Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í4? kuldabeltinu, og þar hugðust menn styðjast að nokkru leyti við reynslu og þekkingu Eskimóa. En ekki hef- ir tekizt að fá jafn góða búninga handa hermönnunum eins og Eskimóar nota. Þeir klæðast í skinn frá hvirfh til ilja og verður sjaldan kalt, hversu mikið frost sem er. Það stafar bæði af því að fötin eru loðin og svo eru þau hólkvíð. Þessi bún- ingur er svo léttur og liðugur, að hann háir ekki hreyfingum manna. En búningurinn, sem bandarísku herrnönnunum er fenginn, og á að verja þá fyrir helkulda heimskauts- svæðisins, er rúmlega helmingi þyngri heldur en búningur Eski- móa. Þess vegna verður þeim erf- iðara um allar hreyfingar, þeir verða seinni í ferðum en Eskimóar og geta ekki borið jafn mikið nesti og farangur. Þess vegna eru Eski- móar, þótt ómenntaðir sé, enn lang- fremstir allra manna að búa sig vel út í kulda.-------- Hitatap líkamans er í samræmi við það hlutfall, sem er milli stærð- ar hans og yfirborðs. Þess vegna er manninum það áskapað að hnipra sig saman, þegar kalt er, en við það minnkar yfirborð líkamans að vissu leyti. Sjálfsagt hafa flestir tekið eftir því hvað börnum er gjarnt að sparka ofan af sér rúmfötunum þegar þau sofa, án tillits til þess hvort kalt er eða hlýtt. En sé kalt, þá er það visst mark að þau hnipra sig saman í kuðung. Sé aftur á móti hlýtt, teygja þau úr sér og rétta frá sér alla skanka. Með því að hnipra sig saman, takmarka þau að nokkru hitatap líkamans. — Sömu söguna er að segja af þeim, sem verða úti vegna kulda eða hita. Lík manns- ins, sem frosið hefir í hel, er venju- lega í hnipri, en sá sem hefir dáið af hita, hefir teygt úr sér og teygt frá sér arma og fætur. Svo virðist sem ekki sé einhlítt gegn kulda að dúða sig sem allra mest. L. E. Shulman prófessor við Yale-háskólann gerði tilraunir um þetta. Hann lét gera geymi úr kop- ar og fyllti hann af 37 stiga heitu vatni, eða jafn heitu og líkamshit- inn er. Síðan færði hann þenna geymi í „föt“ og bætti við þau smám saman. Hitatapið fór fyrst minnkandi, en þegar hann klæddi geymirinn í fimmtu flíkina, þá breyttist þetta. Við hverja flík hafði yfirborð geymisins vaxið, og nú var það orðið svo mikið, í sam- anburði við vatnsmagnið, að eftir fimmtu flíkina fór hitatapið aftur að aukast. Stormar auka mjög á vanlíðan manna þegar kalt er. Gegn þeim eru loðföt bezt. En þá slnptir mjög miklu máli hvort loðnan snýr út eða inn. Ef loðnan snýr út, verður æ minna gagn af henni eftir því sem blásturinn er meiri, en hún er örugg vörn ef hún snýr inn. Þess vegna eru hlífðarföt oft fóðruð með loðskinnum. Þetta ætti að vera kvenfólkinu ábending um að það mundi njóta meiri hlýss af loð- kápum sínum, ef þær létu loðnuna snúa inn. Andstæða kuldans er hiti, en honum skal verjast með sömu ráð- um og kulda, það er að segja með einangrun. Á eyðimörkum hita- beltisins er loftið svo þurrt og sól- arhitinn svo afskaplegur, að menn geta biðið bana af. Þess vegna verður að hlífa líkamanum með fötum. Á öðrum stöðum í hitabelt- inu er einnig svo mikið af skordýr- um, að þau gæti etið mann upp, væri hann ekki klæddur. Hvort sem menn eru í hita eða kulda, verða þeir því að klæðast til þess að verja sig. Menn klæða af sér hitann, alveg eins og þeir klæða af sér kuldann. Klæðnaður í hita- beltinu verður að vera svo þykkur, að hann verji menn fyrir geislum sólar, en hann verður einnig að vera svo rúmur og gisinn að hann hindri ekki útgufun. Menn verða að klæða sig eftir þörfum, hvar sem er á jörðinni, og skyldi þá síður gætt þess hvað er tízka, heldur en hins sem hentug- ast er og heilsusamlegast. Þetia skilja frumstæðar þjóðir. Eskimó- arnir, sem lifa norður við heim- skaut, klæðast loðfatnaði, sem hindrar útgufun. Arabarnir á eyði- rnörkunum dúða sig vandlega til þess að verjast geislum sólarinnar. Líkamar þessara manna eru ekki frábrugðnir líkömum annarra manna, en þessar þjóðir hafa lært af reynslunni hvernig þeim er hag- kvæmast að búa sig, svo að þeim geti liðið vel. Og þrátt fyrir inn bitra kulda og steikjandi hita, líður þeim líklega betur heldur en inum svokölluðu menningarþjóðum, sem búa við temprað loftslag, en hafa látið tízkuna hlaupa með sig í gön- ur og kunna ekki að búa sig eins og bezt hentar á hverjum stað. (Endursagt úr ensku tímariti.) Molar ' — Ég átti yndislegt sumarfrí í fyrra, sagði húsmóðir nokkur. Maðurinn minn fór að heimsaekja gamlan vin sinn, dótt- ir mín fór til útlanda, sonur minn var í hópferð með öðru ungu fólki og yngri sonurinn var hjá pabba og mömmu. — En hvert fórst þú þá? var spurt. — Eg? Eg fór ekki neitt. Eg var heima. — O — Mesti fjallgarður á jörðinni nær heimskautanna á milli. En menn hafa ekki séð nema hæstu tinda hans, því að hann er svo að segja allur á kafi í Atlantshafinu. Venjulega er hann nefndur hryggurinn í Atlantshafi. Hæstu tindar hans eru Azoreyar, en margir aðrir tindar hans eru 10.000 fet á hæð og eru þó í lcafi. — Er nú þetta sæti nærri leiksvið- inu, eins og ég bað um? ■— Já, og ef þér væruð nær, þá mundi nafn yðar standa í leikskránni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.