Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 12
M LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Tom“, sagði hún, „eg ætla að borða hji þeim Longmorhjónum a8 kvöldi ins 26. Það er bezt fyrir þig að borða þá í klúbbnum". Þetta forðaði Bremmil frá því að koma með einhvem fyrirslátt, svo að hann gæti farið og borðað með frú Hauksbee. Honum þótti því vænt um þetta en samtímis fannst honum hann vera smár og auðvirðilegur — og hann hafði gott af því. Bremmil fór að heim- an klukkan fimm og kvaðst ætla að skreppa á hestbak. Um hálfri stundu seinna kom stór leðurklædd karfa frá Phelps til frú Bremmil. Hún kunni góð skil á að velja sér föt, og ekki hafði hún til einskis eytt viku í að velja snið og saum á þessum kjól og fá hann frunsaðan og pífaðan (eða hvað það nú heitir). Eg get ekki lýst því, en þetta er það sem kvennablaðið kallar „opin- berun“, og hittir mann beint milli augn- anna svo að maður tekur andköf. Frú Bremmil hafði ekki mikinn áhuga fyrir þessu sem hún var að gera, en þegar hún leit í stóra spegilinn, var hún viss um að hún hafði aldrei á ævi sinni verið jafn glæsileg. Hún var ljóshærð og ljóslituð og hún gat borið sig tígu- lega þegar hún vildi. Eftir kvöldmatinn hjá Longmore, fór hun í boðið — þó seint væri — og rakst þar fyrst á Bremmil, sem leiddi frú Hauksbee. Þá roðnaði hún, en þegar menn flykktust um hana að biðja um dans, þá var hún sannarlega tíguleg ásýndum. Hún lofaði öllum dönsunum, nema þremur. Frú Hauksbee varð einu sinni litið í augu hennar, og hún fann þegar að nú var stríð — reglulegt stríð á milli þeirra. Og það byrjaði ekki sem bezt fyrir frú Hauksbee, því að hún hafði gert sér heldur dælt við Bremmil, eða svo að honum þótti nóg um. Og svo hafði hann aldrei séð konu sína jafn glæsilega og nú. Hann starði á hana úr dyragáttum og göngum þar sem hún sveif fram hjá með dansend- um sínum. Og eftir því sem hann starði lengur, því meira fannst honum um. Hann átti bágt með að trúa því að þetta væri rauðeyga og sorgarklædda konan, sem grét ofan í eggin á hverj- um morgni. Frú Hauksbee gerði sér allt far um að halda honum föstum, en eftir tvo dansa gekk hann rakleitt til konu sinn- ar og bað lun dans. „Eg er hrædd um að bú k<”- ' • uð seint Mr. Bremmil", sagöi hun og augu hennar tindruöu. Hann bað hana því betur irm dans og af einskærrt náð hét hún honum fimmta valsinum. Til allrar hamingju stóð ekkert nafn við þann dan» á spjaldi hans. Þau dönsuðu svo þenn- an dans saman og það var dálítið pískur í salnum. Bremmil hafði vitað að kona hans kunni að dansa, en aldrei hafði hann haft hugmynd um að hún dansaði svo lystilega. Að valsinum loknum bað hann um annan dans. Hann fór bónarveg að henni, en krafðist þess ekki. Og frú Bremmil sagði: „Lofaðu mér að sjá spjaldið þitt“. Hann dró það upp með sama svip og skóladreng- ur, sem verður að afhenda kennara sínum forboðið sælgæti. Á því stóð nokkrum sinnum „H“ og „H“ við kvöld- verðarborðið. Frú Bremmil sagði ekki neitt, hún brosti aðeins og strykaði yf- ir ívö „H“ — við sjöunda og níunda dans — en skrifaði í staðinn gælunaín sitt, sem enginn kannaðist við nema þau hjónin sjálf. Svo sagði hún hlæ- andi: „Ó, kjáninn þinn, kjáninn þinn!