rétt hjá hiiini nai'nkunnu Glcymsku- lind. Sá .sem kom þangað áður til þess ,að leita fretta, varð að byrja a því að drekka ur þexm lxnd, og þá gleymdi hann öllu umliðnu. Seinna drakk hann svo úr minn- ingalindinni, til þess að geta mun- að allt, sem véfréttin hafði sagt honum. Hálf önugur þjónn kom og spurði hvað við vildum fá. Svo fór hann þangað sem eldhúsið var. Rétt á eftir heyrum við þaðan ógur- legt brothljóð og grimmileg öskur. Svo leið og beið. Við sögðum okk- ar á milli að nú mundi þjónninn óvart hafa drukkið af gleymsku- lindinni. En í því kemur hann og segir okkur að eldamaður og hús- bóndinn hafi flogist á í illu, og nú sé ekki hægt að fá heitan mat. „Hvers vegna komuð þér ekki fyrr með þær fréttir?“ sagði eg. „Eg var að horfa á áflogin", sagði hann hreinskilnislega. Við fengum þar ekki annað cn brauð og ost. — O — Um, kvöldið komura við til Delfi, þar sem in fræga véfrétt var. Ský lágu yfir Parnassas, það gekk á me.ð eldingum og Vindhviður beygðu olíuviðarlundina í dalnum. Svo gerði á steypiregn og við flýð- um inn í lítið gistihús, sem cr skammt þaðan. Næsta morgun fórum við að skoða rústir hofsins. Þá var heiður himin og glaða sólskin. Þarna er svo furðulega fagurt, að það er ekki undarlegt þótt fólk, sem dýrk- aði náttúruna, teldi að þarna væri guðabústaður. Þarna gnæfir sund- ur sprunginn hamar yfir og í hon- um bergmáiuðu þrumurnar af svo miklum krafti, að íákunnandi fólk hlaut að lialda að það væri yfir- náttúrulegt. Og meðan við stóðum á rústunum, sveimuðu þar yfir tveir ernir, en þeir voru inir helgu fuglar Seifs. Það var nú dálítið leiðinlegt að hafa konnð til Parnassas og fa þar engan spadóm. En morguninn eft- ir, er vxð vorum á leiðmru tíi Arak- hova, rakumst vxð a hop Zagauna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.