Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 14
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS velja við í bátinn, en hún að sjóða niður grænmeti í nestið — tvær smálestir! Frægastur af öllum þessum sjó- farendum er þó líklega Ameríku- maðurinn Joshua Slocum. Hann var áður skipstjóri á seglskipi. En þegar þau skip voru lögð niður og „gufudallarnir“ komu í staðinn, þá hætti hann skipstjórn, fannst þess- ar nýmóðins fleytur ekki vera nein skip. Vinur hans gaf honum þá aflóga skútu með einni siglu, er hann gæti haft sér til skemmtun- ar. En Slocum lét gera við hana og kallaði hana „Spray“. Hún var 36 feta löng og 14 feta breið um bóginn. Þetta hlýtur að hafa verið bezta skip, því að það gat siglt tímunum saman með stýrið bund- ið, án þess að breyta um stefnu, og slikt leika ekki öil skip eftir. Og a árunum 1895—1898 sigldi Joshua Slocum aleinn á þessu skipi umhverfis hnöttinn. Þá var enginn Panamaskurður til, svo að hann varð að sigla suður fyrir odda Ameríku, en þá leið áttu stórskip fullt í fangi með að komast, hvað þá smáskúta, sem einn maður var á. Slocum hreppti þarna stórviðri og kulda, og Indíánar sátu um hann. Það var eina nótt, að hann hafði varpað akkerum inni í lygn- um vog og var genginn til svefns. En áður hafði hann þó í varúðar- skyni dreift teiknibólum um allt þilfarið. Um nóttina komu Indíán- ar á báti og ætluðu að ræna skipið. Fyrir þeim var svartskeggjaður kynblendingur. Þeir þustu upp á skipið, en af því að þeir voru ber- íættir, stungust teiknibólurnar upp í iljar þeirra. Þeir öskruðu af sárs- auka og steyptu sér þegar fyrir borð. Slocum vaknaði við öskrin, þaut upp á þiljur og skaut nokkr- um skotum út í myrkrið. Svo lagði hann sig rólegur til hvíldar aítur. — Frá Magellansundi sigldi hann til Ástralíu og þaðan til Asíu, yfir Indlandshaf og að Góðrarvonar- höfða. Þaðan helt hann svo yfir Atlantshaf vestur til Ameríku. Hann varð fyrstur allra manna til þess að fara einn á skipi umhverfis hnöttinn, og enginn hefir leikið það eftir honum að sigla einn síns liðs þessa leið. Hann varð frægur mjög fyrir þessa ferð. Fáum árum seinna lagði hann upp í aðra ferð einsamall á sama skipi. Hann lagði út frá Rhode Island, og síðan hefir aldrei til hans spurzt. Menn halda helzt að eitthvert stórskip hafi siglt hann í kaf á náttarþeli. Annar maður, sem er álíka fræg- ur, er Frakkinn Alain Gerbault. Hann var einhver mesti tennismað- ur síns tíma og flugmaður var hann í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá var það ao hann og félagar hans komu sér saman um að sigla umhverfis hnöttinn að stríðinu loknu. En þegar stríðinu lauk, var eng- inn þeirra uppi standandi nema Gerbault. Hann afréð því að fara einn í siglinguna. Fekk hann sér bát, sem hann nefndi „Firecrest", og sögðu menn að hann væri eins og fjöl reist upp á rönd, því að hann var afar mjór, en djúpur. Hann haf ði slæm segl, og á leiðinni yfir Atlantshaf voru þau alltaf að rifna og mátti hann alltaf sitja við að sauma þau saman aftur, ogstýrði þá á meðan með fótunum. Á leið sinni yfir Kyrrahaf kom hann við á nokkrum eyum og gerðizt bezti vinur eyaskeggja og kenndi þeim meðal annars knattspyrnu. Þegar hann kom heim úr siglingunni um- hverfis hnöttinn, sökk bátur hans hjá Englandi. Hann lét þegar smíða sér annan bát af sömu gerð og kall- aði hann „Alain Gerbault“. Á þess- um báti lagði hann í aðra hnatt- siglingu, komst til Indónesíu og dó þar úr hitasótt í seinni heims- styrjöldinni. Söguleg varð sigling Norðmanns- ins Erling Tambs frá Noregi til Nýa Sjálands. Hann hafði konu sína með sér, en ekki fleira manna. Bót- inn nefndi hann „Teddy“. En þegar þau komu til Kanari-eya, bættist þeim háseti, því að þá eignaðist konan dreng. Þau heldu samt á- fram yfir Atlantshaf og sagði Tambs svo frá seinna, að drengur- inn hefði fengið krafta í köggla af því að spyrna á móti veltu báts- ins. Annað barn, stúlku, eignuðust þau seinna á ferðinni. Þegar þau voru úti í miðju Kyrrahafi fekk Tambs blóðeitrun í handlegg og hugði sér ekki líf, og gaf hann konu sinni fyrirmæli um hvernig hún ætti að fara með lík sitt. En rétt á eftir hendi hann það slys að handleggsbrotna á þess- um handlegg — og það gat þó naumast talizt slys, því að við það batnaði blóðeitrunin! Eftir nær tvö ár komust þau til Nýa Sjálands, en þar strandaði báturinn við klettaströnd, og meðan hjónin voru að reyna að bjarga úr honum því, sem bjargað varð, sat litli tvæ- vetlingurinn uppi á kletti og gætti systur sinnar, sem ekki var nema nokkurra mánaða gömul.----- Það er áreiðanlega heppilegast að hjón séu saman á slíkum lang- ferðum. Það er þröngt á þessum litlu fleytum og alltaf við einhverja örðugleika að stríða. Reynir því mjög á vináttu, og fer hún oftast út um þúfur þar sem tveir karl- menn eiga í hlut. Er það því al- vanalegt að formaður bátsins sé alltaf að skifta um menn á ferða- laginu. Þó fer ekki alltaf jafnilla og fyrir Ameríkumanninum Dwight Long á hnattsiglingu hans. Bátur hans hét „Idle Hour“ og var 32 feta langur. Hann hafði með sér einn mann. En þegar hann var á leið yfir Kyrrahafið uppgötvaði hann að þessi maður var brjálaður og sat um líf hans. Varð hann því þeirri stund fegnastur er hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.