Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 209 Ameríku, Þórður fórst með línu- veiðaranum Papey 22. febrúar 1933 og Jón, kennari í Höfnum, lézt 12. desember síðastliðinn. o—O—o Þennan vetur, 1906 til 1907, voru 83 nemendur í Flensborgarskólan- um, og var það síðasta árið, sem Jón Þórarinsson gegndi þar skóla- stjórn. Voru nemendur úr öllum fjórðungum landsins. Vorið 1907 brautskráðust 12 nemendur úr kennaradeild og,25 úr gagnfræða- deild skólans. Var ég einn af þeim 25 og munu 18 þeirra vera enn ó lífi. Þá er ég nú renni huganum hálfa öld aftur í tímann, minnist ég margra kátra og skemmtilegra skólafélaga í Flensborg. Meðal þeirra er vinur minn Jóhannes Sveinsson, síðar Kjarval, en þar sátum við saman á skólabekk. Dráttlistin var honum þá þegar svo rík í huga, að hann var við hana öllum stundum, þótt ekki væri ávallt næðisamt fyrir hann, því að þröng mikil var oft í kring- um Jóhannes, er hann var að teikna. Minnist ég margra mynda hans frá þeim árum og ekki hvað sízt jólakortanna. Lengi varð- veitti ég tvö þessara korta, en því miður munu þau nú vera glötuð. Nýtt kennsluhús var reist handa skólanum sumarið 1906 með 3 stofum, en skólahúsið gamla var tekið fyrir heimavistir. Á hausti komanda verður Flens- borgarskólinn 75 ára. !L^öe®gX5VJ Konan er með sífeldar áhyggjur út af framtíðinni, þangað til hún hefir krækt sér í mann. Karlmaðurinn er áhyggjulaus, þangað til hann hefir fengið sér konu. Næsta heimsstyrjöld Viðbúnaður vestrænna þjóða AÐ er öllum ljóst, að Vestur- veldin munu ekki hefja heims- styrjöld. En þau hafa mikinn við- búnað til þess að vera ekki var- búin, ef heimsstyrjöld skylli á, og það getur orðið þegar minnst var- ir. Hinar „friðvænlegu horfur“ í heiminum, sem talað var um fyrir einu ári, reyndust blekkingin ein- ber, og nú hóta Rússar beinlínis heimsstyrjöld. Ef nú heimsstyrjöld hefst, verð- ur það „leifturstríð" og með allt öðrum hætti en verið hefir. Þar mun alls konar flugtækjum beitt meira en dæmi eru um áður. Allir herflutningar munu að mestu leyti fara fram 1 loftinu. Þegar Rússar einangruðu Berlín 1948, var ætlunin að flæma banda- menn þaðan. En bandamenn svör- uðu með „loftbrúnni“ frægu. Þeir höfðu þó ekki nægan kost flutn- inga-flugvéla í Þýzkalandi þegar ákvörðunin um þetta var tekin. En fáum dögum seinna fóru hinar stóru flutningaflugvélar Banda- ríkjanna að drífa að. Þær komu frá Bandaríkjunum, Honolulu, Porto Rico, Alaska og Austurlönd- um. Og auk þess komu brezkar, ástralskar flugvélar og jafnvel flugvélar frá Nýa Sjálandi. í júní voru að meðaltali fluttar 80 lestir af varningi á dag til borgarinnar. Þegar kom fram á sumarið nam flutningurinn 2250 lestum á dag. Og síðan jókst hann jafnt og þétt, þangað til hann var orðinn 12.940 lestir á sjálfan páskadaginn 1949. Þessum flutningum var haldið á- fram þangað til í september 1949, og höfðu flugvélarnar þá alls flutt 2.325.500 lestir af vamingi til Ber- línar, eða rúmlega eina lest á hverii borgarbúa. Þá gáfust Rússar upp. Þeir höfðu tapað taflinu. En þeir höfðu þó tapað enn meira. Sú reynsla, sem bandamenn fengu þama, verður þeim ómetanleg, ef til ófriðar dregur. Níu mánuðum seinna kom þessi reynsla þeim fyrst að haldi. Þá hleyptu Rússar Kóreu-styrjöldinni á stað. Sameinuðu þjóðimar skár- ust þá í leikinn og mæddi það mest á Bandaríkjamönnum. Og nú var sett ný „loftbrú" frá Bandaríkj- unum til Tokyo, en þar á milli eru 5200—8000 sjómílur, eftir því hvaða flugleið er valin. Frá Tokyo kom svo önnur „loftbrú" til Kóreu. Fyrst í stað fóru herir Samein- uðu þjóðanna halloka fyrir hinum stóru skriðdrekum Rússa, sem Norður-Kóreumenn höfðu fengið. Bandamenn höfðu ekki nægilega öflug vopn gegn þeim. Það var ekki fyrr en þeir fengu frá Banda- ríkjunum rákettubyssur þær, sem kallaðar eru „bazodka", að hægt var að mylja skriðdrekana niður. Og þar með var sigur unninn. Þessi rákettubyssa hafði verið fundin upp áður en stríðið hófst, en her- inn hafði ekki látið smíða neinar byrgðir af henni. En um leið og stríðið hófst, var verksmiðjum skipað að framleiða þær í stórum stíl, og viðbrögðin vom svo skjót, að þær komu nógu snemma. Þessi saga er talandi tákn um viðbúnað Bandaríkjanna. Þau leggja mikið kapp á að finna upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.