Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 Þetfa gerðist í júlímánu 9 0 0 Á R A afmaelis biskupsstóls í Skálholti var minnst með tvegffja daga hátið'ahuldum 1. og 2. júlí. — Fyrra daginn var glæsil^g kirkju- hátíð í Skálholti og var talið að þar hefði vcrið T—8 þúsundir manna, þar á meðal r.targt tiginna gesta frá útlöndum. Þar söng stærsti blandaður kór hér á landi, 340 manns. Seinni daginn var hátíðin í Reykjavík, hófst með hát’ðarniessu í dómkirkjunni og síðan snmkomu í hátíðarsal Háskólans. í Þjóð- minjasafni var sérstök Skálholts- sýning. Hermann Jónasson myndaði nýtt ráðuneyti með Alþýðuflokksmcnn- um og kommúnistum. Eru í stjórn- inni 2 menn úr hverjum flokki, og tók hún við vöidum 24. júlí. Her- mann Jónasson er forsætisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármála, Gylfi Þ. Gíslason menntamála, Guðmund- ur í. Guðmundsson utanríkis, Hannibal Valdimarsson félagsmála og Lúðvík Jósepsson viðskiptamála- ráðherra. VEÐRÁTTA Tiðarfar í mánuðinum var allbreyti- legt, yfirleitt kalt og þurrklítið á Vest- fjörðum, hlýtt í byrjun mánaðarins á Suðurlandi og síðan hlýindatíð á Norð- urlacdi og Austurlandi fram að sein- ustu viku. Þá brá til kulda nyrðra með úrkomu. Var þá stundum nætur- frosi cg snjóaði alveg niður í byggð. Setti talsvert mikinn snjó í fjöll og vegurinn um Siglufjarðarskarð teppt- ist af þeim sökum og fleiri fjallvegir uiðu illfærir. Heyskapur gekk yfir- leitt treglega sökum óþurrka um allt land, byrjaði víða með seinna móti, vegna þess að tún voru síðsprottin. En er fram kom í mánuðinn var spretta orðin sæmileg. í lok mánaðarins gerði þurrka og náðu menn þá inn miklu heyi. Hafísbreiða var skammt undan landi allan mánuðinn, og einn stóran borg- arisjaka rak alla leið inn á Húsa- víkurhöfn. tTGERÐIN Síldarafli varð ágætur qg barst mikil síld til allra hafr.a frá Sauðárkróki til Neskaupstaðar. Söltun var stöðvuð 23. vegna þess að þá var fengið það síldarmagn er sölusamningar höfðu verið um gerðir. Seinustu vikuna var síldaraflinn orðinn 503.785 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 147. 635 mál og tunnur. — Reknetjaveiði var hafin vestan lands undir lok mán- aðarins cg veiddist vel. Togararnir fiskuðu aðailega við Grær.landi og fengu yfirleitt mikinn afla, en þó nokkuð misjafnan. — Tog- arinn Fylkir var sendur til að leita nýrra miða. Fór hann víða og íann að lokum ágæt karfamið undan austur- strönd Grænlands, þar sem oftast nær er hafís. Þar fengu nokkrir togarar síðan uppgripaafia (31.) Viða um iand aflaðist vel á báta. Haraldur Böðvarsson á Akranesl flutti inn ameríska síldarnót, sem er svo stór og djúp, að hægt er að veiða 10.000 tunnur í einu kasti í hana. Var vélbátur sendur með hana norður til reynslu (22.) Guðmundur Jörundsson útgerðar- maður hefir fundið upp á því að dæla lofti niður i sildarnót þegar svo mikill síldarbungi er að bætt er við að nótin fcresti. Við fcrð ’:n > -u leggst ekki í nótina með öllum sínum þunga, og þess vegr.a er síður hæ .a á að nótin rifni, en auk þess verður vinna við nótina léttari (18.) Fiokrfh 'n fyrra helming ársins var alls 240.829 smálestir. Er það um 16.000 smál. minna en á sama tima í fyrra (14.) MANNALÁT v’aicóuíU' Özzurarson, kennari (d. 29. júní). 1. Steingrimur Bjarnason bygginga- meistari, Hafnarfirði. 2. Árni Þorsteinsson bióstjóri, Hafn- arfirði. r Líkan af nýu Skál- holtskirkjunni og embættisbústaðnum, eftir uppdrætti Harð- ar Bjarnasonar húsameistara rikisins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.