Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 10
478 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nýr tímamælir vegna stjörnuíræði CTJÖRNUFRÆÐINGAR hafa komið sér saman um nýan tímamæli. Þr.ð er „sekúnda“ reikn- uð út eítir gangi tunglsins um jörðina. Þessi sekúnda var opin- berlega staðfest í september í fyrra á fundi International Astronomical Union, sem haldinn var í Dublin, og verður sennilega grundvöllur allra inna nákvæmustu tímamæl- inga um allan heim. Þetta er nefndur „ephemeris" tími (stjörnutími) til aðgreiningar frá meðal-sóltíma, sem nú er farið eftir. Má segja að aðalbreytingin sé í því fólgin að miða við göngu tungls, í stað þess að miða við göngu jarðar, svo sem gert hefir verið. En þó er það ekki nákvæmt og þarf frekari skýringar við. Þessi nýi tímamælir hefir ekki nein áhrif á tímatalið, eins og það hefir verið. Mismunurinn á inni nýu sekúndu og þeirri gömlu, er ekki nema brot úr millisekúndu (þúsundasta hluta úr sekúndu) og því svo lítill, að hann verður ekki mældur á neinum venjulegum úr- um. Þess vegna verður klukkunni ekki breytt og allt tímatal í dag- legum viðskiftum manna verður áiram miðað við hana. IIVAÐA gagn er þá að þessu? munu menn spyrja. Fyrir vísindamennina getur in nýa sekúnda haft stórkostlega þýð- ingu, því að gamla sekúndan var hvergi nærri svo stöðug, að henni megi alltaf treysta. Hundraðasti hlutinn úr millisekúndu mun að flestra dómi ekki skifta neinu máli. við tímareikning, en vísindamenn, sem fást við in nýu eðlisvís- indi, eru þar á öðru máli. — Frá þeirra sjónarmiði hefir þessi litli tímaskakki stórkostlega þýð- ingu. Tökum til dæmis kjarnorku- stóllinn var settur hér og fekk yfir« ráð íslenzku kirkjunnar, þá hlaut að fara svo að in veraldlegu yfir- ráð fylgdi á eftir. ísland glataði þá og sjálfstæði sínu upp úr innan- landserjum Sturlungaaldar, og komst undir Noreg og síðan með honum undir Danmörk og laut valdi hennar um aldir. Nú eru bæði löndin, Noregur og ísland, frjáls og fullvalda ríki á bekk með öðr- um norrænum þjóðum. Dýrlingurinn Ólafur helgi átti sinn þátt í þessum atburðum. Eng- inn Noregskonungur hefir orðið ís- lendingum jafn kær og hann, og á íslandi var minningu hans haldið hátt á loft. Og þess megum vér minnast á þessari stund og þess- um stað, að án Ólafs hefði þessi dagur ekki verið neinn hátíðisdag- ur né átt slík ítök í hjörtum allra Norðmanna. Og í sambandi við það viljum vér minnast Snorra Sturlu- sonar, sem fremur öllum öðrum reisti Ólafí óbrotgjarnan bauta- stein. Hásnilldin í Heimskringlu er saga Ólafs helga, er Snorri reit fyrst og skeytti svo framan og aftan við sögu annara konunga, sem falla að henni eins og ris. Og í sögulok er Ólafur hafinn til himna með kvæði Þórarins lof- tungu. En fyrir orustuna á Stiklar- stöðum var Ólafur breizkur maður hjá Sr.orra. Nú er hann hafinn yfir það. Það er engu líkara en Snorri finni til andlegs skyldleika með sér og dýrlingnum. Þeir höfðu báðir sömu galla. í þeim stríddu valda- fíkn og sjálfsafneitun, það var barátta milli sálarinnar og andans, ef svo mætti að orði kveða. Sálin er deilugjörn og ágjörn, en andinn vill sátt og frið. Sagan varð full- komin. Hún er borin uppi af sann- leika ins innra lífs og geðhrifa, hvað svo sem er um inn ytri sann- leik eða réttbreytni, sem vér þekkj- um svo sáralítið. Um aldir hefir þessi saga verið norsku þjóðinni leiðarvísir til skilnings á dýrlingn- um. — Fyrir tveimur árum var ég staddur í Reykholti á dánardegi Snorra, 23. september. Reyniberin voru eins og blóðdropar, grasið var sölnað og kvöldskuggar fellu yfir dalinn með inum mörgu rjúkandi hverum. H é r var það þá að réttur skilningur á Ólafi helga kom fyrst fram, eins og sjálfsrannsókn og friðþæging í sál snillingsins og sagnritarans. H é r hafði hann fyrir sálaraugum dómkirkjuna í Niðar- ósi, eins og hann hafði séð hana þegar hann var í Þrándheimi, og gulnuð handrit geyma nú þessar sýnir. Nú eru flest þessi handrit geymd í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi — en þess getur ekki orðið langt að bíða að þau komi aftur heim til þeirrar þjóðar, sem skóp þau, því að þau eru hennar and- legi arfur. Þessi dómkirkja kastar bæði ljósi og skuggum á ísland — yfirdrotn- unaranda og fórnfýsi. En ef ekki heíði verið útflytjendurnir norsku, sem stofnuðu ið frjálsa ríki þarna norður í hafi, þá mundum vér tæplega standa hér á þessum stað í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.