Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 483 komst til Honolulu og gat losnað við manninn. Maður er nefndur William Al- .bsrt Robinson, bandarískur. Hann fór í hnattsiglingu á skipi, sem hann nefndi „Svaap“ (það er ind- verskt orð og þýðir draumur). Hann ætlaði að vera við annan mann, en fyrst í stað skipti hann um menn svo að segja í hverri höfn. Seinast náði hann í strák á einhverri af Kyrrahafseyum. Hann hét Etera og var kominn af frumbyggjum eyanna. Þeir Robin- son voru svo ólíkir sem msst mátti verða, bæði um lífsvenjur og hugs- unarhátt, og það var ástæðan til þess að þá greindi aldrei á. Pilt- urinn reyndist ágætlega meðan þeir voru úti á hafi, en hann týnd- ist í hvert sinn sem í höfn var kom- ið og ienti þá í sukki og svalli svo að Robinson varð í hvert skipti að kaupa hann út úr fangelsi. Þegar þeir komu til Galapagoseya veikt- ist Robinson hastarlega af botn- langabólgu og hafði ekkert viðþol. Eina lífsvonin var að hann fengi læknishjálp skjótlega. Hann sendi út neyðarskeyti, en ekkert skip var þar nærri. En svo kom allt í einu skeyti frá bandaríska flota- málaráðuneytinu: „Sendum þegar tundurspilli, flugvélar og lækni“. Ef Robinson hefði verið þarna hálíri öld fyr, hefði hann mátt deya drottni sínum. Tækni nú- tímans bjargaði honum — læknir- inn kom nógu snemma. Svo var flogið með hann til meginlandsins og honum komið á spítala. Þegar hann komst á fætur lagði hann á sjóinn aftur, og enn er hann á siglingu um úthöfin. Menn geta ekki hætt þegar þeir eru byrjaðir á þcssu. ----o---- Fæstir eru ríkir af þeim, sem fara í hnattsiglingar á smákænum. Sumir hafa aflað sér fjár með fyrirlestrum, og aðrir leggja á stað með tvær hendur tómar. Einhver ódýrasta sigling yfir haf, þótt stutt væri, er sú er tveir ungir Norð- menn flýðu úr landi í seinasta stríði og komust til Bretlands. Þeir höfðu keypt 40 ára gamlan dekk- bát, sem talinn var ósjófær fyrir löngu, og greitt 50 krónur fyrir hann. Á honum sigldu þeir svo yfir Norðursjó. Annars eru þessar úthafs sigling- ar á smáfleytum, mjög kostnaðar- samar. Menn gera sér naumast grein fyrir því í byrjun. Það er því ótrúlegur fjöldi smábáta sífellt á ferð um úthöfin, og mundi mönn- um blöskra ef þeir vissu hve marg- ir eru á slíkum ferðalögum nú. En það veit enginn, því að þessir menn láta hvorki skrá sig né fleytur sín- ar. Þeim er það fyrir öilu að losna úr viðjum menningarinnar, losna við seigdrepandi og tilbreytinga- lausa vinnu í skrifstofum eða verksmiðjum. Margir af þessum mönnum hverfa, þeir farast í hafi vegna þess að þeir hafa ekki kunn- að neitt til sjómennsku. Hér á við það sem segir í biblíunni: „Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir“. Vegna fjárskorts er útbúnaður oft slæmur, en það er betra að vera vel út búinn í langferð. Hjón frá Suður Afríku voru stödd í Englandi og þau ætluðu sér að komast heim á smábáti. Þau keyptu sér vél í hann og allan útbúnað, en höfðu ekki peninga til að borga þetta. Að næturlagi laumuðust þau á stað, struku frá skuldunum, og það gat ekki góðri lukku stýrt. Úti í Ermarsundi hrepptu þau stórviðri og urðu að leita hafnar. Þau komust til Wey- mouth, en þar var þegar lagt hald á bátinn, og þar með var þeirri sjóferð lokið. Til er það, að glæfralegar sjó- ferðir heppnazt, eins og sést á því er Fred Rebell sigldi aleinn á 18 feta löngum báíi yíir Kyrrahaíið árið 1931, vegarlengd sem er um 9000 sjómílur. Fred Rebell var ætt- aður írá Lettlandi, en átti heima í Sydney í Ástralíu. Hann kunni ekkert til sjómennsku, nema þá þekkingu, sem hann hafði getað snapað saman í alþýðubókasafninu í Sydney. Þar teiknaði hann sér sjálfur sjókort eftir afgömlum korturn. Sextant bjó hann sér til sjálíur og hafði hnífsblað úr ryð- fríu stáli fyrir spegil. Hann var 53 vikur á leiðinni til Los Angeles í Kaliforníu, en ferðalagið hafði ekki kostað hann meira en 45 sterlingspund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.