Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 267 háir tindar þoku til sín og truflar þetta svo starf mælingamannanna, að þeir verða stundum að hafast við dögum og vikum saman á tind- unum til þess að bíða eftir björtu veðri. Þykir það kalsamt, því að enda þótt fjöllin séu í hitabelt- inu, er þar grimmdarfrost um nætur. Þegar mælingu er lokið, er þar steyptur mælingasteinn og settur á hann koparskjöldur með viðeig- andi upplýsingum um mælingar- staðinn. En svo tóku menn eftir því að skildir þessir hurfu á einhvern dularfullan hátt. Það leið nokkur tími áður en menn uppgötvuðu hvernig á þessu stóð. Indíánar höfðu stolið skjöldunum. Þeir sækjast eftir málmum, og þessir glóandi skildir freistuðu þeirra. Þá var tekið til bragðs að hafa merk- in tvö á hverju fjalli og urða ann- að þeirra, svo að Indíánar skyldi ekki geta fundið það. Þótt erfitt sé að mæla fjöllin, er þó enn erfiðara að mæla frumskóg- ana, en þeir ná yfir nokkurn hluta af Brasilíu, Bolivíu, Peru, Colum- bia, Ecuador og Venezuela. Þar er mönnum skákað niður meðfram fljótunum og þeir gera staðarmæl- ingar eftir stjörnunum, og þessar mælingar verða þeir að gera um nætur, með aðra höndina á mæl- ingatækjum og hina á marghleypu, því að á hverri stundu geta þeir átt von á árásum villtra Indíána. Mælingar þessar hafa vakið mik- inn óhug meðal þeirra. Þeir skilja ekkert í því hvaða galdra hvítu mennirnir eru að fremja. Hvers vegna eru þeir að kveikja vita á fjöllum um nætur? Hvers vegna eru þeir að flækjast um frumskóg- ana með galdraverkfæri sín? Hvers vegna eru þessir stóru fuglar þeirra og engisprettur alls staðar á sveimi? Indíánar kalla flugvélarn- ar stóra fugla, en koptana kalla þeir stórar engisprettur. Út af öllu þessu eru þeir viðbúnir að gera mælingamönnum allar þær skrá- veifur er þeir sjá sér fært. Jafnhliða staðarmælingum með- fram fljótunum í frumskógunum, eru flugvélar látnar fljúga yfir skógarhafið og taka myndir úr lofti. Hafa mælingamenn 25 flugvélar og 20 kopta til umráða. Flugvélarnar hafa þrjár ljósmyndavélar og horf- ir ein þeirra beint niður, en hinar til hliða. Þær fljúga svo þvert vfir skógana með vissu millibili (hér um bil 8 km) og taka stöðugt mynd- ir á fluginu. Myndir þessar eru svo settar saman og bornar saman við mælingar á landi. —o— Á öllum landabréfum eru mis- hæðir á landi mældar eftir því hve hátt þær ná yfir yfirborð sjávar. En yfirborð sjávar er breytilegt og verða því að fara fram nákvæmar rannsóknir á því. Þess vegna hafa verið settir sjávarmælar með stuttu millibili meðfram endilöng- um ströndum Suður-Ameríku, bæði við Kyrrahaf og Atlantshaf. Mælar þessir eru sjálfvirkir og sýna allar breytingar milli flóðs og fjöru allan sólarhringinn. Mæl- ingar þessar eru eigi aðeins nauð- synlegar til þess að hægt sé að ákvarða nákvæmlega hæð ýmissa staða yfir sjávarmál, heldur eru þær einnig nauðsynlegar fyrir þá, sem eiga að gera landakort eftir myndum teknum á flugi. Slíkar teikningar er ekki hægt að gera með nákvæmni, nema því aðeins að á hverri mynd sé að minnsta kosti þrír staðir, sem menn vita upp á hár hve hátt eru yfir sjávar- mál. Flugvélar, sem myndirnar taka, eru aldrei kyrrar því að þær lyftast og síga eftir því hvernig loftstraumum er farið. Myndirnar aflagast því alltaf meira og minna, og þess vegna þurfa þeir, sem kortin teikna að geta séð á hverri mynd þrjá staði, sem þeir vita hve hátt eru yfir sjávarmál. Nú er ekki við því að búast að á hverri mynd sjáist þrír staðir, sem þegar hafa verið mældir. Það getur meira að segja farið svo, að á myndunum sjáist ekki þeir staðir, sem eru hornmörk í þríhyrninga mæling- unum. En á hverri mynd er hægt að finna einhverja þrjá staði, sem skera sig úr, hús, stórt tré, vega- mót, girðingarhorn eða eitthvað þess háttar. Og þegar myndin hef- ir verið framkölluð, fara aðrir menn á stúfana til þess að gera hæðarmælingar, lengdar og breidd- arstigsmælingar á þessum stöðum. Þeir hafa með sér myndir og stinga gat á þær við hvern stað, sem mældur er og skrifa þar á bak myndarinnar allar mælingar sínar. Vegarlengdin frá Point Barrow í Alaska til syðsta odda Chile. er um 18.000 km. Á allri þessari leið eru mælingastaðir þríhvrninga mælinganna með stuttu millibili. Og nú koma aðrir menn til skjal- anna. Á hverjum mælingarstað er sett upp ný mælingastöð, inar svo kölluðu Laplace stöðvar (kenndar við franska stærðfræðinginn Pierre Simon Laplace). Mælingamennirn- ir, sem þarna vinna, hafa enn ná- kvæmari mælingatæki en hinir. Mælingarnar eru síðan bornar sam- an, en þeim ber ekki saman og getur skakkað nokkrum þúsundum feta á hverjum stað, annað hvort til austurs eða vesturs, suðurs eða norðurs. En þessar skekkjur eru ekki mælingamönnunum né áhöld- um þeirra að kenna, heldur jörð- inni sjálfri, því að staðurinn, sem mælingatækin standa á, horfir ekki alltaf eins við stjörnunum, sem mælingarnar eru gerðar eftir. Þetta er allt flókið mál og verður ekki skýrt hér. En nú er það hlutverk þeirra mælingamanna, er seinna koma, að finna hvemig á þessum skekkjum stendur, af hverju þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.