Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 9
477 "'r MORGUNBLAÐSINS Dómkirkjan í Þrándheimi, þar sem Einar Skúia- son flutti kvæði sitt „Geisla" fyrir 809 árum. Lét, sá er landfólks gætir, líknframur himinríki umgaupnandi opnnst alls heims fyr gram snjöllum. Þetta er sú himneska Jerúsalem, sem menn dreymdi svo oft um í róstum miðaldanna. Það er frið- heimurinn, sem oss dreymir um enn í dag, í stríði milli þjóða, stétta og einstaklinga. Kvæðið skildi eftir þessa björíu sýn: ina himnesku Jerúsalem. Friðarhug- sjónina! Þessi vitrun var mönnum birt á þessum stað fyrir 800 árum, og vér skulum í kvöld halda fast í hana og sýna þar með hvað vér þráum og Vonum. ----o---- Snorri Sturluson segir, að þá er Ólafur konungur fór austan um Kjöl og stefndi til Veradals, þá bar íyrir hann sýn: Hann sá fyrst yfir allan Þrándheim, svo yfir all- an Noreg og að lokum yfir allan heiminn. Hér höfum vér muninn á hreppa- póiiíík og alheimshyggju. Það má með sanni segja að Ólafur kóngur hafi fallið á verkum sínum. Hann var þá ekki neinn dýrlingur, heldur sólginn í landvinninga eins og aðrir og var ekki vandari en þeir að ráð- um til þess. En innst inni var það kristinrétturinn, sem réði gerðum hans, þessi réttur, sem braut al- gjörlega í bág við eldri réttarmeð- vitund, er leyfði að börn vaeri bor- in út og gömlu fólki og sjúkum væri styttur aldur. Kristinréttur- inn krafðist jafnrétti allra sálna, því að þær væri jafnar fyrir guði. Þetta skildu menn fyrst eftir að Ólafur var fallinn og gerðu úr því helgisögu, kraftaverk og jarteiknir. Afleiðingin af þessu varð nýtt lífs- viðhorf, byggt á grundvelli kristin- réttar, og á því var frelsi og sjálf- stæði Noregs nú byggt, þvert ofan í sjálfstæðisstefnu Haraldar hár- fagra, sem bygðist á valdi. Þetta kemur glöggt fram í marglitum vef sögunnar og mynd þeirri er alþýðu skáldskapurinn hefir dregið upp af Ólafi um aldir. Hann og þjóðsagan urðu eitt, og verða ekki aðgreind. Sagan er þar sem raunveruleiki og þjóðsaga mætast. Sú þjóð, sem glat- ar þjóðsögnum sínum, er á leið til glötunar. Þessi er boðskapur dags- ins í dag og þessarar dómkirkju til allra norrænna þjóða. Það er Ólafs-hugsjónin, sem er andstæð efnishyggjunni, sem vill gera þjóð- irnar og ríkin að einni vél. ----o---- Fyrsta kveðjan héðan frá dóm- kirkjunni og gamla erkibiskups- stólnum sendist í dag næsta bróður* landi, íslandi. Fyrir skömmu minntust menn þess þar hátíðlega að 900 ór voru liðin síðan biskups- stóll var stofnaður í Skálholti og ísleifur Gissurarson vígður til biskups. Þegar frá leið komst þessi biskupsstóll og biskupsstóllinn á Hólum undir erkibiskupsstólinn hér. Ólafur helgi varð fyrstur til þess að ásælast ið frjálsa ísland og reyna að koma því undir Noreg. Seinast bað hann íslendinga að gefa sér Grímsey. En þá gekk fram Einar Þveræingur og varaði menn við: í Grímsey væri hægt að hafa heilan her og hann gæti orðið hættulegur sjálfstæði íslands. Það hreif og Ólafur fekk ekki Grírnsey. En þótt honum tækist ekki að ná landinu undir sig með valdi, sigraði hann eftir Stiklarstaðaorustu, því að þá varð helgi hans andlegt vald í landinu. Og þegar erkibiskups-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.