Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 475 Matfhías Jochumsson: SIGRÍÐUR sú, sem kvæðin eru til, var dóttir Péturs Sivertsen í Höfn í Melasveit. H. Th. A. Thomsen kaupmaður í Reykjavík, tók har.a unga í fóstur og 10 ára gömul fluttist hún með honum til Kaupmanna- hafnar og kom aldrei til íslands upp frá því. Hún giftist józkum manni, Hans Thaysen og bjuggu þau á Elvegaard skammt frá Kolding. Þau eru nú bæði dáin, en börn þeirra búa þar. í sumar bar þar ís- lenzkan gest að garði og var honum þá sýnt eiginhandrit Matthíasar af kvæðum þessum, sem geymt er þar sem ættargripur. Gesturinn tók þegar afrit af kvæðunum, og þar sem þau eru ekki prentuð í Ijóða- bókum Matthíasar, þykir rétt að birta þau hér. Þeir sem rita undir afmæliskveðjuna með Matthíasi munu vera: Gunnar Gunnarsson prests Gunnarssonar í Laufási, er síðar varð prest- ur á Svalbarði og Lundarbrekku ög prófastur í Norður-Þingeyarþingi, og Jónas Björnsson Guðmundssonar frá Geithömrum í Svínadal; hann varð prestur á Ríp og drukknaði í Iléraðsvötnum. Þeir Matthías og Gunnar urðu samferða í gegn um prestaskólann, tóku embættispróf 1865, en Jónas tók ekki embættispróf fyrr en 1867. Elín var fyrsta kona Matthíasar. Hún var dóttir Diðrik Knudsens í Reykjavík, Þau giftust 9. des. 1866. Til jómfrú SIGRÍÐAR SIVERTSEN 16. marz 1864. Fremur venju barniff munarbliffa, brosiff leikur nú á vörum þér; seg mér ljúfa, hvaff á þaff aff þýffa? þetta sjálfsagt tyllidagur er. — Já, nú skil ég, skart og nýa kjólinn, skæran gleffisvip og jólabrag. Yngismeyar svásleg himinsólin signar einmitt nýan burðardag. Gleff þig barn! Því ennþá æskustundin unaðsdraumi svæfir hverja þraut. Gleff þig barn! Því létt er ennþá lundin liljurn tómum enn er stráff þín braut. Enn viff hliff þér englar bjartir standa, æskuverðir sem þinn styffja fót; vert því örugg! ennþá hvergi granda æsku þinni heimsins svell og grjót. Guff þér blessi gleðistundu þína, góða barn, og hvert þitt æfistig, náðargeisla nýa láti sína nýan ársdag leiftra kringum þig. Blómadrottning allra yngissnóta ertu og vertu fagra Sigga min; Guff þig láti gæfu alla hljóta góð og mörg þá verða árin þín! MATTHÍAS JOCHUMSSON, GUNNAR GUNNARSSON og JÓNAS BJÖRNSSON óskum okkar elskulegu vinstúlku til heilla og hamingju á þessum hennar afmælisdegi með þessu litla kvæði. — Til SIGRÍÐAR SIVERTSEN með beztu óskum vinkonu hennar ELÍNAR JOCHUMSEN 16. marz 1868. ósköp ertu, elsku Sigga! orðin stór og væn, nú ertu orðin níu ára — nú leggst ég á bæn, Ósköp ertu, elsku Sigga! orðin há og fin. Glöff þér syngur lán og lukku ljóðadísin mín. Óskcp ertu, elsku Sigga! eunþá goð og hyr: aff þér glaffur unaðsheimur ennþá faðmi snýr. Allt er glatt og gratúlerar gcff þá fæðast börn; sjálf hún kisa malar af monti meir en nokkur kvörn. Effa finnst þér ekki sjáifri á þinn burffardag, allt sem viff þér horfir hafi hreinan gleðibrag? Fjöllin, sjórinn, fólkiff, húsin, fjaran, þorskurinn, kýrin, hænan, krummi, rnúsin, kjóllinn, sokkurinn. Blessuð haltu alltaf áfram, yngisstúlkan mín! aff verða stór og væn og fögur, vitur, há og fín. Blessuð haitu alltaf áfram, yngismeyan rjóff, aff brosa eins og blómadrottning bliff og hjartans góff. Blessuff haltu alltaf áfram á þinn burðardag, að láta ætíð heiminn halda hreinum gleðibrag. Blessuð haltu alltaf áfram, elsl:u Sigga min! að gleðja allt meff gleði þinnl. Gæti Drottinn þín! MATTHÍAS JOCHUMSSON Cerfifœða KRABBAMEINSNEFNDIN I Bandaríkjunum hefir nýlega til- kynnt að búin hafi verið til gerfi- fæða, sem í sé öll þau efni, er lík- aminn þarfnast. Þetta er hvítt duft, gert úr 40 efnum, þar á meðal fjör- eínum, aminosýrum, glucose og söltum. Er þetta talin sérlega hent- ug fæða fyrir ungbörn, krabba- meinssjúklinga, og menn sem skornir hafa verið upp við inn- vortis meinsemdum — yfirleitt fyrir alla þá, sem ekki geta neytt venjulegrar iæðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.