Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1956, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 273 Dr. Páll ísólfsson hlaut 1. verðlaun fyrir tónverk við hátíðarljóð Skálholts- staðar (26.) Sýning var í Þjóðminjasafninu á Ijósmyndum bandarískra atvinnuljós- myndara (29.) Frú Greta Björnsson listmálari hafði sýningu í Reykjavík á myndum eftir sig og föður sinn. GJAFIR Barnaverndarfélag Hafnarfjarðar gaf 15.000 kr. til kaupa á kennslutækjum handa dagheimilinu á Hörðuvöllum (9.) í Danmörk hefir farið fram fjár- söfnun í því augnamiði að kaupa vand- að orgel og gefa það inni nýu Skál- holtskirkju (14.) Útvegsbankinn gaf V2 milljón króna á 25 ára afmæli sínu í fyrra til efling- ar sjávarútvegi. Nú er ákveðið að gjöf þessi skuli skiftast jafnt milli Fiski- deildar Háskólans og Rannsóknastofu Fiskifélags íslands (17.) AFMÆLI Karlakórinn Fóstbræður í Reykjavík (sem upphaflega hét Karlakór K. F. U. M.) átti 40 ára afmæli (6.) Kvenfélag Laugarnessóknar átti 15 ára afmæli (6.) FJÁRMÁL OG VIÐSKIFTI Viðskiftasamningur var endurnýjað- ur milli Dana og íslendinga (7.) Framfærsluvísitalan var 180 stig í Reykjavík, hafði hækkað um tvö stig (14.) Áfengissala fyrsta ársfjórðunginn nam 21.8 milljónum króna, eða 4.5 millj. meira en á sama tíma í fyrra. Hækkunin kemur öll á Reykjavík. Þess ber að geta að verð á áfengi var nú hærra en í fyrra (21.) Gjaldeyrisástandið fer versnandi og nema nú skuldir og skuldbindingar bankanna erlendis 158 millj. kr. um- fram inneignir (25.) Leiðrétting: Sú prentvilla varð í annál marzmánaðar, að þar var talað um fjárhagsáætlun Seyðisfjarðar, en átti að vera fjárhagsáætlun Siglufjarð- ar. — FRAMKVÆMDIR Viðræður fara fram milli hitaveitu- stjórnar Reykjavíkur og bæarstjórnar Hafnarfjarðar um sameiginlega hag- nýtingu jarðhitans í Krýsuvík (6.) Maxwell D. Taylor yfirmaður herráðs Bandaríkj- anna og Eysteinn fjármála- ráðherra. Gufubaðstofa var opnuð í sundhöll Keflavíkur. Er þetta 40. gufubaðstofan á landinu (7.) Hafnargerð var hafin á Akranesi. Komu þangað þýzkir verkfræðingar, sem eiga að standa fyrir verkinu, og höfðu með sér stórvirkar vinnuvél- ar (7.). Nýr 29 lesta vélbátur, smíðaður í Danmörk, kom til Stokkseyrar. Hann heitir Hásteinn II. (11.) Aðalfundur Áburðarverksmiðjunnar var haldinn. Hafði verksmiðjan þegar skilað fyllstu afköstum árið sem leið og þó 10% meira, en ráð hafði verið fyrir gert. Starfa þar þó færri menn, en ætlað var. Allir starfsmennirnir eru nú íslenzkir. Verksmiðjan hefir þegar sparað þjóðinni tugmilljónir kr. af er- lendum gjaldeyri (11.) Dagheimili aldraðra sjómanna hóf kvikmyndasýningar í salarkynnum sínum (12.) Stofnuð var Kjarnfrseðanefnd ís- lands og standa að henni um 30 stofn- anir og fyrirtaeki (15.) Mjólkursamlag Þingeyínga færist í aukana. Árið sem leið nam innvegin mjólk hjá því 1,917,127 kg. eða 13% meira en árið áður. Verðið sem bænd- ur fá er rúml. 2.21 au. fyrir kg. (15.) Landhelgisgæzlan hefir unnið að því að bjarga brezka togaranum St. Crisp- in, sem strandaði hjá Kúðaósi, og tókst að lokum að ná honum út (15.) Sýning var haldin á vetrarvinnu gamla fólksins á vistheimilinu Grund í Reykjavík, og var þar margt merki- legt að sjá (17.) Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa keypt húsið Valhöll við Suðurgötu og komið þar upp félagsheimili (19.) Æíingastöð fyrir fatlaða og lamaða tók til starfa í Reykjavík (22.) Eigendur dráttarbrauta á landinu hafa myndað félag með sér (22.) Gríska skipið Titika, sem strandaði í Keflavík í vetur, náðist á flot .en er mjög brotið (25.) Undirbúningur er hafinn að þátttöku íslands í fiskimála og fiskiðnaðarsýn- ingu mikilli, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í næsta mánuði (27.) Björgunarskúta Norðlendinga hljóp af stokkunum hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík. Hlaut nafnið „Albert“. Við- staddir athöfnina voru fulltrúar á þingi Slysavamafélagsins (27.) Ný lyfjabúð, Vesturbæarapótek, var opnuð í Reykjavík. Eigandi hennar er Birgir Einarsson lyfsali (28.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.