Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 439 Úti fyrir skólanum að athöfninni iokinni. Gunnlaugs saga ormstungu og Hrafns hefir tekið þig sterkum tökum. Það er viðkvæm saga, allt frá draumi Þorsteins Egilssonar á Borg til efri ára Helgu hinnar fögru, og svo vel sögð, að ekki verður betur gert. Engin bók, rit- uð á íslandi hefir verið oftar prent- uð. Passíusálmarnir ná henni ekki, en það er vegna þess, að þeir verða aldrei þýddir til fulls. Þín ritgerð um það, hvar þeir börðust Gunn- laugur og Hrafn sýnist mér sann- færandi, og sérstaklega er það áhuginn, að vilja staðsetja atburð- inn, sem ber vott um frændsemi vora og náskylt hugarfar. Þeir voru orðnir margir, sem hafa kynnt sér Gunnlaugs sögu ormstungu, rakið hennar sögulegu og sálfræðilegu rök, — en þú ert sá fyrsti, er ég veit, sem hefir sezt við að rista einn höfuðatburð sög- unnar í norskan kjörvið. Sá viður hefir reynzt endingargóður, harðn- andi og batnandi öld eftir öld í þínu eigin landi, og gjöf þín mun endast lengi hér vor á meðal. En þú ert og sá fyrsti til að færa oss slíkan kjörgrip að gjöf, og hjálpa til að festa söguna í voru eigin minni. Þú hefir afhent mér, sem For- seta íslands, þennan grip. Og það er mér tvöföld ánægja, að geta nú afhent Mýrasýslu og hennar nýja, ágæta barnaskóla gjöf þína. Tvöföld ánægja vegna þess, að þessi skóli er í héraði Gunnlaugs og nálægt Gilsbakka, og vegna hins, að þetta er mín fæðingar- og fóstursýsla, sem mér finnst gott að geta minnst. Þetta tvennt vinn- ur saman og rekst ekki á. Haf þú kæra þökk, Jon Suul, fyrir þessa gjöf, er þú á gamals aldri færir oss, og sem þinn góði hugur og erfiði hefir skapað. Þú ert áhugamaður, einnig sem vér köllum í tréskurði. Vor elzti og bezti tréskeri, hefir sagt við mig, að þetta sé gott verk. Vér, sem hér sitjum sjáum það sjáif, hve vel myndin fer á veggnum, traustlega og gróft skorin, með mildum nátt- úruiitum. Hér er hún á réttum stað í barnaskóla héraðsins, þar sem unglingarnir geta íhugað sorg og siðfræði hinnar fornu snilldarsögu, og við hliðina á húsmæðraskólan- um, þar sem nútímans Helga fagra, eldar, saumar og vefur gæfu margra framtíðarheimila. Ég afhendi hér með þessa skurð- myr.d Jons Suul, sýslumanns úr Veradal í Þrændalögum, barna- skóla Mýrasýslu til ævarandi eignar, með því eina skilyrði að til allra flutninga af staðnum, þurfi samþykki þjóðminjavarðar íslands. FORMAÐUR SKÓLANEFNDAR ÞAKKAR Þá tók formaður skólanefndar, séra Bergur Björnsson til máls, þakkaði Forsetanum fyrir að hafa valið þennan skóla til þess að verða gjafarinnar aðnjótandi, og þakkaði Jóni írá Súlu fyrir gjöf- ina, sem hann kvað lengi mundu prýða þennan stað og verða æsku- lýðnum hvöt til þess að kynnast sem bezt fornsögunum, og þá eink- um sögu Gunnlaugs ormstungu, sem var fæddur og upp alinn í þessu héraði. Og lengi mundi æska þessa héraðs minnast með þakk- læti listamannsins, er gert hefir þessa mynd og gefið hana af svo góðum hug, og jafnframt mundi hún þá með hlýum hug minnast föðurlands hans, sem einnig var föðurland fyrstu landnámsmann- anna á íslandi. Bað hann Jón að bera Noregi kæra kveðju frá Borg- arfjarðarhéraði. — Þar með var þessari látlausu at- höfn lokið, og nú prýðir myndin einn af fegurstu skólum þessa lands. Á eftir var skoðað byggðasafnið, sem geymt er í skólanum. Eru þar margir merkilegir munir, sem gott er að bjargað hefir verið frá tor- tímingu. Nú var lagt á stað og ekið upp í Hvítársíðu, yfir Kljáfossbrú og upp að Reykholti. Var staðnæmst þar um hríð og staðurinn skoðaður. Var svo ferðinni haldið áfram yfir Reykholtsdal, Bæarsveit og Anda- kíl upp í Skorradal. Þar var stað- næmst í skóginum litla hríð til þess að virða fyrir sér dalinn, sem nú var draumfagur í skini kvöld- sólarinnar. Þar var nokkuð minnst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.