Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 6
50 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helgi frá Súðavík; Dularfull atvik sem fyrir mig haía boriö X HJONIN í KLETTINUM ÁRIN 1885—59, átíi ég heima á Eyri í Kollaíirði í Gufudalssveit, hjá Arn- fiuni Björnssyni bónda og konu hans, Önnu Finnsdóttur systur Jóns á Hjölium, föður Ara Arnalds, og þeirra systkina. Eg var þá á níunda ári er eg fór að vera í íjósinu, og smalaði að sumrinu og fór í milli með heyband. Svo var háttað húsaskipan á Eyri, að bærinn stóð á hól undir hárri brekku, og var hár klettur efst á henni og líktist bæjarstafni. Seint um kvöld haustið 1888, var eg úti í fjósi að vatna kúnum, og var dá- litil tunglsbirta, en auð jörð og héluð, en enginn snjór. Það var búið að kveikja í baðstofu á hengilampa og fckein ljósið út um gluggann og fram á hlaðið. Eg gekk í hægðum mínum heim hlaðið og ætlaði inn í bæ. En þá verður mér litið upp í brekkuna og sýnist mér þá vera gluggi á klett- inum fyrir ofan bæinn og alveg eins og á baðstofunni hjá okkur, með 6 rúðum. Fyrir innan gluggan sé eg inn 1 herbergi og í því sýnist mér vera tvö rúm, sitt hvoru megin og skot fyrir aftan. Ljós logar þar á hengilampa, líkum og í okkar baðstofu. Á öðru rúminu situr öldruð kona, og spinnur þráð á rokk. Hún er mikið farin að hærast. Þegar ég hefi horft á þetta um stund, sé eg gráhærðan maiin standa upp af hinu rúminu. Hann var með alskega, enn þá meira hærður en konan. Hann talaði eitthvað við konuna, því hann bærði varirnar seildist svo afturfyrir rúmgaflinn, tók þar lár og kamba, settist á sitt rúm aftur og kemdi af kappi. Eg starði á þessa sýn góða stund, hljóp svo inn í baðstofu og lagðist upp í rúm. >á var farið að ganga á mig og spyrja hvort eg hefði séð nokkuð, en eg svaraði engu orði, þorði það ekki. Engum sagði eg frá þessari sýn, en tók mig svo til og skrifaði upp eftir minni, eftir 40 ár. Þess skal getið, að eftir útkominni Æviikrá, er eg einn kvistur á hinni víðkunnu og miklu Eyrar-ætt, og hefur því Anna á Eyri verið frændkona mín, þó eg vissi það' ekki þegar eg dvaldi hjá henni á Eyri, þá barn að aldri. Frá henni fór ég ellefu ára gamall að Hjöllum til Sigríðar föður- systur minnar, móður Ara Arnalds. Dóttir mín heitir Anna eftir Önnu á Eyri. SVIPUB VETURINN 1946—7, átti ég heima við „Dokkuna" á ísafirði nú Sundstræti 11 A. Þann vetur voru stöðugir róðr- ar og lögðu margir bátanna upp í „Edinborg", sem Kaupfélag ísfirðinga á. Verkstjóri var Björn Björnssor:, sem nú er verkstjóri á Kirkjusandi í Reykjavík. Þá var það seint í marz, að mikið fiskaðist af steinbít og var hanr. yíir- leitt mjög feitur og þótti ljúffengur maíur; bæði soðinn og steiktur. Þá var það eitt kvöld, að bátarnir voru að koma af sjónum kl. um 11, að konan segir við mig, að ég skuli fara inn í „Edinborg" og fá góðan steinbít til morgundagsins. Eg féllst á þaö og lagði á stað eftir steinbítnum, hitti eg vel á og fekk strax ágætan steinbít , því nóg var af honum. Þetta 2 til 6 hundruð á bát. Þakkaði eg körl- unum fyrir mig óskaoi þeim góðs afla í næstu sjóferð, hélt svo heim með steinbítinn í hendinni. Veður var hið fegursta, heiðríkt og alsthndur himinn, dálítið frost var og héluð jörð svo umhverfið sýndist silf- urgljáandi. Tungl var í fyllingu, götu- ljósin skinu allstaðar svo birtan var alveg nóg. Þvert yfir fiskreitinn í Edinborg lá göinul vagnbraut sem notuð var að sumrinu til að flytja saltfisk til þurrk- unar á reitana. Þegar eg er kominn að brautinni, verður mér litið heim til mín. Sé eg að maour stendur á tröppunum, og horfir til sjávar. Tel eg víst að þetta sé karl af Elliheimilinu, vanalega kallaður Mángi. Var hann vel kunnugur okkur og kora oft til okkar að fá sér kaffi- sopa. Eg ætlaði að fara að kalla 1 manninn að hann skuli fara inn, það séu engir gestir, en ef ókunnugir voru, vildi hann ekki koma, en kvaddi þá í styttingi. Þá bregður svo við, að mað- urinn fer niður af pallinum, gengur út að glugganum hjá eldavélinni og gægist inn. Fannst mér þetta kynlegt og ætlaði að kalla í hann: „Mangi skratti, smánastu inn!" En þá fer mað- urinn frá glugganum, verður að reyk og hverfur niður í mölina. Mér brá í fyrstu, en segi þó í hálf- kæringi: „Þú ert þá svona karlinn, ekki fer eg að bjóða þér kaffi". Hélt ég svo heim. Konan var ein heima, óttaðist eg aö hún hefði séð andlitið á glugganum, og orðið hrædd. Hún varð einkis vör, enda leit hún aldrei af því sem hún var að vinna. Eg sagði henni hvað eg hefði séð, og lýsti búningi þessa kynlega gests. Var mér sagt af kunnugum eldri mönnum að lýsingin stæði heima við daglegan búning framliðins manns, sem fyrir mörgum árum hefði hirt um hesta í þessu húsi fyrir Lárus Snorrason kaup- mann. FEIGÐAR-BOÐI MEBAN eg átti heima við „Dokkuna", á ísafirði, kyntist ég gömlum manni, sem var ættaður undan Jökli og reri þar á ungdómsárum sínum. Við getum kallað hann H. Réru þeir sex á bát. Ekki veit ég nafn á formanni, eða há- setum. Þá var það einhverju sinni að formaður H. kallaði í róður. Var veður útlit tvísýnt, en samt reru flestir um daginn. H. var lasinn og fór ekki á sjóinn og var fenginn annar í staðinn, því margir voru skiprúmslausir undir Jökli í þá daga, en höfðu oft ekki minni hlut, ekki síst ef það voru duglegir menn, sem oft fengu að fljóta með sem auka- menn. Þegar leið á daginn gerði vonsku veöur. Allir náðu samt landi eftir mik- ið erfiði, nema formaður H. Hann komst undir land en fórst við lendingu. Enginn komst af og skipið brotnaði í spón. Nokkrum árum seinna fluttist H. til Bolungavíkur og stundaði sjó, eða önnur störf, giftist þar, og eignuðust þau hjónin 2 drengi og eina stúlku. Drengimir eru á lífi og duglegir menn, en stúlkan og foreldrarnir dáin fyrir nokkrum árum. H. lézt seinnihluta vetrar 1951. ¥1^ r * >w» yvr-« J/yi'l 1 ' , t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.