Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ROCKALL Drangurinn mikli í Atlanfshafi KLETTURINN Rockall er ekki ósvipaður Eldey og umhverfis hann eru einnig hættuleg sker. ÐOCKALL er eflaust afskektasta ey, sem talin er til Evrópu. Hann er 70 fet á hæð og alveg þverhnýptur, og rís upp úr ólgandi Atlantshafinu um 290 sjómílur vestur af vestasta odda Skotlands, og um 278 sjómílur norðvestur af Bloody Foreland í írlandi. Næst Rockall eru eyarnar hjá St. Kilda, en þó eru þar 190 sjómílur á milli. Sumarið 1921 sigldi rannsókna- skipið „Pourque pas?" þangað og ætlaði dr. Jean Charcot að athuga klettinn. Þeir komust að honum, en ekki upp á hann, og urðu að láta sér nægja að hafa þaðan til minja nokkra mola af sérstakri steintegund sem þar er og nefnist „Rockallite". Þegar Charcot sagði frá þessari ferð, gat hann þess að •fc Mörg einkennileg dýr eru í Ástra- líu og hvergi annars staðar. Þar á meðal eru pokadýrin, sem bera afkvæmi sín í poka á kviðnum. Nafnkunnust af þeim er kengúran, sem getur stokkið 10 metra, eða mikið lengra en fræknustu stökk- garparnir á Olympíuleikunum. Þá er þar fuglinn emu, sem líkist strútnum ofurlítið. Þar eru hlátur- fuglar og ótal tegundir af páfa- gaukum. if Af frumbyggjum landsins, blá- mönnunum, eru nú eftir um 47.000. Þeim eru víða ætluð sérstök land- svæði, þar sem þeir geta haldið háttum sínum og lifað á veiðum, eins og þeir hafa gert frá ómuna- tíð. i*V*H. v. «» kletturinn mundi vera tindur á mörg þúsund feta háu fjalli, sem væri þar neðansjávar. „Sennilega hefir þessi tindur áður verið ísi þakinn, en nú er hann hvítur af fugladrít", sagði Charcot. Elzta frásögnin um, að menn hafi komizt á land þarna, er frá árinu 1810. Þá um sumarið var herskipið „Endymon" á siglingu á þessum slóðum og þóttust skipverjar þá sjá annað skip og fóru að elta það. Þetta ókunna skip sýndist þeim vera með hvít segl að ofan, en dökk að neðan. En þegar til kom, þá var þetta Rockall. Skipstjórinn á „Endymon", Basil Hall, lýsti klettinum, en gat lítt um fuglalíf þar. Seinna kom upp sú saga að þar mundi inn dularfulli „stóri skarfur" hafa bækistöð sína. Rockall er hættulegur skipum, eins og bezt sést á því, að þar strandaði norska farþegaskipið „Norge" og fórust þar 600 menn. Tveir boðar eru þarna sinn hvor- um megin við klettinn. Annar þeirra heitir Haslewood Rock og er norðaustur af klettinum. Er hann jafnan í kafi með hálfföllnum sjó, og ekki er nema 30 faðma dýpi milli hans og klettsins. Hinn heitir Helen's Reef, er álíka langt suð- austur frá klettinum, og kemur aldrei upp úr sjó. En svo er grunnt á honum að þar sér í botn. Það er þessi boði sem er skipum lang- hættulegastur, ef þau skyldi rek- ast þangað í stormi og stórsjó. Komið hefir til orða oft og tíðum að setja vita á Rockall, en það er ekkert áhlaupavtrk, þvf »6 klett- urinn er lóðréttur, eins og fyrr er sagt, og það kemur varla fyrir að þar sé hægt að lenda fyrir brim- gangi. Ekki er kletturinn mikill ummáls, aðeins 250 ferfet. Margir fuglafræðingar hafa reynt að komast út í Rockall til þess að rannsaka fuglalífið þar, og komast eftir því hvort þar sé varpstóðvar stóra skarfs. En þær ferðir hafa allar misheppnazt vegna þess að ólendandi var við klettinn, og enginn fuglafræðingur hefir enn stigið fæti sínum upp á hann. En svo var það, að enskur fugla- fræðingur freistaði þess að kynn- ast fuglalífinu þarna með því að fljúga yfir klettinn. Er hér frásögn hans af því ferðalagi: — Við lögðum á stað frá Skye í Skotlandi, og þótt langt sé að sigla út til Rockalls, þá er þetta ekki lengi farið í flugvél. Mér fannst við vera nýflognir fram hjá háu klettunum hjá Loch Sneosdal, þegar neðan við okkur blasti við gamla St. Clements kirkjan á Harris, einni af yztu eyunum í Suð- ureya klasanum. Þar var fagurt að líta niður, umhverfis eyna snjó- hvítur sandur á sjávarbotni, en dökkgrænt haf þar fyrir utan. Nokkrar súlur, sem voru á leið til varpstöðva sinna á eyunum hjá St. Kilda, urðu okkur samferða, og áttu enn 50 sjómílna leið heim til sín. Svo reis Boreray, ein af St. Kilda eyum, upp úr hafi og blámóðu. Þar nokkru sunnar sást eyan Hirta, sem er stærsta eyan í þessum klasa, og eina eyan, sem byggð hefir ver- ið. Þarna hafði staðið byggð frá þeim tíma er norrænir víkingar herjuðu á þessum slóðum, og þang- að til fyrir fáum árum, að allir íbúarnir voru fluttir þaðan. Morg- unsólin skein á iðjagrænar hlíðar eyarinnar, dökkgrænni en venju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.