Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 633 ELDFJOLL hrœBsluofnar nattúrunnar IjAÐ eru hvorki málmfræðingar né verkfræðingar sem stjórna stærstu bræðsluofnum jarðarinnar, eldfjöllunum. En þótt mennirnir hafi engin ráð til þess að hafa hemil á umbrotum inna 400 eld- fjalla, sem enn eru ókulnuð, þá mundi mannkynið varla fá lifað ef ekki væri framleiðsla þessara eld- fjalla. Um aldir hafa menn óttazt eld- fjöllin og hafa þau því illt orð á sér. Það er sama hvar þau eru, menn tala alls staðar um þau sem hættulega óvini, er drepi fjölda manns, og liggi í launsátri, oft öldum saman, til þess að koma svo nein fullnægjandi skilríki þessu viðvíkjandi. Eigi er mér kunnugt, að í þessu hafi neitt verið að- hafzt. EFTIRSKRIFT Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt á Kirkjufundinum í einu hljóði: Hinn almenni kirkjufundur, sem haldinn er í Reykjavík dagana 20.—22. október 1956, skorar fast- lega á ríkisstjórn og Alþingi að koma því til leiðar, að sett verði löggjöf um kirkjubyggingar í þjóð- kirkjunni, þar sem ríkinu sé gert að skyldu að standast kostnað við þær að % hlutum (stofnkostnað- ar), móts við hlutaðeigandi söfn- uði, er greiði kostnaðinn að öðru leyti og annist viðhald, samkvæmt nánari reglum, er um það yrðu settar. „WONDERS OF SCIENC.E" nefnist bók, sem kom út í Banda- ríkjunum á þessu ári og er þetta útdráttur úr einum kafla hennar. Höfundurinn heitir Gary Webst- er. — að mönnum óvörum og drepa, drepa. Þetta er ofur eðlilegt. Eld- gosin hafa orðið mannskæð og ganga um það næst bræðrum sín- um, jarðskjálftunum. Fimmti hluti íslenzku þjóðarinn- ar fórst í Skaftáreldunum 1783. Fjórðungi aldar síðar gaus fjallið Tamboro á Austur-Indíum af svo miklum ofsa, að kjarnasprenging er lítilmótleg í samanburði við það. Þar fórust 56 þúsundir manna. Krakatoa, sem var milli Java og Sumatra, sprakk í loft upp árið 1883. Sjómenn, sem voru í 3000 km. fjarlægð, heyrðu sprenginguna. Flóðalda, 50 feta há, sópaði burtu rúmlega hundrað þorpum og talið er að 35 þúsundir manna hafi far- izt. Stærstu tíðindi ársins 1902 voru þau er fjallið Pelee á Martinique sprakk í loft upp og yfir borgina St. Pierre. Þar voru 30.000 íbúar, en aðeins 2 þeirra komust lífs af. Það er engin furða þótt eldfjöll- in hafi á sér illt orð, þegar slík tíðindi gerast. En þó eru þau ekki jafn hættuleg og bílarnir. í öllum eldgosum á seinustu fjórum öldum, hafa farizt um 190 þúsundir manna. Á sex árum munu bílar verða jafn mörgum að bana í Bandaríkjunum, ef svo fer fram bílslysum þar sem nú er. Eldfjöllin eru mjög breytileg um stærð og hve oft þau gjósa. Stromboli, sem er lítið eldfjall norðan við Sikiley, hefir verið sí- gjósandi um 2000 ára skeið. Hann hóstar og gusar upp úr sér að minnsta kosti einu sinni á hverri klukkustund, en þar hafa aldrei orðið sprengigos svo kunnugt sé. í Tanganyika í Afríku er eldfjall- ið Ngorongoro og er gosgígur þess um 20 km. víður. Einhverju sinni þeysti það úr sér milljónum smá- lesta, en hefir nú legið niðri um aldir. Líkt og stálsmiðjur hafa eldfjöll- in sín einkenni og setja sitt mark á framleiðslu sína. Mörg eldfjöll hlaðast upp á löngum tíma og hækka við hvert gos. Þetta eru tal- in einhver fegurstu fjöll heimsins. Þar má nefna Ararat, fjallið sem frægt er frá dögum Nóa, Kiliman- jaro, Etnu, Vesuvíus og Fujiyama. Mikið af þurrlendi jarðar er ey* ar, sem smám saman hafa mynd- ast af eldsumbrotum. Hawaii-eyar eru þannig til komnar, að fyrir rúmlega 100.000 ára tók að gjósa á hafsbotni og hlóðst þar hvert hraunlagið ofan á annað. Það var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.