Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Side 14
450 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRIÐLAND REYKVÍKINGA UM Verslunarmannahelgina var allt á ferð og flugi hér syðra, enda var veðrið eins gott og fremst varð á kcs- ið. Flugvélar, hlaðnar fólki, þeystust i allar óttir, en einkum þó til Vest- manneya. AUir langferðabílar voru á aprettinum, því að ferðaskrifstofurnar efndu til ótal hópferða víðsvegar um land. Mannfagnaður var víða og þang- að streymdu al!s konar farartæki. Veg- ir voru skraufþurrir og mikið ryk þyriaðist upp undan umferðinni og var einkennilegt að líta hér yfir nær- sveitirnar, því að rykmekkirnir lágu eins og bönd eítir þeim hvar sem vegir voru. Það er sannarlega gott að vel viðrar þegar fólkið á frí, svo að það geti notað sér það til þess að komast út í guðs græna náttúru, láta blessaða sólina verma sig og anda að sér lofti, sem er þrungið af gróðurangan. En marg- ir leita þó langt um skammt. Menn njóta hvorki sólar né gróðuranganar meðan þeir sitja i bíl, og það er ekki vel farið með góða daga að vera á íerð innan bílveggja frá morgni til kvölds, svo að segja. Þessu var ég að velta fyrir mér á sunnudaginn, er ég stóð á háum kletti uppi í Heiðmörk og horfði á rykmekkina á vegunum, Hvert er allt þetta fólk að þeysa til þess að leita sér að sól og sumri, þegar það á jafn dásamlegan stað og Heiðmörk rétt við bæardyrnar? Viðurkennt skal, að þetta er ekki réttmæt spurning. Fjölda margir nota góða veðrið til þess að fara sem víðast og kynnast landinu sínu. Og það er virðingarvert. Aðrir leita á fornar slóðir, því að þeim finnst sólin og veð- urblíðan njóta sín bezt „heima“, á þeim slóðum þar sem þeir slitu bernsku- skór.um. Það er líka virðingarvert, því að tryggð við átthaga er grundvöllur sannrar ættjarðarástar. En samt var því ósvarað, hvort ekki leituðu margir iangt um skammt. Og sem ég fór nú að skyggnast betur um í Heiðmörk, varð eg þess var, að fjöldi Reykvíkinga hefir þegar uppgötvað Heiðmörk. þennan stað. Þama voru sjálfsagt um hundrað bílar á víð og dreif um mörk- ina, en fólk sást hvergi. Það var allt horíið niður í ina dásamlegu hraun- bolla, þar sem er skjól fyrir öllum áttum, þar sem allt er umvafið í grær.u grasi, lyngi og víði. Þó mátti víða sjá börn vera að leita bérja, sem engin eru, vegna þess að vorhretið eyðilagði blómin á lynginu. En þarna er þó oftast ið bezta berjaland. Það kom svo í ljós, að hér voru aðal- lega fjölskyldur á ferð, komnar hing- að til þess að njóta sumarbliðunnar allan liðlangan daginn. Heiðmörk er þegar orðin friðland Reykvikinga á góðviðrisdögum. Hér er rúmt og hér er enginn fyrir öðr- um þótt þúsundir manna safnist þar saman. Og þótt nú þegar hafi verið gróðursettar trjáplöntur í stórar spild- ur, þá er óþarfi að troða þær niður, því að nóg er lanörými annars staðar. Nýi gróðurinn er víða lágur i loftinu og ber fólki að varast að troða á hon- um. Það getur og séð hvar því ber að fara varlega, því að viða eru hlið, sem benda á hvar ræktunarspildur eru. Þessi hlið eru merkt með nöfnum þeirra félaga, sem land hafa fengið til ræktunar. Um austanverða Heiðmörk hefir runnið hraunstraumur mikill til forna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.