Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47S Jarðgöngin gegnum Alpafjöll eru nú orðin 50 ára I7INN fagran vormorgun fyrir 50 árum voru allir íbúar sviss- neska þorpsins Brigue hjá Simplon- skarSi, komnir á fætur fyrir allar aldir til þess að skreyta járnbraut- arstöðina og láta hana líta sem bezt út. Þetta var 19. maí 1906 og þetta var mesti merkisdagur í sögu Brigue. Þennan morgun átti sem sé að vígja nýu jarðgöngin, sem gerð höfðu verið í gegnum Alpa- fjöll. Fyrsta járnbrautarlestin, sem . fór um þau, var væntanleg kl. hálf- tólf og með henni átti Victor Emanuel III. Ítalíukonungur að koma, en á járnbrautarstöðinni átti Forrer, forseti Sviss, að taka á móti honum. Réttum 100 árum áður hafði einnig gerzt þarna merkilegur at- burður, því að þá var vígður veg- ur, er Napóleon keisari hafði látið gera yfir skarðið. Þótti sá vegur mikið mannvirki, því að skarðið er 6590 feta hátt. En hvað var þetta hjá því, er nú hafði gerzt, þegar komin voru rúmlega 20 km löng göng í gegnum Alpafjöllin, lengstu jarðgöng sem til voru í heimin- um! Auðvitað voru íbúarnir í Brigue í sjöunda himni. Hér eítir gátu þeir ferðast á 20 mínútum yfir til Ítalíu, í stað þess að vera að minnsta kosti 4—5 klukkustundir að klöngrast yfir skarðið, og svo var það ekki fært vegna snjóa nema svo sem fjóra mánuði ársins. Járnbrautarlestin kom stundvís- lega á þeirri mínútu, sem ætlað var. Henni var fagnað með fallbyssu- skotum og heiðursvörður her- manna stóð við stöðina. En á stöðv- arpallinum stóð Forrer forseti ásamt öðru stórmenni og fjölda ungmeya í þjóðbúningum. Ræður voru haldnar og svo gengu allir inn í aðalsal járnbrautarstöðvar- innar og þar var slegið upp dýr- legri veizlu. Þremur klukkustund- um seinna lagði lestin á stað aft- ur, og nú var förinni heitið til Domodossula í Ítalíu. Með henni fóru allir hátíðargestir og Ítalíu- megin var svo haldin önnur stór- veizla. ----o---- Byrjað var á að gera jarðgöngin átta árum áður, eða um miðjan ágúst 1898. Þýzkt verkíræðingafé- lag, Brandt, Brandau & Co. í Ham- borg, hafði tekið verkið að sér. Var ákveðið að byrja skyldi á greftri báðum megin við fjöllin samtímis, og skuldbatt félagið sig til þess að láta göngin ná saman í nóvember 1903. Dagsektir, er námu 5000 svissneskum frönkum, lágu við ef félagið lauk ekki verkinu á ákveðn- um tíma. Þá var ákveðið að grafa aðeins ein járnbrautargöng og áttu þau að vera 14 fet og 9 þuml. á breidd í brautarhæð, 16% fet á breidd ofan við lestina og 19% fet á hæð. En samhhða þessum aðalgöngum skyldi vera önnur minni, 10% fc-t á breidd og 8 feta há, fyrir aðra umferð. En gert var ráð fyrir að stækka þessi göng síðar, svo að járnbrautarlestir gæti farið sam- tímis fram og aftur milli landanna. En til þess að allt væri öruggt, voru höfð 56 fet á milli ganganna. Fyrst í stað gekk verkið að ósk- um og alveg eftir áætlun. En þegar komið var inn í bergið rúma 5 km. frá Sviss, komu óvæntir erfið- leikar fyrir. Loftið í göngunum fór allt í einu að hitna og það hitnaði stöðugt þangað til það var orðið 127 gráður á Fahrenheit. Verk- fræðingarnir höfðu búizt við að mestur hiti í göngunum mundi verða um 90 stig F. og höfðu út búið sig með dælur til þess að dæla köldu loftin niður í göngin. Nú dugði þetta alls ekki. Verkamönn- um var ólíft í göngunum fyrir hita. Seinast varð að grípa til þess ráðs að flytja ískalt vatn inn í göngin og dæla því á bergið með stuttu millibili. Ítalíumegin urðu önnur vand- ræði litlu minni. Þegar nokkuð var komið inn í fjallið, fengu verka- mennirnir allt í einu yfir sig hol- skeflur af heitu og köldu vatni, sem fossaði niður úr sprungum í berginu. Öll vinna stöðvaðist þegar í stað og út úr báðum göngunum brutust fossandi elfur og var vatns- magnið um 70.000 lítrar á mínútu. Auk þessara erfiðleika kom og í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.