Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1956, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 44S Nóg var að gera á söltunarstöðvun- um nyröra meðan síldveiðihrotan stóð yfir. húsinu og misstu sumar sumarkaup sitt (24.) Stórbruni á Selfossi. Brunnu þar þrír skálar, þar sem stunduð var alls- konar smíði og bílaviðgerðir. Varð af þessu tjón sem metið er allt að 3 millj. króna (27.) Þakpappaverksmiðja í Silfurtúni í Garðahreppi brann, og varð þar mikið tjón (28.) , ÍÞRÓTTIR íslenzkir knattspyrnumenn fóru til Finnlands og háðu þar landskeppni cg töpuðu. Síðan kepptu þeir tvisvar og unnu annan leikinn (5.) Sænskur fimleikaflokkur frá KFUM í Stokkhólmi kom hingað og hafði sýn- ingar (13.) Handknattleiksflokkur kvenna fór utan og keppti á Norðurlandamóti, vann Finna, en tapaði fyrir Dönum, Norðmönnum og Svíum (14.) Knattspyrnuliðið Spora frá Luxem- burg kom hingað og keppti nokkrum sinnum og fór með sigur af hólmi (19.) Fimleikafélag Hafnarfjarðar sendi handknattleiksflokk karla til Dan- merkur. Keppti hann þar 6 sinnum og sigraði alltaf. Var honum vel fagnað við heimkomuna (20. og 29.) íslenzkir frjálsíþróttamenn háðu landskeppni við Dani í Kaupmanna- höfn og sigruðu með 1091/2:1021/2 stigi (21.) Síðan íóru þeir til Hollands og háðu landskeppni þar en töpuðu með 103 :111 st. (25.) Rússneskt knattspyrnulið, Lokomo- tif, kom hingað og keppti þrisvar og sigraði með yfirburðum í öll skiptin (24,—31.) Evrópumeistaramótið í bridge var í Sviþjóð og keppa þar 16 þjóðir, þar á meðal karlaflokkur frá íslandi (25.) Ólafur Ágúst Ólafsson varð golf- meistari íslands (25.) Að tilhlutan Sundsambands íslands og Sundráðs Reykjavikur íóru 30 sund- menn um Vesturland, sýndu sund og kepptu á ýmsum stöðum (26.) GJAFIR Viðreisnarsjóði Garðakirkju á Álfta- nesi barst merkileg gjöf 3900 kr. frá þeim, sem fermdust í kirkjunni vorið 1911 (3.) Manitobaháskóli sendi Þjóðminja- safninu merka gjöf — stóra bók með ljósmyndum af lífi í íslendingabyggð- um vestra og segulbönd með röddum fjölmargra landa vestan hafs (8.) Jarðfræðideild Náttúrugripasafnsins fekk að gjöf mikið af dýrum skraut- steinum frá Brazilíu. Gefandinn er danskur maður, Svanholm, búsettur í Rio de Janeiro (26.) LISTIR Leikári Þjóðleikhússins lauk. Alls höfðu viðfangsefni þess á árinu verið 13, sýningar 195 og gestir alls 96.582 (13.) Starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar lauk. Hafði hún haldið 16 opinbera tónleika, aðstoðað við 28 óperettusýn- ingar og komið 25 sinnum íram í út- varpi (14.) FRAMKVÆMDIR Nýa sundhöllin á Akureyri var opn- uð til afnota (5.) Rannsókrjir standa nú yfir um virkj- un Þjórsár, ásamt Þórisvatni, Þórisóa cg Kaldakvísl. Liggur þessi virkjun næst fyrir þegar lokið er að virkji Sogið (6.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.