Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 8
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ókunn lönd: * Fornminjarannsóknir í Panama DR. Matthew W. Stirling, forstjóri Bureau of American Ethnology í Smithsonian Institute, hefir ritað grein þessa um rannsóknaför sína til Panama 1951. Kona hans, Marion Stirling var í för með honum. Tilgangur fararinnar var að athuga fornleifar Intiíána á þessur- slóðum. pANAMASKURÐURINN er ein af höfuðsamgönguleiðum heimsins, en frá því um 80 km fyrir vestan hann og allt vestur að landamærum Costa Rica er hin allra afskekktasta og fáfarnasta strandlengja, sem til er í Vestur- álfu. Þar eru frumskógar miklir og þar lifa menn enn frumstæðu lífi. Þarna geisa stormar svo að segja allan ársins hring og utan af Karibahafi koma risavaxnar öldur, sem brotna við ströndina. Þarna eru engar hafnir né skipalægi og varla afdrep fyrir smáfleytur. Tor- fær fjöll, þakin skógi, ná alveg fram að ströndinni. Mjög er strjálbýlt þarna. Inni í landi búa Indíánar, afkomendur frumbyggjanna þarna, en meðfram ströndinni búa aðallega Svertingj- ar, og eru þeir líklega afkomendur strokuþræla. Þessir menn hafa eng- ar samgöngur við umheiminn. Litlir flutningabátar koma við og við upp að ströndinni til þess að sækja banana-farma. En það var einmitt á þessum slóðum að Kólumbus fann í fjórðu ferð sinni til nýa heimsins 1902—03, það sem hann var að leita að — gull. Hann stofnaði fyrstu nýlendu Spánverja á meginlandinu við ósa árinnar Belén. Og hann komst þarna í nóga hrakninga. Sagnir herma, að Indíánamir, sem Kólumbus hitti þarna, hafi átt allskonar skrautgripi úr gulli. Það kveikti ágirndina í brjóstum Spán- verja og þeir knúðu Indíánahöfð- ingjann til þess að láta sig fá fylgdarmenn er vísuðu sér á nám- umar. Indíánar gerðu það af grikk við þá, að fara með þá langt inn í land, yfir á umráðasvæði óvina sinna. Þar sögðu þeir þeim að grafa við rætur nokkurra hárra trjáa, þar mundu þeir finna gull. Og það varð. Með ‘berum höndum náðu Spánverjar þar í gull, en ætlað er, að Indíánar hafi komið því þar fyr- ir til þess að gera Spánverjum úrlausn. Byggð Kólumbusar hjá Belén stóð ekki lengi. Indíánar gerðu aðsúg að Spánverjum, drápu marga þeirra og var ekki annað sýnna um hríð, en að þeir mundu drepa þá alla. Kólumbus varð því að flýa. Ofurlítið finnst enn af gulli á þessum slóðum, sérstaklega í ánum Belén, Concepcion og Norte. Inn- fæddir menn þvo það úr sandinum í trétrogum, eins og forfeður þeirra gerðu, en það þykir gott ef afrakst- urinn samsvarar 3 dollurum á dag. Samt sem áður ganga þjóðsagnir um að þar sé til óskaplega auðug- ar gullnámur, sem hafi „týnst“. Enginn innfæddur maður trúði öðru en að við Marian værum kom- in til þess að leita að gulli. En við vorum komin í öðrum erindagerð- \ leið upp eftir Iudio-ánni. um. Við vorum komin til þess að leita að gömlum leirmunum, örv- aroddum, steinöxum, gömlum gröf- um og öðrum fornminjum þeirra Indíána, sem hér bjuggu áður en Kólumbus kom. Með því móti hugðumst við geta varpað nokkru ljósi yfir forna menningu Indíána kynþáttanna í Ameríku. Við vorum að leita að því hvort ekki væri eitt- hvert samband milli fornrar menn- ingar helztu Indíánaríkjanna, Aztec og Maya ríkjanna í Mexikó, og Inkaríkisins í Suður Ameríku. Á báðum þessum stöðum, í Mexikó og Perú, var menningin svipuð. Þeir kunnu akuryrkju, vefnað, leirkerasmíð og málmsmíð. Hof beggja hafa verið með svipuðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.