Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 12
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Steinhausarnir í Mexiko k RIÐ 1869 birtist í Bandaríkjun- um grein eftir mann, sem J. M. Melgar hét. Segir hann þar frá því að suður í Mexikó hafi hann séð gríðarstóran mannshaus, höggvinn úr steini og nær sokkinn í jörð. Hann segir að þarna muni vera fleiri slíkir hausar, og nefni Mexi- kanar þá „cabeza colosal“. Þessi frásögn vakti þó mjög litla athygli, en einn eða tveir vísindamenn, sem voru þarna á ferð seinna, létu þess getið, að þetta mundu vera all- merkir forngripir. Sérstaklega þótti þeim einkennileg hetta, sem var á hausunum, og að andlitin báru ekki svipmót Indíána, heldur blámanna. Árið 1938 kemur svo til sögunn- ar vísindamaður, sem heitir dr. Matthew W. Stirling og vinnur við fornleiíarannsóknir hjá Smithson- ian Institution. Hann hafði heyrt getið um þessa stóru steinhausa og gerði sér ferð suður til Mexikó að athuga þá. Síðan hefir hann farið þangað margar ferðir í sömu er- indagerðum og leitað um frum- skógana í Veracrux, Tabasco og Chiapas, og orðið mikið ágengt. Hann fór fyrst til Tres Zapotes héraðsins í Veracruzríki og fann þar hausinn, sem áður hafði verið skrifað um. Leit hann svo á að rétt væri að grafa hausinn upp, og seinna á árinu fekk hann styrk til þess hjá Smithsonian Institution og National Geographic Society. Þegar leiðangursmenn hófu rannsókn sína, var aðeins kollur- inn á hausnum ofan jarðar. Vissi þá enginn hvort búkur mundi fylgja með eða að hausinn stæði þarna á altari. Ýmsar þióðsögur voru um þennan haus, meðal annars sú, að undir honum væri stórt ker fullt af gulli og dýrgripum. Dr. Stirling tók eftir því, að hausinn stóð upp úr sléttri flöt, en umhverfis hana voru fornir garðar á fjóra vegu, alþaktir gróðri. Hann tók líka eftir því, að nokkru austar voru aðrir fornir og miklir garðar, einn þeirra 450 feta langur. Og enn lengra burtu var svo enn slétt flöt, umgirt gömlum görðum á fjóra vegu. Þeir höfðu rekizt hér á mjög merkilegt rannsóknasvæði rneð forngripum, sem þetta land er þó svo auðugt aí. Þegar þeir höfðu rutt burtu skógi og öðrum gróðri, kom í Ijós, að hér hafði áður verið blómleg menning, líklega um svip- að leyti og blómaskeið Rómaborg- ar, eða fvrir 2000 árum. Þegar verkamennirnir fóru að grafa umhverfis hausinn, kom í Ijós að þetta var aðeins haus, höggvinn úr einum steini, blágrýti, og er 6 fet á hæð, en 18 fet að um- máli. Undir honum var pallur úr gjófhöggnum steinum. Með járn- stör.gum rannsökuðu þeir hvort nokkuð mundi vera þar undir fólg- ið, en gátu ekki rekist á neitt, hvorki gull né annað. Hausinn var snildarlega höggvinn og öll hlut- föll í honum rétt. Og vísindamenn- irnir voru undrandi. Hér var fund- ið nýtt sýnishorn af myndhöggv- aralist inna fornu íbúa Ameríku, en það sem þeim þótti þó eir.na merkilegast var andlitsfallið, þykk- ar varir, breitt og flatt r.ef og stór augu. Þeir gizkuðu á að hausinn mundi vega um tíu smálestir. Og þá kom nýtt undrunareíni til sögunnar. Hvernig höfðu inir áhaldalausu frumbyggjar komið þessu bákni á þennan stað. Ekki hafði steinninn verið þarna upphaflega. Næsta grjótnáma, sem nokkrar líkur voru til að steinninn gæti verið úr, er margar mílur þaðan. Frumbyggj- arnir höfðu hvorki dráttardýr né vagna til þess að koma steininum á sinn stað. Líklegast er talið að þeir hafi sett trjáboli undir hann sem völtur, og síðan dregið hann á sjálf- um sér alla þessa leið. Svo var farið að grafa í ina fornu garða og þar fannst ýmislegt, þar á meðal steinn með ártali, og er það elzta ártalið, sem fundizt hefir vestan hafs. Það var höggvið í steininn með myndletri Maya- þjóðflokksins, sem vísindamenn geta nú ráðið fram úr. Og þar stóð, að steinninn hefði verið höggvinn 4. nóvember árið 291 fyrir Krist,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.