Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 geíur þó ráðið rúnir komandi daga. Kannski er ekki sú öld enn langt framundan, að við íslendingar get- um með aðstoð kjarnorkunnar fært landið suður um nokkrar breiddargráður eða tilsvarandi að svo væri með tilliti til hitastigs og bættra ræktunarmöguleika. GARÐYRKJUSÝNINGIN í FRIÐRIKSSTAÐ Norðmenn hafa haldið eina landssýningu síðan styrjöldinni lauk. Var sú sýning haldin í Ósló 1950. Þeir tóku þátt í 7. Norður- landasýningunni 1949, svo sem áð- ur greinir. Garðyrkjusýningin í Friðriks- stað, sem stóð í haust frá 5.—13. okt., var því önnur landssýning Norðmanna, en hún var einnig af- mælissýning hjá Garðyrkjubænda- félagi Austfoldar, sem á þessu ári átti hálfa öld að baki sér. Þetta félag hafði því mestan veg og vanda af sýningunni, en norska garðyrkjubændasambandið stóð einnig fyrir sýningunni, enda var þátttaka mikil hjá framleiðendum og sölufyrirtækjum víðs vegar úr Noregi. Þar að auki komu þarna fram nokkur erlend fyrirtæki (eins og á báðum hinum sýningunum), er sýndu þar framleíðslu sína, einkum vélar, gróðurhús, varnar- lyf o. fl. Verndari þessarar sýningar var Astrid, hin vinsæla prinsessa Norð- manna, en að einkunnarorðum höfðu þeir valið sér setninguna: „Vi viser væxt". Það má líka með sanni segja að þeir sýndu garða- vöxt og hann góðan. Þarna kom líka berlega fram, að mikil fram- för er í norskri garðyrkju. Fram- leiðsla þeirra er bæði betri og meiri en nokkru sinni fyrr. Þó eiga þeir við að stríða marga hina sömu örð- ugleika og íslenzkir garðyrkju- menn. Má þar til nefna að þar eins og hér gerir innflutningur frá Smekkleg og stil- hrein sýning á ýmsum tegundum tómata. Spáni og öðrum suðlægum löndum það að verkum, að erfiðlega geng- ur að selja innlendar afurðir a. m. k. á vissum árstíðum. Hér verður ekki rætt frekar um þessar garðyrkjusýningar trænd- þjóða okkar. Mætti þó vissulega minnast á margt fleira, ef rúm væri til. Það var bæði ánægjulegt og fróðlegt að sjá þessar miklu haust- sýningar nágrannanna. Eitt var þeim öllum sameiginlegt: Þær staðfestu og kynntu hina miklu framþróun, sem orðið hefur í þess- ari framleiðslugrein. Þær sýndu, svo ekki verður í móti mælt, að Norðurlandaþjóðirnar, eru hér vel á vegi staddar. Að síðustu er ekki úr vegi að spyrja: Hver er hlutur okkar? Hvar er okkar garðyrkjubúskapur á vegi staddur? Garðyrkjubænda- stéttin íslenzka er ung og á að etja við ýmsa byrjunarörðugleika, auk þess sem aðstaða er hér öll hin erf- iðasta. Að öllu þessu athuguðu finnst mér við geta vel við unað okkar hlut. Hinir ungu brautryðj- endur í ísl. garðyrkju eru áreiðan- lega þeim vanda vaxnir, sem á þeim hvílir: Að halda sífellt opn- um hurðum fyrir hvers konar nv- ungum og bæta framleiðsluna og auka á fjölbreytni hennar. Alb-ul garðyrkjumenning ætti að vera okkur hið mesta keppikefli, því að hún eykur fegurðartilfinningu þjóðarinnar, bætir snyrtimennsku og umgengi. Þetta verða garð- yrkjumenn okkar og reyndar þjóð- in öll að gera sér ljóst, og einnig hitt, að betur má, ef duga skaL . i ÞAÐ VAR skömmu eftir aS ritvél- arnar voru komnar til cögunnar, að kanadiskur fjallabóndi fekk vélritað bréf. Honum fannst Tsér stórlega mis- boðið, endursendi bréfið og skrifaði á bað í gremju sinni: „Þið þurfið ekki aS prenta bréf handa mér, eg er vel læs á skrift". -) v "1 "y^ » 4 / \ i l \ J J 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.