Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 12
480 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Talsíminn yfir Aflantshaf eitt af merkustu fyrirtœkjum þessarar aldar gJARTAN haustmorgun, nánar til tekið 26. september 1955, varp- aði skipið „Monarch“ akkerum í höfninni Oban í Skotlandi. Skipið var stórt, um 8000 smálestir, en þessi hafnarstaður er mjög lítill og hefir ekki átt að venjast heim- sóknum svo stórra skipa. Á framþiljum skipsins bakborðs- megin stóð stórt hvítt tjald. Um það þyrptust nokkrir forvitnir blaðamenn, skipverjar og yfir- menn. Inni í tjaldinu unnu fag- lærðir menn að því að tengja sam- an endana á tveimur stálköðlum. Annar þeirra lá í land frá skipinu, en hinn lá vestur á bóginn, 2000 mílur neðansjávar, til Clarenville á Newfoundland. Eítir nokkrar klukkustundir höfðu kaðlarnir verið tengdir sam- an, rafstraumi var hleypt á streng- inn frá báðum endum, og manns- rödd barst greinileg og skír þvert yfir Atlantshafið frá vestri til austurs. Þessi dagur, 26. september, varð merkisdagur í viðskiftalífi nútím- ans. Þá hafði tekizt að koma á fyrsta talsímasambandinu yfir At- lantshaf. ----o--- Vegna þess að strengur þessi get- ur ekki flutt mál manna nema frá vestri til austurs yfir hafið, var nauðsynlegt að leggja annan streng er flytti mál manna öfuga leið, svo að hægt sé að talast við yfir hafið. Lagning þessa sæsíma hófst hjá Newfoundlandi 22. júní 1955. En strenginn varð að leggja í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn var land- grunnið austan Ameríku, og var þá komið um 200 mílur til hafs. Næsti áfangi var þaðan yfir haf- djúpið, þar til ekki voru nema 500 mílur eftir til Skotlands. Og sein- asti áfanginn var svo þaðan til Oban. Nú í sumar er unnið að því að leggja strenginn, sem ber tal manna vestur um haf. Langt er síðan að mönnum þótti nauðsyn bera til þess að lagður væri sæsími yfir Atlantshaf. En á því voru mörg tormerki og þó fyrst og fremst það, að mönnum hafði ekki tekizt að finna upp streng er dygði á jafn miklu dýpi og þar er, og gæti flutt mál manna þessa óraleið. Það var ekki fyr en 1919 að dr. Oliver E. Buckley og starfsmenn Bell Laboratories tóku að gera tilraunir um hvernig sá strengur þyrfti að vera, er dygði sem talsími yfir Atlantshaf. En áður en þessum tilraunum væri lokið, kom þráðlausa firðtalið til sögunnar. Það var árið 1927. Og nú var hægt að talast við um all- í heim, láta rafstraum bera mannsröddina í lofti þvert yfir hálfan hnöttinn. Fyrsta árið fóru fram 2275 samtöl yfir Atlantshaf, en þetta jókst smám saman. Árið 1937 voru samtölin orðin 59.000 og árið 1954 voru þau orðin hvorki fleiri né færri en 1.064.000. Með þessari ógurlegu aukningu þrengdist svo um á öllum bylgju- lengdum, að nú varð mönnum það ljóst, að aldrei hafði verið meiri þörf fyrir talsíma yfir hafið. Eftir miklar bollaleggingar kom- ust sérfræðingar að því, að bezta ráðið væri að hafa sæsímana tvo, annan fyrir tal austur um haf og hinn fyrir tal vestur um haf. En þar með var málið þó ekki leyst. Það varð að finna upp streng er entist að minnsta kosti 20 ár, og hann yrði að vera þannig út bú- inn, að í honum sjálfum væri með vissu millibili nokkurs konar end- urnýunarstöðvar talsins, eða út- búnaður til þess að hækka rödd- ina og fleyta henni fram til næstu stöðvar. Greitt var úr þessum vandamál- um og árið 1950 var lagður sæsími milli Florida og Kúba og hann út búinn á þennan hátt. Reyndist hann svo vel, að verkfræðingar töldu að nú væri fengin reynsla er skæri úr um það hvernig sæsími yfir At- lantshaf þyrfti að vera. Og svo var það í desember 1953 að Americ- an Telephone og Telegraph Co., brezka póststjórnin og Canadian Overseas Telecommunition Corp., gerðu samning með sér um að ráð- ast í fyrirtækið. ----o----- Strengirnir voru framleiddir bæði vestan hafs og austan hjá fyrirtækjum er hafa langa reynslu um framleiðslu sæsíma. Leiðslu- vírinn er gildur og er í miðjum streng, en utan um hann er vafið þreföldum ræmum af koparþynn- um. Er það gert til þess, að sam- bandið rofni ekki, enda þótt leiðslu- vírinn slitni. Þar utan yfir er þykkt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.