Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 Það var á Jólaföstunni að mig fór að gruna að H. ætti ekki langt eítir og bentu ýms atvik í þá átt. Kom hann oft til okkar í „Dokkuna" og rabbaði við okkur hjónin um daginn og veginn, og var stundum glatt á hjalla, því að H. var glettinn og gamansamur og dá- lítið hagorður. Tafði hann oft lengi, og á milli fram undir kl. 12 og vorum viS þá háttuð. Fór eg þá fram úr og lokaði húsinu þegar H. fór en ef konan var á fótum, lokaði hún. En þá gat ég ekki sofnað fannst eitthvað óhreint veia inni. Fór eg þá fram úr, opnaði allar hurðir upp á gátt og bað alla sem ekki ættu hér heima að fara. Svo lokaði eg húsinu og gat þá auðveld- lega sofnað. Eftir hátíðar fór þetta að aukast, og fylgdu H. þegar hann kom að kvöldinu, stundum 3 svipir, en oftar 5. Sátu þeir við borðið á móti okkur H.( sem sat hjá mér á legubekk við glugga sem sneri að sjónum. Sumir sátu á bekk- garmi undir hinni hliðinni. Giskaði eg á að þetta væru félagar H. undan Jökli og vissu þeir hann feigan. Þegar leið á, komu þeir allir með honum og sá eg þá vel, en þó frekar í dálítilli móðu. Voru tveir þeirra að sjá rosknir menn, og voru með alskegg, en hinir þrír voru með lítið skegg. Einn var ung- legur, á að giska um tvítugt. Einn af þeim félögum sat ætíð hjá viðtækinu hjá höfðalagi konu minnar án þess hún yrði hans vör, eða finndi til nokkurs geigs. Mjög sjaldan fylgdust þeir með H. þegar hann fór, en sátu kyrrir, þang- að til eg fór framúr. Sagði eg þá venju- lega: „Jæja piltar, nú verðið þið að fara, ég ætla að fara að sofa". Litu þeir þá til mín og fylgdust út, en eg lokaði á eftir þeim. Aldrei fann eg til geigs þó þeir væru inni, og ekki konan heldur, þó eg segði henni frá þessu. Sá hún aldrei neitt, en sagði að eg skyldi loka á kvöldin, það þýddi ekki fyrir sig. Seint í marzmánuði lést H. eftir stutta legu og varð eg einskis var eftir það. Barizt gegn nýrri kreppu I GREIN, sem birtist í „U. S. News and World Report" nýlega, segir meðal annars svo: — Það verður æ erfiðara að fá peningalán, og er sama hver í hlut á, hvort það eru iðjuhöldar, kaup- sýslumenn, bændur, bygginga- meistarar, eða jafnvel ríkisstjórn. Peningar liggja ekki á lausu, og vextir fara hækkandi. Hvernig stendur á þessu? Þetta er með ráði gert. Hvert lán sem veitt er eykur eftirspurn að efni og vinnukrafti. En á hvoru tveggja er nú hörgull. Afleiðingin af lánveitingum er hækkandi vöru- verð. Og stjórnin vill koma í veg fyrir það. Mikil eftirspurn er að lánsfé. Iðnfyrirtæki leita stærri lána en áður hefir þekkzt, til þess að færa Ét kvíarnar í stórum stíL Ríki og borgarstjórnir hafa stórkostleg fyrirtæki með höndum. Bygginga- meistarar krefjast aukinna lánveit- inga til þess að geta byggt hús. Almenningur eyðir meira fé held- ur en áður, og krefst lána til þess að geta eytt meiru. En jafnhliða þessu má svo kalla að hver maður hafi atvinnu. Verkamannafélög krefjast hærri launa og fá þau. En um leið og vöruverð hækkar og vinnulaun, er hætta á nýrri kreppu. Federal Reserve Board, sem leggur grundvöllinn að fjármála- stefnu stjórnarinnar, er ákveðið í að koma í veg fyrir þetta. Og stefnan er sú, að hafa ekki meira fé í veltu en nauðsynlegt er, og leggja ekki í stór fyrirtæki, sem vel geta beðið. Þessi stefna hefir sætt mikilli ína /rónaódóttir ékáldkona Endar saga, æfin þver, óminn Braga skarðar. Heiðra laga hljóðnuð er harpa Skagafjarðar. Færff var glóð í fagran hátt fram að hljóðu kveldi, hefur góðan þrotið þátt því í ljóðaveldi. Oft var stakan yndi íljóðs. yfir klakaspori, þar gat vakið löngun Ijoðs lóukvak á vorl. Kvað um þraut og knappan yl kleifar brautir fjallsins, blómalaut og bæjargll byggff í skauti dalsins. Þó að ending gröf sé gist, geymast kendir farnar, eftir stendur ljóðalist, lögð í hendingarnar. KRISTJÁN SAMSONARSON gagnrýni, jafnvel meðal þing- manna. En það hefir ekki haft nein áhrif á Federal Reserve Board. Það byrjaði að draga úr lánveitingum fyrir einu ári, og hefir haldið svo áfram síðan. Og þar sem þetta virð- ist hafa borið tilætlaðan árangur að tryggja viðskiptalífið, mun haldið áfram á sömu braut. Er jafnvel búizt við því að dregið verði enn meira úr lánum, og vextir muni enn hækka. ódýr lán verða tæpast til boða aftur, fyrr en náð hefir verið tang- arhaldi á hækkandi vöruverði og kaupgjaldi. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.