Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 ............. ' I H , • ' I lllfl I ¦-!¦ I HÖU ÞjóSirbaiidalaifsins í Genf Mussolini þótti ráðlegt að sækja upp í svissnesku fjöllin. Herkostnaður er mikill. Allir menn á herskyldualdri eiga að hafa vopn sín heima hjá sér og halda þeim vel við, svo að þeir sé við- búnir hvenaer sem kallið kynni að koma. Hver maður, sem vopni get- ur valdið, er því hermaður. Það er mikill misskilningur ef menn halda að svissneska þjóðin sé eingöngu friðsamir bændur, borgarar og verkamenn, og að landið hafi getað verið hlutlaust vegna fjallanna. Sönnu nær væri að segja að Svisslendingar sé her- íkáir. Þeir eru alltaf reiðubúnir að grípa til vopna til þess að verja fr#lsið, sem er dýrmætasti arfur þeirra, og stjórnarskrá þá er þeir hafa sett sér. Saga þjóðarinnar ber þessu vitni. Aðal leiðin milli Norður Evrópu og Suður Evrópu er um St. Gotthard- skarðið og liggur því um mitt Svissland. Vegur var gerður yfir skarðið 1226 og 1231 gaf Friðrik II. keisari íbúum Uri (sem er fyrir norðan St. Gotthard) sérréttindi gegn því að þeir verðu þennan veg. Skömmu seinna fengu héruð- in Schwyz og Unterwalden sams- konar sérréttindi og árið 1291 stofnuðu þessi þrjú fylki „ævar- andi bandalag" og settu sér ein- hverja elztu stjórnarskrá í heimi, og hún er enn uppistaðan í stjórn- arskri landsins. En samband þetta var ekki stofnað eingóngu í varnarskyni. Það lagði undir sig önnur héruð með vopnavaldi og gekk á þessu í nær tvær aldir. Voru þá margar orrustur háðar, og venjulega voru það Svisslendingar sem voru árás- araðilinn. Þessu landvinningastríði lauk um 1520. En hernaðarandinn var þó við líði og næstu 2—3 aldir gerð- ust Svisslendingar leiguhermenn í flestum löndum Evrópu. Um miðja 17. öld voru þannig um 70.000 svissneskir hermenn málaliðar sunnan frá Spáni norður í Pólland. Seinustu málaliðarnir voru í líf- verði páfans. Svisslendingar eru hreiknir a£ hetjudáðum forfeðra sinna. Þeim er það vel ljóst, að til þess «ð verja frelsið verða menn alltaf að vera reiðubúnir að fórna lífi og eignum. Þetta er þeim í blóð borið. Ef einhver skyldi ekki vilja bera vopn af einhverjum ástæðum, þá mundi hann ekki vinna sér fraegð sem sérstakur friðarvinur, heldur væri hann talinn svikari við þjóð- félagið og hugsjónir feðranna. Svisslendingar eru sannfærðir um að þjóðskipulag það, er þeir hafa komið á hjá sér sé dýrmæi- ast af öllu. Þeir halda fast við forna þjóðmenningu og dást að arfi feðr- anna og fórnarvilja þeirra. Þeir Utr m tiudur vii Ua*.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.