Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 Sýningardeild ávaxta og grænmetis. G ARÐYRKJUSÝNIN GIN í MÁLMEY Sænska sýningin var haldin í Málmey á Skáni í Suður-Svíþjóð. Hún var opnuð 21. sept. og stóð til 30. s. m. Sænska garðyrkju- bændasambandið stóð fyrir þess- ari sýningu, en það hefur m. a. gengizt fyrir því að slíkar alhliða sýningar væru haldnar með nokk- urra ára millibili í hinum stærri borgum Svíaríkis. Málmey varð að þessu sinni fyrir valinu sem sýn- ingarstaður, og kann þar nokkru hafa valdið, að félag garðyrkju- bænda á Skáni varð 40 ára á þessu ári. Sýningu þessari höfðu Svíar val- ið nafnið „Flora och Pomona“ — Blóm og ávextir. Var mjög til hennar vandað á öllum sviðum, enda samkeppni hörð með Svíum og næstu nágrönnum þeirra, Dön- um, sem einmitt á sama tíma voru að opna samskonar sýningu. Svíarn- ir munu ekki hafa kært sig um, að lenda nú í öðrum og þriðja flokki með gar ðyrkj uframleiðslu sína, eins og þeir urðu að sætta sig við í Helsingfors 1949. — Enda fór svo um þessa sýningu, að þar ráku Svíar af sér slyðruorðið. Voru dóm- nefndir og blaðadómar á einu máli um, að þarna væru úrvals afurðir og framför sú, sem orðið hefði hjá sænskum garðyrkjubændum síðan heimsstyrjöldinni lauk, væri sízt minni en í hinum Norðurlönd- unum. Málmey er ekki mjög stór borg (íb. rúm 200 þús.), en vegna legu sinnar er hún mikil verslunar- og viðskiptamiðstöð. Hún er því með auðugustu borgum Svíþjóðar. En hún er einnig talin með þeim feg- urstu. Sýningunni var komið fyrir í „Folkets Park,“ sem er einn hinna mörgu, fögru skrúðgarða borgar- innar. Var ekkert til sparað, að hún mætti verða sem glæsilegust, enda var hún með þeim stærstu og stórfenglegustu sinnar tegund- ar, sem Svíar hafa haldið. Sýn- ingardeildir voru margar og all- ar ásjálegar. Var því ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra. Sýnd- ist þar víðast saman fara gæði framleiðslunnar og listræn upp- stilling sýningarvara. Eins yrði hér seint upp að telja nöfn á öllum þeim blómum og ávöxtum, er þarna komu fram. En ef nefna skyldi það, sem mesta athygli mína vakti af því, sem fram kom á sýningunni, þá var það e. t. v. ekki aðeins sú staðreynd, að gæði framleiðslunn- ar hafa stóraukist, heldur hitt, hvernig framleiðslan hefur enn- fremur margfaldast, og þá auðvit- að neyzla hennar. Sem dæmi um þetta má nefna, að Svíar neyta nú um 60% meira af óunnu grænmeti en þeir gerðu 1925 og um 80% meira af ávöxt- um og berjum. Þessar tölur virð- ast mér bera þess ljósastan vott, að þróun garðyrkjunnar í Svíþjóð er á góðri og réttri leið, leið, sem liggur að því marki, sem allar menningarþjóðir hafa sett sér í Ræktun sveppa fer sívaxandi um öll Norðurlönd oj: víðar, enda eru sveppar mikið hnossgæti. Hér á landi hefir m.a. Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi hafið svepparæktun. — Mynd- in sýnir gest á Málmeyarsýningunni skoð'a sveppabeð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.