“ Frú Hauksbee heyrði þetta, og vissi þá að hún hafði tapað. Bremmil þáði glaðlega sjöunda og níunda dans. Þau dönsuðu sjöunda dansinn, en í níunda dansí sátu þau úti í litlu tjaldi, og það kemur okkur ekkert við hvað þeim fór á milli. Þegar hljómsveitin tók að leika „The Roast Beef of Old England" komu þau upp á veröndina og frú Bremmil gekk til fataklefans. Þá kom frú Hauksbee og sagði: „Eg vona að þú leiðir mig til borðs að kvöldverðinum, Mr. Bremm- il?“ Hann kafroðnaði og varð vand- ræðalegur: „A,hm — eg er að fara heim með konu minni. Eg held að ein- hver misskilningur hafi átt sér stað“. Og þar sem hann var karlmaður þá talaði hann eins og það væri frú Hauks- bee að kenna. Frú Bremmil kom út úr fatageymsl- unni í svanadúnskápu og það ljómaði af henni; það var von. Svo gengu þau út í myrkrið. Þá sagði frú Hauksbee við mig — og mér sýndist hún heldur grá og gugg- in í lampaljósinu —: „Þér megið trúa því að in heimskasta kona getur vafið greindum karlmanni um fingur sér, en það þarf stórgreinda konu til þess að stjórna heimskingja!“ Svo fórum við inn í matsalinn. ^ S^Tö®®®G>^J! Ástralía AÐ UNDANFÖRNU hefir Ástralía ver- ið á hvers manns vörum, vegna Olym- píuleikanna, sem háðir voru í Mel- bourne.. En hvað vitum vér um Ástra- líu? Er það ekki heldur lítið? Hér eru noklirar upplýsingar. ic Ástralía er álíka stór og Banda- ríkin. Hún er um 3100 km frá norðri til suðurs og um 3900 km frá vestri til austurs. Strandlengj- an er um 26.000 km. Þriðjungur landsins er eyðimörk og annar þriðjungur litt byggilegur. ic Þar eru nú rúmlega 9 miljónir manna, þar af hefir ein miljón inn- flytjenda komið síðan seinni heims- styrjöldinni lauk. Byggðin er að- allega á austurströndinni og suð- vesturströndinni. Ef miðað er við stærð landsins þá eru þar að með- altali 2 íbúar á ferkm., en til sam- anburðar má geta þess að í Hol- landi eru 500 íbúar á ferkm., og 300 í Englandi. ÍC Það eru um 200 ár síðan fyrstu hvítu mennirnir settust að í Ástra- líu. Fyrir 100 árum var þar ekki nema 1 miljón manna. En svo fundust þar auðugar gullnámur, og þá flykktist fólk þangað. ic Stærstu borgimar eru Sydney með 1.862.000 íbúa, Melbourne 1.532.00 íbúa, Brisbane 50'2.000 íbúa og Adelaide 484.000 íbúa. ÍC Aðalatvinnuvegirnir eru kvikfjár- rækt og akuryrkja. Talið er að í landinu sé 120 miljónir sauðkinda, enda er það mesta ullarland heims- ins. Um hveitirækt er það ið fjórða í röðinni. ic Landinu er skift í 6 ríki, sem hafa sjálfstjóm, en eru í bandalagi og eiga allsherjar stjórn og þing. Það er í enska ríkjasambandinu, en er þó með öllu óháð Bretlandi. ic Mörg f jöll eru í landinu, en þau eru yfirleitt lág. Þau hæstu eru um 2200 m. Skógar eru þar sums stað- ar miklir. Mest er þar um gúmtré, sem er sígrænt allan ársins hring. ic Árstíðarskifti eru þar öfug við það sem er á íslandi. Vormánuðir eru september, október og nóvember, sumarmánuðir desember, janúar og febrúar, haustmánuðir marz, april og mai, og vetrarmánuðir júní, júlí og ágúst. y \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.